Færri karlar með framhaldsskólamenntun hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum

Á Íslandi eru fleiri karlar án framhaldsskólamenntunar á aldrinum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vestrænum ríkjum.

Fólk situr úti við Ingólfstorg
Auglýsing

Á Íslandi eru fleiri karlar án fram­halds­skóla­mennt­unar á aldr­inum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vest­rænum ríkj­um. Staða karla er aðeins verri á Ítal­íu, Spáni og Portú­gal af löndum Evr­ópu sem eiga aðild að OECD mennta­töl­fræð­inni. Um 24 pró­sent karla á þessum aldri hafa ekki lokið námi eftir grunn­skóla en hlut­fallið er 15 pró­sent fyrir kon­ur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að mun­ur­inn milli kynj­anna sé óvíða jafn mik­ill og á Íslandi eða 9 pró­sentu­stig og að því leyti svipar Ísland einnig til landa í sunn­an­verðri álf­unni. Í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi sé mun­ur­inn 3 til 4 pró­sent en í Dan­mörku er 7 pró­sentu­stiga mun­ur.

Mennt­un­ar­stig kvenna í þessum ald­urs­flokki er hærra en karla, eins og fyrr seg­ir. Hlut­fallið fyrir karla er 7 pró­sentu­stigum hærra en OECD með­al­talið en mun­ur­inn fyrir konur er aðeins einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­talið. Þetta hlut­fall hefur þó verið að minn­ka, segir í sam­an­tekt­inni. Árið 2007 var hlut­fall karla án fram­halds­skóla­mennt­unar í ald­urs­flokknum 25 til 34 ára 31 pró­sent og hefur því lækkað um 7 pró­sentu­stig á einum ára­tug. Þetta hlut­fall hefur farið lækk­andi almennt innan OECD og er lækk­unin að með­al­tali um 5 pró­sentu­stig á ára­tugn­um. 

Auglýsing

Finn­land stendur best að vígi

Hjá konum var sam­svar­andi lækkun því árið 2007 var hlut­fallið 28 pró­sent og hefur því lækkað um 13 pró­sentu­stig. Með­al­tals­lækkun hjá OECD var sömu­leiðis 5 pró­sentu­stig fyrir konur á tíma­bil­inu. Í Nor­egi hefur verið athygl­is­verð þróun því þar hefur hlut­fall bæði karla og kvenna sem hafa ekki lokið fram­halds­skóla­menntun í þessum ald­urs­flokki hækkað en ekki lækkað á ára­tugnum frá 2007 til 2017. 21 pró­sent karla og 17 pró­sent kvenna höfðu ekki lokið námi eftir grunn­skóla í Nor­egi árið 2017. 

Í Dan­mörku standa karla litlu betur en 21 pró­sent karla eru í sömu stöðu og 13 pró­sent kvenna. Í Sví­þjóð er sam­svar­andi hlut­fall 19 pró­sent fyrir karla og 15 pró­sent fyrir kon­ur. En Finn­land stendur áber­andi best að vígi á Norð­ur­lönd­unum að þessu leyti en þar var hlut­fallið 11 pró­sent fyrir karla og 8 pró­sent fyrir kon­ur.

Staðan betri varð­andi háskóla­menntun

Staðan á Íslandi er aftur á móti mun betri þegar litið er til háskóla­mennt­un­ar. Í ald­urs­flokknum 25 til 64 ára höfðu 21 pró­sent Íslend­inga lokið bakkalárs­gráðu árið 2017. Með­al­tals­hlut­fall OECD var 17 pró­sent. Íslend­ingar standa þannig betur að vígi en Norð­ur­lönd­in, hlut­fallið var 19 pró­sent í Nor­egi, 17 pró­sent í Sví­þjóð og Finn­landi en 21 pró­sent í Dan­mörku. 

Í sam­an­tekt­inni segir að þessar tölur komi á óvart því yfir­leitt hafi þeim tölum verið slegið fram sem hafa sýnt að Norð­ur­löndin standi mun framar en Ísland. En þessar tölur sýni að mun­ur­inn hefur aðal­lega verið fólg­inn í styttri náms­gráðum, diplóma­gráðum, sem eru mun algeng­ari á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi voru 3 pró­sent sem luku diplóma­gráðu en engri annarri æðri gráðu, en hlut­fallið í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku var á bil­inu 10 til 12 pró­sent.

Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa hlotið meistara­gráðu. Á Íslandi höfðu 17 pró­sent af fólki á aldr­inum 25 til 64 ára lokið meistara­gráðu árið 2017. Með­al­tal OECD var 12 pró­sent og á Norð­ur­löndum var hlut­fallið lægra en á Íslandi, 13 pró­sent í Dan­mörku, 11 pró­sent í Nor­egi, 14 pró­sent í Sví­þjóð og 15 pró­sent í Finn­landi.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent