Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík

Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hyggst kaupa Ögurvík ehf. fyrir 12,3 milljarða króna, fáist til þess samþykki frá stjórn og hluthafafundi. Um þetta var tilkynnt 7. september síðastliðinn. Þá eru viðskiptin einnig háð samþykki Samkeppniseftirlitsins um samruna þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni, segir í tilkynningu. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs. 

Brim hf., sem Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, á, er eigandi Ögurvíkur en Brim keypti félagið í júlí 2016. Verðmiðinn í þeim viðskiptum hefur ekki komið fram opinberlega. Umsvif Brims hafa hins vegar aukist mikið að undanförnu, enda er félagið nú orðið að kjölfestuhluthafa í HB Granda.

Eigið fé Brims nam í árslok 2016 um 23 milljörðum króna, en heildarskuldir voru á sama tíma 31 milljarður króna. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar enda keypti félagið hlutinn í HB Granda fyrir um 22 milljarða króna. 

Eins og fjallað var ítarlega um á vef Kjarnans síðastliðinn föstudag, þá hefur Landsbankinn verið helsti viðskiptabanki Brims og Guðmundar.

Umfangsmikil viðskipti

Viðskiptin teljast verulega umfangsmikil á íslenskan mælikvarða, en til samanburðar þá er upphæðin sem tilkynnt hefur verið um hærri en sem nemur markaðsvirði Origo, áður Nýherja, en markaðsvirði þess félags er nú tæplega 10 milljarðar. Þá jafngildir verðið um 56 prósent af markaðsvirði VÍS en markaðsvirði þess félags er 21,9 milljarðar króna.

Auglýsing
Samkvæmt ársreikningi Ögurvíkur fyrir árið 2017 þá nam hagnaður félagsins 37 milljónum króna, samanborið við 485,2 milljónir árið 2017.

Félagið var með 747 milljónir í eigið fé í lok árs. Eignir námu 6,25 milljörðum króna en skuldir 5,5 milljörðum króna. Þar af voru langtímaskuldir í erlendri mynt, 4,8 milljarðar króna.

Verðmiðinn sem tilkynnt var um til kauphallar er því 16,4 sinnum eigið fé félagsins, miðað við stöðuna eins og hún var í lok árs í fyrra.

Umsvif Brims hf. hafa aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Ögurvík og rúmlega þriðjungshlut í HB Granda.

Allt annar margfaldari

Til samanburðar er verðmiðinn á HB Granda nú 56,5 milljarðar króna, en eigið fé félagsins var um mitt þetta ár 250 milljónir evra, eða sem nemur um 32,5 milljörðum króna. Markaðsvirðið er því 1,7 sinnum eigið fé félagsins.

Heildareignir HB Granda námu um mitt þetta ár 514 milljónum evra, eða sem nemur um 66,8 milljörðum króna.

Stærsti hluthafi HB Granda er Brim hf. með tæplega 38 prósent hlut. Aðrir stærstu hluthafar eru einkum lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,66 prósent, LSR 9,94 prósent, Gildi lífeyrissjóður 8,62 prósent, Birta lífeyrissjóður 3,95 prósent og aðrir hluthafar eiga minna, en samanlagt 28,8 prósent. HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi sem skráð er á aðallista kauphallar Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent