Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík

Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hyggst kaupa Ögur­vík ehf. fyrir 12,3 millj­arða króna, fáist til þess sam­þykki frá stjórn og hlut­hafa­fundi. Um þetta var til­kynnt 7. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni, segir í til­kynn­ingu. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. 

Brim hf., sem Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, á, er eig­andi Ögur­víkur en Brim keypti félagið í júlí 2016. Verð­mið­inn í þeim við­skiptum hefur ekki komið fram opin­ber­lega. Umsvif Brims hafa hins vegar auk­ist mikið að und­an­förnu, enda er félagið nú orðið að kjöl­festu­hlut­hafa í HB Granda.

Eigið fé Brims nam í árs­lok 2016 um 23 millj­örðum króna, en heild­ar­skuldir voru á sama tíma 31 millj­arður króna. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar enda keypti félagið hlut­inn í HB Granda fyrir um 22 millj­arða króna. 

Eins og fjallað var ítar­lega um á vef Kjarn­ans síð­ast­lið­inn föstu­dag, þá hefur Lands­bank­inn verið helsti við­skipta­banki Brims og Guð­mund­ar.

Umfangs­mikil við­skipti

Við­skiptin telj­ast veru­lega umfangs­mikil á íslenskan mæli­kvarða, en til sam­an­burðar þá er upp­hæðin sem til­kynnt hefur verið um hærri en sem nemur mark­aðsvirði Origo, áður Nýherja, en mark­aðsvirði þess félags er nú tæp­lega 10 millj­arð­ar. Þá jafn­gildir verðið um 56 pró­sent af mark­aðsvirði VÍS en mark­aðsvirði þess félags er 21,9 millj­arðar króna.

Auglýsing
Samkvæmt árs­reikn­ingi Ögur­víkur fyrir árið 2017 þá nam hagn­aður félags­ins 37 millj­ónum króna, sam­an­borið við 485,2 millj­ónir árið 2017.

Félagið var með 747 millj­ónir í eigið fé í lok árs. Eignir námu 6,25 millj­örðum króna en skuldir 5,5 millj­örðum króna. Þar af voru lang­tíma­skuldir í erlendri mynt, 4,8 millj­arðar króna.

Verð­mið­inn sem til­kynnt var um til kaup­hallar er því 16,4 sinnum eigið fé félags­ins, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra.

Umsvif Brims hf. hafa aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Ögurvík og rúmlega þriðjungshlut í HB Granda.

Allt annar marg­fald­ari

Til sam­an­burðar er verð­mið­inn á HB Granda nú 56,5 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins var um mitt þetta ár 250 millj­ónir evra, eða sem nemur um 32,5 millj­örðum króna. Mark­aðsvirðið er því 1,7 sinnum eigið fé félags­ins.

Heild­ar­eignir HB Granda námu um mitt þetta ár 514 millj­ónum evra, eða sem nemur um 66,8 millj­örðum króna.

Stærsti hlut­hafi HB Granda er Brim hf. með tæp­lega 38 pró­sent hlut. Aðrir stærstu hlut­hafar eru einkum líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 13,66 pró­sent, LSR 9,94 pró­sent, Gildi líf­eyr­is­sjóður 8,62 pró­sent, Birta líf­eyr­is­sjóður 3,95 pró­sent og aðrir hlut­hafar eiga minna, en sam­an­lagt 28,8 pró­sent. HB Grandi er eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið á Íslandi sem skráð er á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent