Færri karlar með framhaldsskólamenntun hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum

Á Íslandi eru fleiri karlar án framhaldsskólamenntunar á aldrinum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vestrænum ríkjum.

Fólk situr úti við Ingólfstorg
Auglýsing

Á Íslandi eru fleiri karlar án fram­halds­skóla­mennt­unar á aldr­inum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vest­rænum ríkj­um. Staða karla er aðeins verri á Ítal­íu, Spáni og Portú­gal af löndum Evr­ópu sem eiga aðild að OECD mennta­töl­fræð­inni. Um 24 pró­sent karla á þessum aldri hafa ekki lokið námi eftir grunn­skóla en hlut­fallið er 15 pró­sent fyrir kon­ur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að mun­ur­inn milli kynj­anna sé óvíða jafn mik­ill og á Íslandi eða 9 pró­sentu­stig og að því leyti svipar Ísland einnig til landa í sunn­an­verðri álf­unni. Í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi sé mun­ur­inn 3 til 4 pró­sent en í Dan­mörku er 7 pró­sentu­stiga mun­ur.

Mennt­un­ar­stig kvenna í þessum ald­urs­flokki er hærra en karla, eins og fyrr seg­ir. Hlut­fallið fyrir karla er 7 pró­sentu­stigum hærra en OECD með­al­talið en mun­ur­inn fyrir konur er aðeins einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­talið. Þetta hlut­fall hefur þó verið að minn­ka, segir í sam­an­tekt­inni. Árið 2007 var hlut­fall karla án fram­halds­skóla­mennt­unar í ald­urs­flokknum 25 til 34 ára 31 pró­sent og hefur því lækkað um 7 pró­sentu­stig á einum ára­tug. Þetta hlut­fall hefur farið lækk­andi almennt innan OECD og er lækk­unin að með­al­tali um 5 pró­sentu­stig á ára­tugn­um. 

Auglýsing

Finn­land stendur best að vígi

Hjá konum var sam­svar­andi lækkun því árið 2007 var hlut­fallið 28 pró­sent og hefur því lækkað um 13 pró­sentu­stig. Með­al­tals­lækkun hjá OECD var sömu­leiðis 5 pró­sentu­stig fyrir konur á tíma­bil­inu. Í Nor­egi hefur verið athygl­is­verð þróun því þar hefur hlut­fall bæði karla og kvenna sem hafa ekki lokið fram­halds­skóla­menntun í þessum ald­urs­flokki hækkað en ekki lækkað á ára­tugnum frá 2007 til 2017. 21 pró­sent karla og 17 pró­sent kvenna höfðu ekki lokið námi eftir grunn­skóla í Nor­egi árið 2017. 

Í Dan­mörku standa karla litlu betur en 21 pró­sent karla eru í sömu stöðu og 13 pró­sent kvenna. Í Sví­þjóð er sam­svar­andi hlut­fall 19 pró­sent fyrir karla og 15 pró­sent fyrir kon­ur. En Finn­land stendur áber­andi best að vígi á Norð­ur­lönd­unum að þessu leyti en þar var hlut­fallið 11 pró­sent fyrir karla og 8 pró­sent fyrir kon­ur.

Staðan betri varð­andi háskóla­menntun

Staðan á Íslandi er aftur á móti mun betri þegar litið er til háskóla­mennt­un­ar. Í ald­urs­flokknum 25 til 64 ára höfðu 21 pró­sent Íslend­inga lokið bakkalárs­gráðu árið 2017. Með­al­tals­hlut­fall OECD var 17 pró­sent. Íslend­ingar standa þannig betur að vígi en Norð­ur­lönd­in, hlut­fallið var 19 pró­sent í Nor­egi, 17 pró­sent í Sví­þjóð og Finn­landi en 21 pró­sent í Dan­mörku. 

Í sam­an­tekt­inni segir að þessar tölur komi á óvart því yfir­leitt hafi þeim tölum verið slegið fram sem hafa sýnt að Norð­ur­löndin standi mun framar en Ísland. En þessar tölur sýni að mun­ur­inn hefur aðal­lega verið fólg­inn í styttri náms­gráðum, diplóma­gráðum, sem eru mun algeng­ari á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi voru 3 pró­sent sem luku diplóma­gráðu en engri annarri æðri gráðu, en hlut­fallið í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku var á bil­inu 10 til 12 pró­sent.

Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa hlotið meistara­gráðu. Á Íslandi höfðu 17 pró­sent af fólki á aldr­inum 25 til 64 ára lokið meistara­gráðu árið 2017. Með­al­tal OECD var 12 pró­sent og á Norð­ur­löndum var hlut­fallið lægra en á Íslandi, 13 pró­sent í Dan­mörku, 11 pró­sent í Nor­egi, 14 pró­sent í Sví­þjóð og 15 pró­sent í Finn­landi.

Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar
Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.
Kjarninn 14. desember 2018
Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent