Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík

Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hyggst kaupa Ögur­vík ehf. fyrir 12,3 millj­arða króna, fáist til þess sam­þykki frá stjórn og hlut­hafa­fundi. Um þetta var til­kynnt 7. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni, segir í til­kynn­ingu. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. 

Brim hf., sem Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, á, er eig­andi Ögur­víkur en Brim keypti félagið í júlí 2016. Verð­mið­inn í þeim við­skiptum hefur ekki komið fram opin­ber­lega. Umsvif Brims hafa hins vegar auk­ist mikið að und­an­förnu, enda er félagið nú orðið að kjöl­festu­hlut­hafa í HB Granda.

Eigið fé Brims nam í árs­lok 2016 um 23 millj­örðum króna, en heild­ar­skuldir voru á sama tíma 31 millj­arður króna. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar enda keypti félagið hlut­inn í HB Granda fyrir um 22 millj­arða króna. 

Eins og fjallað var ítar­lega um á vef Kjarn­ans síð­ast­lið­inn föstu­dag, þá hefur Lands­bank­inn verið helsti við­skipta­banki Brims og Guð­mund­ar.

Umfangs­mikil við­skipti

Við­skiptin telj­ast veru­lega umfangs­mikil á íslenskan mæli­kvarða, en til sam­an­burðar þá er upp­hæðin sem til­kynnt hefur verið um hærri en sem nemur mark­aðsvirði Origo, áður Nýherja, en mark­aðsvirði þess félags er nú tæp­lega 10 millj­arð­ar. Þá jafn­gildir verðið um 56 pró­sent af mark­aðsvirði VÍS en mark­aðsvirði þess félags er 21,9 millj­arðar króna.

Auglýsing
Samkvæmt árs­reikn­ingi Ögur­víkur fyrir árið 2017 þá nam hagn­aður félags­ins 37 millj­ónum króna, sam­an­borið við 485,2 millj­ónir árið 2017.

Félagið var með 747 millj­ónir í eigið fé í lok árs. Eignir námu 6,25 millj­örðum króna en skuldir 5,5 millj­örðum króna. Þar af voru lang­tíma­skuldir í erlendri mynt, 4,8 millj­arðar króna.

Verð­mið­inn sem til­kynnt var um til kaup­hallar er því 16,4 sinnum eigið fé félags­ins, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra.

Umsvif Brims hf. hafa aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Ögurvík og rúmlega þriðjungshlut í HB Granda.

Allt annar marg­fald­ari

Til sam­an­burðar er verð­mið­inn á HB Granda nú 56,5 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins var um mitt þetta ár 250 millj­ónir evra, eða sem nemur um 32,5 millj­örðum króna. Mark­aðsvirðið er því 1,7 sinnum eigið fé félags­ins.

Heild­ar­eignir HB Granda námu um mitt þetta ár 514 millj­ónum evra, eða sem nemur um 66,8 millj­örðum króna.

Stærsti hlut­hafi HB Granda er Brim hf. með tæp­lega 38 pró­sent hlut. Aðrir stærstu hlut­hafar eru einkum líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 13,66 pró­sent, LSR 9,94 pró­sent, Gildi líf­eyr­is­sjóður 8,62 pró­sent, Birta líf­eyr­is­sjóður 3,95 pró­sent og aðrir hlut­hafar eiga minna, en sam­an­lagt 28,8 pró­sent. HB Grandi er eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið á Íslandi sem skráð er á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent