„Nýliðun þarf að eiga sér stað“

Reynir Arngrímsson‚ erfðalæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að nýliðun þurfi að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Eitt af lyk­il­at­riðum í jákvæðri fram­fara­þróun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni hér á landi er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekk­ingar og reynslu. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son‚ erfða­læknir og for­maður Lækna­fé­lags Íslands, í grein sem birt­ist í Lækna­blað­inu sem kom út í byrjun sept­em­ber.

Hann telur það válega stöðu þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma og bendir á að starf­andi læknar á Íslandi séu í dag 1296 og erlendis starfi 815 íslenskir lækn­ar.

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands.„Ný­liðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum lækn­is­þjón­ust­unn­ar. Á sama tíma og lands­mönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fast­ráðnum heilsu­gæslu­læknum fækkað hjá öllum heil­brigð­is­stofn­un­unum nema einn­i,“ segir hann. Meðal ann­ars hafi stöðu­gildum sem setin eru af sér­fræð­ingum í heim­il­is­lækn­ingum hjá hinu opin­bera fækkað um 13 pró­sent, mest á lands­byggð­inni, eða frá 5 til 47 pró­sent. Hjá heilsu­gæslu­stöðvum í einka­rekstri sem hið opin­bera hefur náð að gera þjón­ustu­samn­ing við sé staðan önnur en þar starfi nú 29 sér­fræð­ingar í heim­il­is­lækn­ing­um.

Auglýsing

Reynir segir að á sjúkra­húsum hafi verið bent á að starfs­að­stæður séu óvið­un­andi og álag á sjúkra­hús­læknum á Land­spít­ala sé fram úr hófi á mörgum deild­um, til dæmis bráða­mót­tök­unni. Bráða­læknar hafi talað fyrir daufum eyrum allt frá nær­stjórn­endum upp í ráðu­neyti. Þar séu þeir ekki einir á báti. „Stöðu­heim­ildum þarf að fjölga og nýliðun þarf að örva á sjúkra­húsum lands­ins. Þjón­ustu­liðum verður ekki bætt þar við án slíkra aðgerða.“

Í grein­inni kemur fram að Lækna­fé­lag Íslands leggi áherslu á að aðgengi að fag­legri þekk­ingu lækna sé ætíð tryggt og til staðar í land­inu, þar með talið með sam­felldri nýliðun lækna. Að fram fari mat á mann­afla­þörf lækna á öllum sviðum sér­greina­lækn­inga, þar með talið heim­il­is­lækna og á meðal almennra lækna. Tryggja þurfi að sér­hæfð lækna­þjón­usta sé áfram veitt utan sjúkra­húsa með samn­ingum um opin­bera þjón­ustu sér­greina­lækna á eigin lækna­stofum og heilsu­gæslu­stöðv­um. 

End­ur­skoða þarf kjör lands­byggð­ar­lækna með stjórn­valdsátaki, sam­kvæmt Lækna­fé­lag­inu. „Styrkja þarf þjón­ustu sér­fræði­lækna og bæta vinnu­að­stæður á Land­spít­ala og öðrum sjúkra­húsum með auknum fram­lögum í fjár­lögum rík­is­ins. Að verk­efni hvers þjón­ustu­að­ila séu vel skil­greind og end­ur­skoðuð með þarfir skjól­stæð­inga í fyr­ir­rúmi. Að áhersla verði lögð á gæða­starf og leið­andi hlut­verk lækna.“

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni á vef Lækna­blaðs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent