„Nýliðun þarf að eiga sér stað“

Reynir Arngrímsson‚ erfðalæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að nýliðun þurfi að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Eitt af lyk­il­at­riðum í jákvæðri fram­fara­þróun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni hér á landi er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekk­ingar og reynslu. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son‚ erfða­læknir og for­maður Lækna­fé­lags Íslands, í grein sem birt­ist í Lækna­blað­inu sem kom út í byrjun sept­em­ber.

Hann telur það válega stöðu þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma og bendir á að starf­andi læknar á Íslandi séu í dag 1296 og erlendis starfi 815 íslenskir lækn­ar.

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands.„Ný­liðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum lækn­is­þjón­ust­unn­ar. Á sama tíma og lands­mönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fast­ráðnum heilsu­gæslu­læknum fækkað hjá öllum heil­brigð­is­stofn­un­unum nema einn­i,“ segir hann. Meðal ann­ars hafi stöðu­gildum sem setin eru af sér­fræð­ingum í heim­il­is­lækn­ingum hjá hinu opin­bera fækkað um 13 pró­sent, mest á lands­byggð­inni, eða frá 5 til 47 pró­sent. Hjá heilsu­gæslu­stöðvum í einka­rekstri sem hið opin­bera hefur náð að gera þjón­ustu­samn­ing við sé staðan önnur en þar starfi nú 29 sér­fræð­ingar í heim­il­is­lækn­ing­um.

Auglýsing

Reynir segir að á sjúkra­húsum hafi verið bent á að starfs­að­stæður séu óvið­un­andi og álag á sjúkra­hús­læknum á Land­spít­ala sé fram úr hófi á mörgum deild­um, til dæmis bráða­mót­tök­unni. Bráða­læknar hafi talað fyrir daufum eyrum allt frá nær­stjórn­endum upp í ráðu­neyti. Þar séu þeir ekki einir á báti. „Stöðu­heim­ildum þarf að fjölga og nýliðun þarf að örva á sjúkra­húsum lands­ins. Þjón­ustu­liðum verður ekki bætt þar við án slíkra aðgerða.“

Í grein­inni kemur fram að Lækna­fé­lag Íslands leggi áherslu á að aðgengi að fag­legri þekk­ingu lækna sé ætíð tryggt og til staðar í land­inu, þar með talið með sam­felldri nýliðun lækna. Að fram fari mat á mann­afla­þörf lækna á öllum sviðum sér­greina­lækn­inga, þar með talið heim­il­is­lækna og á meðal almennra lækna. Tryggja þurfi að sér­hæfð lækna­þjón­usta sé áfram veitt utan sjúkra­húsa með samn­ingum um opin­bera þjón­ustu sér­greina­lækna á eigin lækna­stofum og heilsu­gæslu­stöðv­um. 

End­ur­skoða þarf kjör lands­byggð­ar­lækna með stjórn­valdsátaki, sam­kvæmt Lækna­fé­lag­inu. „Styrkja þarf þjón­ustu sér­fræði­lækna og bæta vinnu­að­stæður á Land­spít­ala og öðrum sjúkra­húsum með auknum fram­lögum í fjár­lögum rík­is­ins. Að verk­efni hvers þjón­ustu­að­ila séu vel skil­greind og end­ur­skoðuð með þarfir skjól­stæð­inga í fyr­ir­rúmi. Að áhersla verði lögð á gæða­starf og leið­andi hlut­verk lækna.“

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni á vef Lækna­blaðs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent