Persónuafsláttur hækkaður, tryggingagjald lækkað og barnabætur auknar

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða afgangi á næsta ári. Tekjur hans aukast um 52 milljarða en gjöld um 55 milljarða á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Auglýsing

Afgangur af rekstri rík­is­sjóðs verður 29 millj­arðar króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem verið er að kynna. Alls er gert ráð fyrir því að tekjur rík­is­sjóðs auk­ist um 52 millj­arða króna milli ára en útgjöld um 55 millj­arða króna.

Á meðal þeirra breyt­inga sem boð­aðar eru í frum­varp­inu eru hækkun á per­sónu­af­slætti um eitt pró­sentu­stig umfram lög­bundna 12 mán­aða hækkun vísi­tölu og að hækkun þrepa­marka efra skatt­þreps verði miðuð við vísi­tölu neyslu­verðs. Í til­kynn­ingu segir að við þetta verði jafn­ræði milli ólíkra tekju­hópa gagn­vart skatt­kerf­inu meira og skatt­greiðslur almenn­ings lækka um 1,7 millj­arða króna.

Þá á að hækka barna­bætur um 1,6 millj­arða króna frá gild­andi fjár­lögum sem er 16 pró­sent hækkun milli ára. Auk þess er gert ráð fyrir nýju þrepi skerð­ingar á á barna­bótum sem er ætlað að tryggja að hækk­unin skili sér fyrst og fremst til lág­tekju- og lægri milli­tekju­hópa. Vaxta­bætur verða einnig hækk­aðar um 13 pró­sent frá áætlun um umfang þeirra á þessu ári.

Auglýsing

Trygg­inga­gjaldið verður lækkað í byrjun næsta árs um 0,25 pró­sent og aftur um sömu pró­sentu­tölu í árs­byrjun 2020. Sam­an­lagt munu þessi tvö lækk­un­ar­skref skila 9,3 pró­sent lækkun á gjald­inu.

Stuðn­ingur vegna hús­næðis verður sam­tals 25,4 millj­arðar

Stuðn­ingur vegna hús­næðis á að aukast um 900 millj­ónir króna á næsta ári og verður þá 25,4 millj­arðar króna alls. Sá stuðn­ingur er veittur eftir nokkrum leið­um, til dæmis í formi hús­næð­is­bóta, með stofn­fram­lagi til bygg­ingar almennra íbúða og útgreiðslu vaxta­bóta.

Fram­lög til heil­brigð­is­mála verða aukin um 12,6 millj­arða króna á árinu 2019 en þar vega þyngst fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala. Alls er áætlað að 7,2 millj­arðar króna fari í þær á árinu. Þá stendur til að auka fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mála um 13,3 millj­arða króna.

Fjár­fest­ingar í innviðum verða aukna meðal ann­ars með 5,5 millj­arða króna aukn­ingu til sam­göngu­mála vegna tíma­bund­ins átaks í sam­göngu­málum á árunum 2019-2021 sem fjár­magnað verður með tíma­bundnum umfram­arð­greiðslum fjár­mála­fyr­ir­tækja líkt og boðað var í gild­andi fjár­­­mála­­á­ætl­un. Gert er ráð fyrir að fram­lög til sam­göngu- og fjar­skipta­­mála verði aukin um níu pró­sent á árinu 2019 en fram­lög til mála­flokks­ins verða ríf­lega 43,6 millj­arðar króna.

Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs hafa lækkað um 26 millj­arða

Skuldir rík­is­sjóðs hafa lækkað hratt síð­ustu ár. Á sex ára tíma­bili hafa þær lækkað um sam­tals 658 millj­arða króna. Þar skiptir mestu greiðslur frá slita­búum föllnu bank­anna vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna sem und­ir­rit­aðir voru árið 2015. Þegar skuld­irnar voru sem mest­ar, árið 2011, voru þær 86 pró­sent af lands­fram­leiðslu en verða 31 pró­sent í lok árs 2018. „Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækk­uðu skuldir rík­is­sjóðs um 88 ma.kr. en það sam­svarar því að skuldir hafi lækkað um 10 millj­ónir á klukku­stund.“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Skuldir rík­is­sjóðs munu fara undir við­mið fjár­mála­reglna laga um opin­ber fjár­mál í fyrsta sinn á næsta ári og útlit er fyrir að vaxta­gjöld verði um 26 millj­örðum krónum lægri á næsta ári en þau voru árið 2011.

Í til­kynn­ing­unni segir að lok­um: „Auk þess sem skuldir rík­is­sjóðs hafa verið lækk­aðar hafa háar fjár­hæðir verið greiddar inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, en þessar aðgerðir auka sjálf­bærni rík­is­fjár­mál­anna til langs tíma litið og koma í veg fyrir að núlif­andi kyn­slóðir taki út lífs­kjör á kostnað þeirra sem á eftir koma. Áformuð stofnun Þjóð­ar­sjóðs með laga­setn­ingu á þessu þingi, sem ætlað er að safna upp arði af orku­auð­lind­um, getur stutt við þessa stefnu um sjálf­bærni opin­berra fjár­mála.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent