Lægstu verðtryggðu vextir íbúðalána hækka aftur

Lægstu vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka í fyrsta skiptið síðan í mars í fyrra.

img_4595_raw_0710130541_10191535233_o.jpg
Auglýsing

Lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir íbúða­lána hækk­uðu í byrjun ágúst og eru nú um 2,5 pró­sent. Það er í fyrsta skipti sem lægstu vextir á verð­tryggðum íbúða­lánum hækka síðan í mars í fyrra.

Þetta kemur fram í mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs sem birt var í morg­un. 

Það sem af er ári hafa vaxta­kjör íbúða­lána almennt staðið að mestu leyti í stað ef frá eru taldir breyti­legir verð­tryggðir vextir líf­eyr­is­sjóð­anna en þeir fóru áfram lækk­andi allt fram á mitt þetta ár. Lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir íbúða­lána lækk­uðu úr tæpum 2,8 pró­sent í upp­hafi árs í rúm 2,4 pró­sent í byrjun júní síð­ast­lið­ins sem var sögu­legt lág­mark, að minnsta kosti á þess­ari öld. 

Auglýsing

Vextir á íbúða­lánum hafa almennt farið lækk­andi hér á landi und­an­farin ár, segir í skýrsl­unni. Lægstu óverð­tryggðu vextir íbúða­lána lækk­uðu úr 5,87 pró­sent í jan­úar 2017 niður í 5,35 pró­sent í jan­úar 2018 eða um 0,52 pró­sentu­stig. Lægstu verð­tryggðu vextir lækk­uðu á sama tíma um 0,38 pró­sentu­stig.

Hús­næð­is­kostn­aður vegna eigin hús­næðis hækkar mikið umfram almennt verð­lag

Skipting útgjalda vegna eigin húsnæðis. Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að mis­mun­andi sé á milli landa hversu stór hluti hús­næðis­út­gjalda þeirra sem búa í eigin hús­næði kemur til vegna sjálfra hús­næð­is­kaupanna og hversu mikið er vegna ann­arra þátta, það er við­halds og trygg­inga. 

Á Íslandi eru 66 pró­sent alls hús­næð­is­kostn­aðar þeirra sem búa í eigin íbúð vegna íbúða­kaupa og er það nokkuð undir með­al­tal­inu í Evr­ópu­löndum sem er 76 pró­sent. Í Þýska­landi eru 89 pró­sent alls hús­næð­is­kostn­aðar vegna kaupa en í Finn­landi er hlut­fallið 46 pró­sent, svo dæmi séu tek­in.

Sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði hefur alls staðar á Norð­ur­löndum hús­næð­is­kostn­aður fast­eigna­eig­enda hækkað umfram almennt verð­lag frá árinu 2010. Hækk­unin hafi þó verið áber­andi meiri á Íslandi en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum und­an­farin ár. 

Frá árinu 2010 hefur hús­næð­is­kostn­aður vegna eigin hús­næðis hækkað um 43 pró­sent umfram almennt verð­lag á Íslandi, en næst­mestu hækk­an­irnar eru í Nor­egi og Sví­þjóð þar sem hús­næð­is­kostn­aður hefur hækkað um 20 til 23 pró­sent á raun­virði á sama tíma­bili. Í Finn­landi hefur hús­næð­is­kostn­aður fast­eigna­eig­enda hins vegar aðeins hækkað um 2 til umfram almennt verð­lag.

Konur lík­legri til að vera á leigu­mark­aði

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að 18 pró­sent lands­manna telji líkur á að vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en Íbúða­lána­sjóður og Zenter­rann­sóknir gerðu könn­un á tíma­bil­inu 4. til 25. júlí. Hins vegar hafi að með­al­tali 16 pró­sent lands­manna hverju sinni verið á leigu­mark­aði. Af þessum nið­ur­stöðum má sjá, sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði, að fleiri ætla sér alla jafnan að vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en eru þar nú þeg­ar.

Þegar nið­ur­stöð­urnar eru skoð­aðar eftir búsetu sést að meiri­hluti leigj­enda telur líkur á að vera áfram á leigu­mark­aði, auk hluta þeirra sem eru í for­eldra­hús­um, segir í skýrsl­unni. Um 10 pró­sent ein­stak­linga 18 ára og eldri búa í for­eldra­húsum og að með­al­tali hafa um 17 pró­sent þeirra talið líkur á að þau færi sig yfir á leigu­markað á næstu mán­uð­um.

Í nýj­ustu mæl­ingu sjóðs­ins mæld­ist mark­tækur munur eftir kyni. Konur voru mark­tækt lík­legri til þess að ætla vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en karl­ar. Um 20 pró­sent kvenna töldu það öruggt eða lík­legt sam­an­borið við 15 pró­sent karla. Mark­tækt fleiri konur eru einnig á leigu­mark­aði. Um 18 pró­sent kvenna leigja húsæði sitt sam­an­borið við 12 pró­sent karla.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent