Persónuafsláttur hækkaður, tryggingagjald lækkað og barnabætur auknar

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða afgangi á næsta ári. Tekjur hans aukast um 52 milljarða en gjöld um 55 milljarða á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Auglýsing

Afgangur af rekstri rík­is­sjóðs verður 29 millj­arðar króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem verið er að kynna. Alls er gert ráð fyrir því að tekjur rík­is­sjóðs auk­ist um 52 millj­arða króna milli ára en útgjöld um 55 millj­arða króna.

Á meðal þeirra breyt­inga sem boð­aðar eru í frum­varp­inu eru hækkun á per­sónu­af­slætti um eitt pró­sentu­stig umfram lög­bundna 12 mán­aða hækkun vísi­tölu og að hækkun þrepa­marka efra skatt­þreps verði miðuð við vísi­tölu neyslu­verðs. Í til­kynn­ingu segir að við þetta verði jafn­ræði milli ólíkra tekju­hópa gagn­vart skatt­kerf­inu meira og skatt­greiðslur almenn­ings lækka um 1,7 millj­arða króna.

Þá á að hækka barna­bætur um 1,6 millj­arða króna frá gild­andi fjár­lögum sem er 16 pró­sent hækkun milli ára. Auk þess er gert ráð fyrir nýju þrepi skerð­ingar á á barna­bótum sem er ætlað að tryggja að hækk­unin skili sér fyrst og fremst til lág­tekju- og lægri milli­tekju­hópa. Vaxta­bætur verða einnig hækk­aðar um 13 pró­sent frá áætlun um umfang þeirra á þessu ári.

Auglýsing

Trygg­inga­gjaldið verður lækkað í byrjun næsta árs um 0,25 pró­sent og aftur um sömu pró­sentu­tölu í árs­byrjun 2020. Sam­an­lagt munu þessi tvö lækk­un­ar­skref skila 9,3 pró­sent lækkun á gjald­inu.

Stuðn­ingur vegna hús­næðis verður sam­tals 25,4 millj­arðar

Stuðn­ingur vegna hús­næðis á að aukast um 900 millj­ónir króna á næsta ári og verður þá 25,4 millj­arðar króna alls. Sá stuðn­ingur er veittur eftir nokkrum leið­um, til dæmis í formi hús­næð­is­bóta, með stofn­fram­lagi til bygg­ingar almennra íbúða og útgreiðslu vaxta­bóta.

Fram­lög til heil­brigð­is­mála verða aukin um 12,6 millj­arða króna á árinu 2019 en þar vega þyngst fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala. Alls er áætlað að 7,2 millj­arðar króna fari í þær á árinu. Þá stendur til að auka fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mála um 13,3 millj­arða króna.

Fjár­fest­ingar í innviðum verða aukna meðal ann­ars með 5,5 millj­arða króna aukn­ingu til sam­göngu­mála vegna tíma­bund­ins átaks í sam­göngu­málum á árunum 2019-2021 sem fjár­magnað verður með tíma­bundnum umfram­arð­greiðslum fjár­mála­fyr­ir­tækja líkt og boðað var í gild­andi fjár­­­mála­­á­ætl­un. Gert er ráð fyrir að fram­lög til sam­göngu- og fjar­skipta­­mála verði aukin um níu pró­sent á árinu 2019 en fram­lög til mála­flokks­ins verða ríf­lega 43,6 millj­arðar króna.

Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs hafa lækkað um 26 millj­arða

Skuldir rík­is­sjóðs hafa lækkað hratt síð­ustu ár. Á sex ára tíma­bili hafa þær lækkað um sam­tals 658 millj­arða króna. Þar skiptir mestu greiðslur frá slita­búum föllnu bank­anna vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna sem und­ir­rit­aðir voru árið 2015. Þegar skuld­irnar voru sem mest­ar, árið 2011, voru þær 86 pró­sent af lands­fram­leiðslu en verða 31 pró­sent í lok árs 2018. „Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækk­uðu skuldir rík­is­sjóðs um 88 ma.kr. en það sam­svarar því að skuldir hafi lækkað um 10 millj­ónir á klukku­stund.“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Skuldir rík­is­sjóðs munu fara undir við­mið fjár­mála­reglna laga um opin­ber fjár­mál í fyrsta sinn á næsta ári og útlit er fyrir að vaxta­gjöld verði um 26 millj­örðum krónum lægri á næsta ári en þau voru árið 2011.

Í til­kynn­ing­unni segir að lok­um: „Auk þess sem skuldir rík­is­sjóðs hafa verið lækk­aðar hafa háar fjár­hæðir verið greiddar inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, en þessar aðgerðir auka sjálf­bærni rík­is­fjár­mál­anna til langs tíma litið og koma í veg fyrir að núlif­andi kyn­slóðir taki út lífs­kjör á kostnað þeirra sem á eftir koma. Áformuð stofnun Þjóð­ar­sjóðs með laga­setn­ingu á þessu þingi, sem ætlað er að safna upp arði af orku­auð­lind­um, getur stutt við þessa stefnu um sjálf­bærni opin­berra fjár­mála.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent