Færri karlar með framhaldsskólamenntun hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum

Á Íslandi eru fleiri karlar án framhaldsskólamenntunar á aldrinum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vestrænum ríkjum.

Fólk situr úti við Ingólfstorg
Auglýsing

Á Íslandi eru fleiri karlar án fram­halds­skóla­mennt­unar á aldr­inum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vest­rænum ríkj­um. Staða karla er aðeins verri á Ítal­íu, Spáni og Portú­gal af löndum Evr­ópu sem eiga aðild að OECD mennta­töl­fræð­inni. Um 24 pró­sent karla á þessum aldri hafa ekki lokið námi eftir grunn­skóla en hlut­fallið er 15 pró­sent fyrir kon­ur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að mun­ur­inn milli kynj­anna sé óvíða jafn mik­ill og á Íslandi eða 9 pró­sentu­stig og að því leyti svipar Ísland einnig til landa í sunn­an­verðri álf­unni. Í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi sé mun­ur­inn 3 til 4 pró­sent en í Dan­mörku er 7 pró­sentu­stiga mun­ur.

Mennt­un­ar­stig kvenna í þessum ald­urs­flokki er hærra en karla, eins og fyrr seg­ir. Hlut­fallið fyrir karla er 7 pró­sentu­stigum hærra en OECD með­al­talið en mun­ur­inn fyrir konur er aðeins einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­talið. Þetta hlut­fall hefur þó verið að minn­ka, segir í sam­an­tekt­inni. Árið 2007 var hlut­fall karla án fram­halds­skóla­mennt­unar í ald­urs­flokknum 25 til 34 ára 31 pró­sent og hefur því lækkað um 7 pró­sentu­stig á einum ára­tug. Þetta hlut­fall hefur farið lækk­andi almennt innan OECD og er lækk­unin að með­al­tali um 5 pró­sentu­stig á ára­tugn­um. 

Auglýsing

Finn­land stendur best að vígi

Hjá konum var sam­svar­andi lækkun því árið 2007 var hlut­fallið 28 pró­sent og hefur því lækkað um 13 pró­sentu­stig. Með­al­tals­lækkun hjá OECD var sömu­leiðis 5 pró­sentu­stig fyrir konur á tíma­bil­inu. Í Nor­egi hefur verið athygl­is­verð þróun því þar hefur hlut­fall bæði karla og kvenna sem hafa ekki lokið fram­halds­skóla­menntun í þessum ald­urs­flokki hækkað en ekki lækkað á ára­tugnum frá 2007 til 2017. 21 pró­sent karla og 17 pró­sent kvenna höfðu ekki lokið námi eftir grunn­skóla í Nor­egi árið 2017. 

Í Dan­mörku standa karla litlu betur en 21 pró­sent karla eru í sömu stöðu og 13 pró­sent kvenna. Í Sví­þjóð er sam­svar­andi hlut­fall 19 pró­sent fyrir karla og 15 pró­sent fyrir kon­ur. En Finn­land stendur áber­andi best að vígi á Norð­ur­lönd­unum að þessu leyti en þar var hlut­fallið 11 pró­sent fyrir karla og 8 pró­sent fyrir kon­ur.

Staðan betri varð­andi háskóla­menntun

Staðan á Íslandi er aftur á móti mun betri þegar litið er til háskóla­mennt­un­ar. Í ald­urs­flokknum 25 til 64 ára höfðu 21 pró­sent Íslend­inga lokið bakkalárs­gráðu árið 2017. Með­al­tals­hlut­fall OECD var 17 pró­sent. Íslend­ingar standa þannig betur að vígi en Norð­ur­lönd­in, hlut­fallið var 19 pró­sent í Nor­egi, 17 pró­sent í Sví­þjóð og Finn­landi en 21 pró­sent í Dan­mörku. 

Í sam­an­tekt­inni segir að þessar tölur komi á óvart því yfir­leitt hafi þeim tölum verið slegið fram sem hafa sýnt að Norð­ur­löndin standi mun framar en Ísland. En þessar tölur sýni að mun­ur­inn hefur aðal­lega verið fólg­inn í styttri náms­gráðum, diplóma­gráðum, sem eru mun algeng­ari á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi voru 3 pró­sent sem luku diplóma­gráðu en engri annarri æðri gráðu, en hlut­fallið í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku var á bil­inu 10 til 12 pró­sent.

Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa hlotið meistara­gráðu. Á Íslandi höfðu 17 pró­sent af fólki á aldr­inum 25 til 64 ára lokið meistara­gráðu árið 2017. Með­al­tal OECD var 12 pró­sent og á Norð­ur­löndum var hlut­fallið lægra en á Íslandi, 13 pró­sent í Dan­mörku, 11 pró­sent í Nor­egi, 14 pró­sent í Sví­þjóð og 15 pró­sent í Finn­landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent