Persónuafsláttur hækkaður, tryggingagjald lækkað og barnabætur auknar

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða afgangi á næsta ári. Tekjur hans aukast um 52 milljarða en gjöld um 55 milljarða á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Auglýsing

Afgangur af rekstri rík­is­sjóðs verður 29 millj­arðar króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem verið er að kynna. Alls er gert ráð fyrir því að tekjur rík­is­sjóðs auk­ist um 52 millj­arða króna milli ára en útgjöld um 55 millj­arða króna.

Á meðal þeirra breyt­inga sem boð­aðar eru í frum­varp­inu eru hækkun á per­sónu­af­slætti um eitt pró­sentu­stig umfram lög­bundna 12 mán­aða hækkun vísi­tölu og að hækkun þrepa­marka efra skatt­þreps verði miðuð við vísi­tölu neyslu­verðs. Í til­kynn­ingu segir að við þetta verði jafn­ræði milli ólíkra tekju­hópa gagn­vart skatt­kerf­inu meira og skatt­greiðslur almenn­ings lækka um 1,7 millj­arða króna.

Þá á að hækka barna­bætur um 1,6 millj­arða króna frá gild­andi fjár­lögum sem er 16 pró­sent hækkun milli ára. Auk þess er gert ráð fyrir nýju þrepi skerð­ingar á á barna­bótum sem er ætlað að tryggja að hækk­unin skili sér fyrst og fremst til lág­tekju- og lægri milli­tekju­hópa. Vaxta­bætur verða einnig hækk­aðar um 13 pró­sent frá áætlun um umfang þeirra á þessu ári.

Auglýsing

Trygg­inga­gjaldið verður lækkað í byrjun næsta árs um 0,25 pró­sent og aftur um sömu pró­sentu­tölu í árs­byrjun 2020. Sam­an­lagt munu þessi tvö lækk­un­ar­skref skila 9,3 pró­sent lækkun á gjald­inu.

Stuðn­ingur vegna hús­næðis verður sam­tals 25,4 millj­arðar

Stuðn­ingur vegna hús­næðis á að aukast um 900 millj­ónir króna á næsta ári og verður þá 25,4 millj­arðar króna alls. Sá stuðn­ingur er veittur eftir nokkrum leið­um, til dæmis í formi hús­næð­is­bóta, með stofn­fram­lagi til bygg­ingar almennra íbúða og útgreiðslu vaxta­bóta.

Fram­lög til heil­brigð­is­mála verða aukin um 12,6 millj­arða króna á árinu 2019 en þar vega þyngst fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala. Alls er áætlað að 7,2 millj­arðar króna fari í þær á árinu. Þá stendur til að auka fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mála um 13,3 millj­arða króna.

Fjár­fest­ingar í innviðum verða aukna meðal ann­ars með 5,5 millj­arða króna aukn­ingu til sam­göngu­mála vegna tíma­bund­ins átaks í sam­göngu­málum á árunum 2019-2021 sem fjár­magnað verður með tíma­bundnum umfram­arð­greiðslum fjár­mála­fyr­ir­tækja líkt og boðað var í gild­andi fjár­­­mála­­á­ætl­un. Gert er ráð fyrir að fram­lög til sam­göngu- og fjar­skipta­­mála verði aukin um níu pró­sent á árinu 2019 en fram­lög til mála­flokks­ins verða ríf­lega 43,6 millj­arðar króna.

Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs hafa lækkað um 26 millj­arða

Skuldir rík­is­sjóðs hafa lækkað hratt síð­ustu ár. Á sex ára tíma­bili hafa þær lækkað um sam­tals 658 millj­arða króna. Þar skiptir mestu greiðslur frá slita­búum föllnu bank­anna vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna sem und­ir­rit­aðir voru árið 2015. Þegar skuld­irnar voru sem mest­ar, árið 2011, voru þær 86 pró­sent af lands­fram­leiðslu en verða 31 pró­sent í lok árs 2018. „Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækk­uðu skuldir rík­is­sjóðs um 88 ma.kr. en það sam­svarar því að skuldir hafi lækkað um 10 millj­ónir á klukku­stund.“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Skuldir rík­is­sjóðs munu fara undir við­mið fjár­mála­reglna laga um opin­ber fjár­mál í fyrsta sinn á næsta ári og útlit er fyrir að vaxta­gjöld verði um 26 millj­örðum krónum lægri á næsta ári en þau voru árið 2011.

Í til­kynn­ing­unni segir að lok­um: „Auk þess sem skuldir rík­is­sjóðs hafa verið lækk­aðar hafa háar fjár­hæðir verið greiddar inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, en þessar aðgerðir auka sjálf­bærni rík­is­fjár­mál­anna til langs tíma litið og koma í veg fyrir að núlif­andi kyn­slóðir taki út lífs­kjör á kostnað þeirra sem á eftir koma. Áformuð stofnun Þjóð­ar­sjóðs með laga­setn­ingu á þessu þingi, sem ætlað er að safna upp arði af orku­auð­lind­um, getur stutt við þessa stefnu um sjálf­bærni opin­berra fjár­mála.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent