Lægstu verðtryggðu vextir íbúðalána hækka aftur

Lægstu vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka í fyrsta skiptið síðan í mars í fyrra.

img_4595_raw_0710130541_10191535233_o.jpg
Auglýsing

Lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir íbúða­lána hækk­uðu í byrjun ágúst og eru nú um 2,5 pró­sent. Það er í fyrsta skipti sem lægstu vextir á verð­tryggðum íbúða­lánum hækka síðan í mars í fyrra.

Þetta kemur fram í mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs sem birt var í morg­un. 

Það sem af er ári hafa vaxta­kjör íbúða­lána almennt staðið að mestu leyti í stað ef frá eru taldir breyti­legir verð­tryggðir vextir líf­eyr­is­sjóð­anna en þeir fóru áfram lækk­andi allt fram á mitt þetta ár. Lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir íbúða­lána lækk­uðu úr tæpum 2,8 pró­sent í upp­hafi árs í rúm 2,4 pró­sent í byrjun júní síð­ast­lið­ins sem var sögu­legt lág­mark, að minnsta kosti á þess­ari öld. 

Auglýsing

Vextir á íbúða­lánum hafa almennt farið lækk­andi hér á landi und­an­farin ár, segir í skýrsl­unni. Lægstu óverð­tryggðu vextir íbúða­lána lækk­uðu úr 5,87 pró­sent í jan­úar 2017 niður í 5,35 pró­sent í jan­úar 2018 eða um 0,52 pró­sentu­stig. Lægstu verð­tryggðu vextir lækk­uðu á sama tíma um 0,38 pró­sentu­stig.

Hús­næð­is­kostn­aður vegna eigin hús­næðis hækkar mikið umfram almennt verð­lag

Skipting útgjalda vegna eigin húsnæðis. Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að mis­mun­andi sé á milli landa hversu stór hluti hús­næðis­út­gjalda þeirra sem búa í eigin hús­næði kemur til vegna sjálfra hús­næð­is­kaupanna og hversu mikið er vegna ann­arra þátta, það er við­halds og trygg­inga. 

Á Íslandi eru 66 pró­sent alls hús­næð­is­kostn­aðar þeirra sem búa í eigin íbúð vegna íbúða­kaupa og er það nokkuð undir með­al­tal­inu í Evr­ópu­löndum sem er 76 pró­sent. Í Þýska­landi eru 89 pró­sent alls hús­næð­is­kostn­aðar vegna kaupa en í Finn­landi er hlut­fallið 46 pró­sent, svo dæmi séu tek­in.

Sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði hefur alls staðar á Norð­ur­löndum hús­næð­is­kostn­aður fast­eigna­eig­enda hækkað umfram almennt verð­lag frá árinu 2010. Hækk­unin hafi þó verið áber­andi meiri á Íslandi en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum und­an­farin ár. 

Frá árinu 2010 hefur hús­næð­is­kostn­aður vegna eigin hús­næðis hækkað um 43 pró­sent umfram almennt verð­lag á Íslandi, en næst­mestu hækk­an­irnar eru í Nor­egi og Sví­þjóð þar sem hús­næð­is­kostn­aður hefur hækkað um 20 til 23 pró­sent á raun­virði á sama tíma­bili. Í Finn­landi hefur hús­næð­is­kostn­aður fast­eigna­eig­enda hins vegar aðeins hækkað um 2 til umfram almennt verð­lag.

Konur lík­legri til að vera á leigu­mark­aði

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að 18 pró­sent lands­manna telji líkur á að vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en Íbúða­lána­sjóður og Zenter­rann­sóknir gerðu könn­un á tíma­bil­inu 4. til 25. júlí. Hins vegar hafi að með­al­tali 16 pró­sent lands­manna hverju sinni verið á leigu­mark­aði. Af þessum nið­ur­stöðum má sjá, sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði, að fleiri ætla sér alla jafnan að vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en eru þar nú þeg­ar.

Þegar nið­ur­stöð­urnar eru skoð­aðar eftir búsetu sést að meiri­hluti leigj­enda telur líkur á að vera áfram á leigu­mark­aði, auk hluta þeirra sem eru í for­eldra­hús­um, segir í skýrsl­unni. Um 10 pró­sent ein­stak­linga 18 ára og eldri búa í for­eldra­húsum og að með­al­tali hafa um 17 pró­sent þeirra talið líkur á að þau færi sig yfir á leigu­markað á næstu mán­uð­um.

Í nýj­ustu mæl­ingu sjóðs­ins mæld­ist mark­tækur munur eftir kyni. Konur voru mark­tækt lík­legri til þess að ætla vera á leigu­mark­aði eftir hálft ár en karl­ar. Um 20 pró­sent kvenna töldu það öruggt eða lík­legt sam­an­borið við 15 pró­sent karla. Mark­tækt fleiri konur eru einnig á leigu­mark­aði. Um 18 pró­sent kvenna leigja húsæði sitt sam­an­borið við 12 pró­sent karla.

Meira úr sama flokkiInnlent