Donald Trump Bandaríkjaforseti krefst þess að ritstjórn New York Times gefi upp nafn þess sem skrifar opið bréf á vef New York Times í gær, en hann er sagður hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu.
Þar er Trump gagnrýndur harðlega og honum lýst sem vanhæfum forseta og segist höfundur vera hluti af andspyrnunni gegn honum í Hvíta húsinu.
The Failing New York Times! pic.twitter.com/SHsXvYKpBf
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Auglýsing
Á Twitter síðu sinni hefur Trump farið hamförum og spyr að því hvort landráð hafi verið framið með þessum skrifum, ef höfundur er þá raunverulega til. Trump gagnrýnir einnig New York Times almennt, og segir það falsfréttamiðil.
Í bréfinu sem birt er á vef New York Times segir að Trump sé siðblindur og að fólk treysti honum ekki. Þá er hann sagður hafa dálæti á einræðisherrum. Höfundur bréfsins segist einn þeirra sem telji það mikilvægt að vinna gegn forsetanum vegna þess að hann sé hættulegur.
Does the so-called “Senior Administration Official” really exist, or is it just the Failing New York Times with another phony source? If the GUTLESS anonymous person does indeed exist, the Times must, for National Security purposes, turn him/her over to government at once!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018