Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík

Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hyggst kaupa Ögur­vík ehf. fyrir 12,3 millj­arða króna, fáist til þess sam­þykki frá stjórn og hlut­hafa­fundi. Um þetta var til­kynnt 7. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni, segir í til­kynn­ingu. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. 

Brim hf., sem Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, á, er eig­andi Ögur­víkur en Brim keypti félagið í júlí 2016. Verð­mið­inn í þeim við­skiptum hefur ekki komið fram opin­ber­lega. Umsvif Brims hafa hins vegar auk­ist mikið að und­an­förnu, enda er félagið nú orðið að kjöl­festu­hlut­hafa í HB Granda.

Eigið fé Brims nam í árs­lok 2016 um 23 millj­örðum króna, en heild­ar­skuldir voru á sama tíma 31 millj­arður króna. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar enda keypti félagið hlut­inn í HB Granda fyrir um 22 millj­arða króna. 

Eins og fjallað var ítar­lega um á vef Kjarn­ans síð­ast­lið­inn föstu­dag, þá hefur Lands­bank­inn verið helsti við­skipta­banki Brims og Guð­mund­ar.

Umfangs­mikil við­skipti

Við­skiptin telj­ast veru­lega umfangs­mikil á íslenskan mæli­kvarða, en til sam­an­burðar þá er upp­hæðin sem til­kynnt hefur verið um hærri en sem nemur mark­aðsvirði Origo, áður Nýherja, en mark­aðsvirði þess félags er nú tæp­lega 10 millj­arð­ar. Þá jafn­gildir verðið um 56 pró­sent af mark­aðsvirði VÍS en mark­aðsvirði þess félags er 21,9 millj­arðar króna.

Auglýsing
Samkvæmt árs­reikn­ingi Ögur­víkur fyrir árið 2017 þá nam hagn­aður félags­ins 37 millj­ónum króna, sam­an­borið við 485,2 millj­ónir árið 2017.

Félagið var með 747 millj­ónir í eigið fé í lok árs. Eignir námu 6,25 millj­örðum króna en skuldir 5,5 millj­örðum króna. Þar af voru lang­tíma­skuldir í erlendri mynt, 4,8 millj­arðar króna.

Verð­mið­inn sem til­kynnt var um til kaup­hallar er því 16,4 sinnum eigið fé félags­ins, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra.

Umsvif Brims hf. hafa aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Ögurvík og rúmlega þriðjungshlut í HB Granda.

Allt annar marg­fald­ari

Til sam­an­burðar er verð­mið­inn á HB Granda nú 56,5 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins var um mitt þetta ár 250 millj­ónir evra, eða sem nemur um 32,5 millj­örðum króna. Mark­aðsvirðið er því 1,7 sinnum eigið fé félags­ins.

Heild­ar­eignir HB Granda námu um mitt þetta ár 514 millj­ónum evra, eða sem nemur um 66,8 millj­örðum króna.

Stærsti hlut­hafi HB Granda er Brim hf. með tæp­lega 38 pró­sent hlut. Aðrir stærstu hlut­hafar eru einkum líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 13,66 pró­sent, LSR 9,94 pró­sent, Gildi líf­eyr­is­sjóður 8,62 pró­sent, Birta líf­eyr­is­sjóður 3,95 pró­sent og aðrir hlut­hafar eiga minna, en sam­an­lagt 28,8 pró­sent. HB Grandi er eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið á Íslandi sem skráð er á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent