Færri karlar með framhaldsskólamenntun hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum

Á Íslandi eru fleiri karlar án framhaldsskólamenntunar á aldrinum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vestrænum ríkjum.

Fólk situr úti við Ingólfstorg
Auglýsing

Á Íslandi eru fleiri karlar án fram­halds­skóla­mennt­unar á aldr­inum 25 til 34 ára en í flestum öðrum vest­rænum ríkj­um. Staða karla er aðeins verri á Ítal­íu, Spáni og Portú­gal af löndum Evr­ópu sem eiga aðild að OECD mennta­töl­fræð­inni. Um 24 pró­sent karla á þessum aldri hafa ekki lokið námi eftir grunn­skóla en hlut­fallið er 15 pró­sent fyrir kon­ur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að mun­ur­inn milli kynj­anna sé óvíða jafn mik­ill og á Íslandi eða 9 pró­sentu­stig og að því leyti svipar Ísland einnig til landa í sunn­an­verðri álf­unni. Í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi sé mun­ur­inn 3 til 4 pró­sent en í Dan­mörku er 7 pró­sentu­stiga mun­ur.

Mennt­un­ar­stig kvenna í þessum ald­urs­flokki er hærra en karla, eins og fyrr seg­ir. Hlut­fallið fyrir karla er 7 pró­sentu­stigum hærra en OECD með­al­talið en mun­ur­inn fyrir konur er aðeins einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­talið. Þetta hlut­fall hefur þó verið að minn­ka, segir í sam­an­tekt­inni. Árið 2007 var hlut­fall karla án fram­halds­skóla­mennt­unar í ald­urs­flokknum 25 til 34 ára 31 pró­sent og hefur því lækkað um 7 pró­sentu­stig á einum ára­tug. Þetta hlut­fall hefur farið lækk­andi almennt innan OECD og er lækk­unin að með­al­tali um 5 pró­sentu­stig á ára­tugn­um. 

Auglýsing

Finn­land stendur best að vígi

Hjá konum var sam­svar­andi lækkun því árið 2007 var hlut­fallið 28 pró­sent og hefur því lækkað um 13 pró­sentu­stig. Með­al­tals­lækkun hjá OECD var sömu­leiðis 5 pró­sentu­stig fyrir konur á tíma­bil­inu. Í Nor­egi hefur verið athygl­is­verð þróun því þar hefur hlut­fall bæði karla og kvenna sem hafa ekki lokið fram­halds­skóla­menntun í þessum ald­urs­flokki hækkað en ekki lækkað á ára­tugnum frá 2007 til 2017. 21 pró­sent karla og 17 pró­sent kvenna höfðu ekki lokið námi eftir grunn­skóla í Nor­egi árið 2017. 

Í Dan­mörku standa karla litlu betur en 21 pró­sent karla eru í sömu stöðu og 13 pró­sent kvenna. Í Sví­þjóð er sam­svar­andi hlut­fall 19 pró­sent fyrir karla og 15 pró­sent fyrir kon­ur. En Finn­land stendur áber­andi best að vígi á Norð­ur­lönd­unum að þessu leyti en þar var hlut­fallið 11 pró­sent fyrir karla og 8 pró­sent fyrir kon­ur.

Staðan betri varð­andi háskóla­menntun

Staðan á Íslandi er aftur á móti mun betri þegar litið er til háskóla­mennt­un­ar. Í ald­urs­flokknum 25 til 64 ára höfðu 21 pró­sent Íslend­inga lokið bakkalárs­gráðu árið 2017. Með­al­tals­hlut­fall OECD var 17 pró­sent. Íslend­ingar standa þannig betur að vígi en Norð­ur­lönd­in, hlut­fallið var 19 pró­sent í Nor­egi, 17 pró­sent í Sví­þjóð og Finn­landi en 21 pró­sent í Dan­mörku. 

Í sam­an­tekt­inni segir að þessar tölur komi á óvart því yfir­leitt hafi þeim tölum verið slegið fram sem hafa sýnt að Norð­ur­löndin standi mun framar en Ísland. En þessar tölur sýni að mun­ur­inn hefur aðal­lega verið fólg­inn í styttri náms­gráðum, diplóma­gráðum, sem eru mun algeng­ari á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi voru 3 pró­sent sem luku diplóma­gráðu en engri annarri æðri gráðu, en hlut­fallið í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku var á bil­inu 10 til 12 pró­sent.

Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa hlotið meistara­gráðu. Á Íslandi höfðu 17 pró­sent af fólki á aldr­inum 25 til 64 ára lokið meistara­gráðu árið 2017. Með­al­tal OECD var 12 pró­sent og á Norð­ur­löndum var hlut­fallið lægra en á Íslandi, 13 pró­sent í Dan­mörku, 11 pró­sent í Nor­egi, 14 pró­sent í Sví­þjóð og 15 pró­sent í Finn­landi.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent