Íslenska áfram kennd við Kaupmannahafnarháskóla

Áform voru um að leggja niður kennslu í íslensku við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku en nú hefur verið fallið frá þeim áformum.

Kaupmannahafnarháskóli
Kaupmannahafnarháskóli
Auglýsing

Íslenska verður áfram kennd við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla en áformað var að leggja niður val­nám­skeið í nor­rænum fræð­um, þar með talið í íslensku, forn­ís­lensku og fær­eysku, vegna nið­ur­skurðar við hug­vís­inda­deild skól­ans. Frá þessu er greint í frétt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu hafa Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Tommy Ahlers mennta­mála­ráð­herra Dan­merkur fundað um málið og nú er ljóst að kennsl­unni verður fram haldið en háskól­inn hyggst end­ur­skipu­leggja nám­ið.

Ráð­herra segir þetta vera afar jákvæðar fréttir og sé hún bjart­sýn um að far­sæl lausn sé í far­vatn­inu sem muni tryggja að náms­fram­boð í íslensku verði áfram gott við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. „Ís­lend­ingar og Danir eiga far­sælt sam­starf á sviði tungu­mála, rann­sókna og menn­ingar og þar er Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli mik­il­vægur hlekk­ur. Við metum sam­vinnu og skiln­ing danskra mennta­mála­yf­ir­valda mik­ils í þessu máli,“ segir hún.

Auglýsing

„Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli er ein elsta mennta­stofnun Norð­ur­-­Evr­ópu og eini danski háskól­inn þar sem boðið er upp á nám í íslensku. Þar er einnig varð­veittur hluti hand­rita­safns Árna Magn­ús­son­ar. 

Í svörum skól­ans kemur fram að tryggt verði að fram­lag til hand­rita­rann­sókna verði óskert og að skól­inn muni að sjálf­sögðu virða áfram sína samn­inga og skuld­bind­ingar við Stofnun Árna Magn­ús­son­ar. Fram hefur komið að eft­ir­spurn eftir námi í íslensku, forn­ís­lensku og fær­eysku sé ekki mikil og atvinnu­tæki­færi fá í Dan­mörku fyrir fólk með menntun á þeim sviðum og því verði nauð­syn­legt að aðlaga kennslu í fög­unum að fámenn­ari nem­enda­hóp­um. Unnið verður að útfærslu þess í sam­ráði við danska mennta­mála­ráðu­neyt­ið,“ segir í frétt­inn­i. 

Jafn­framt kemur fram að hugað verði að náms­fram­boði í forn- og nútíma­ís­lensku fyrir dokt­or­snema við skól­ann. Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli eigi enn fremur í góðu sam­starfi við íslenska háskóla um sum­ar­skóla, nám­skeið og kenn­ara­skipti og muni skól­inn áfram bjóða dönskum nem­endum upp á val­nám­skeið í íslenskum bók­mennt­um, bæði klass­ískum og nútíma­bók­mennt­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent