Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík

Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hyggst kaupa Ögur­vík ehf. fyrir 12,3 millj­arða króna, fáist til þess sam­þykki frá stjórn og hlut­hafa­fundi. Um þetta var til­kynnt 7. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni, segir í til­kynn­ingu. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. 

Brim hf., sem Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, á, er eig­andi Ögur­víkur en Brim keypti félagið í júlí 2016. Verð­mið­inn í þeim við­skiptum hefur ekki komið fram opin­ber­lega. Umsvif Brims hafa hins vegar auk­ist mikið að und­an­förnu, enda er félagið nú orðið að kjöl­festu­hlut­hafa í HB Granda.

Eigið fé Brims nam í árs­lok 2016 um 23 millj­örðum króna, en heild­ar­skuldir voru á sama tíma 31 millj­arður króna. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar enda keypti félagið hlut­inn í HB Granda fyrir um 22 millj­arða króna. 

Eins og fjallað var ítar­lega um á vef Kjarn­ans síð­ast­lið­inn föstu­dag, þá hefur Lands­bank­inn verið helsti við­skipta­banki Brims og Guð­mund­ar.

Umfangs­mikil við­skipti

Við­skiptin telj­ast veru­lega umfangs­mikil á íslenskan mæli­kvarða, en til sam­an­burðar þá er upp­hæðin sem til­kynnt hefur verið um hærri en sem nemur mark­aðsvirði Origo, áður Nýherja, en mark­aðsvirði þess félags er nú tæp­lega 10 millj­arð­ar. Þá jafn­gildir verðið um 56 pró­sent af mark­aðsvirði VÍS en mark­aðsvirði þess félags er 21,9 millj­arðar króna.

Auglýsing
Samkvæmt árs­reikn­ingi Ögur­víkur fyrir árið 2017 þá nam hagn­aður félags­ins 37 millj­ónum króna, sam­an­borið við 485,2 millj­ónir árið 2017.

Félagið var með 747 millj­ónir í eigið fé í lok árs. Eignir námu 6,25 millj­örðum króna en skuldir 5,5 millj­örðum króna. Þar af voru lang­tíma­skuldir í erlendri mynt, 4,8 millj­arðar króna.

Verð­mið­inn sem til­kynnt var um til kaup­hallar er því 16,4 sinnum eigið fé félags­ins, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra.

Umsvif Brims hf. hafa aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Ögurvík og rúmlega þriðjungshlut í HB Granda.

Allt annar marg­fald­ari

Til sam­an­burðar er verð­mið­inn á HB Granda nú 56,5 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins var um mitt þetta ár 250 millj­ónir evra, eða sem nemur um 32,5 millj­örðum króna. Mark­aðsvirðið er því 1,7 sinnum eigið fé félags­ins.

Heild­ar­eignir HB Granda námu um mitt þetta ár 514 millj­ónum evra, eða sem nemur um 66,8 millj­örðum króna.

Stærsti hlut­hafi HB Granda er Brim hf. með tæp­lega 38 pró­sent hlut. Aðrir stærstu hlut­hafar eru einkum líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 13,66 pró­sent, LSR 9,94 pró­sent, Gildi líf­eyr­is­sjóður 8,62 pró­sent, Birta líf­eyr­is­sjóður 3,95 pró­sent og aðrir hlut­hafar eiga minna, en sam­an­lagt 28,8 pró­sent. HB Grandi er eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið á Íslandi sem skráð er á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent