Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki sammála stefnu ráðherra

Átök virðast í uppsiglingu milli ríkisstjórnarflokka um þá stefnu sem eigi að fara í heilbrigðismálum. Heilbrigðisráðherra vill auka opinberan rekstur en þingmenn Sjálfstæðisflokks tryggja einkarekstri hlutverk.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins segj­ast hafa áhyggjur af þeirri veg­ferð sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sé í varð­andi rekstur í heil­brigð­is­kerf­inu. Þrír þeirra skrif­uðu grein í Morg­un­blaðið um liðna helgi þar sem þeir lýstu þeir áhyggj­um. Á meðal þeirra var Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það sem fer helst fyrir brjóstið á þing­mönn­unum er sú stefna Svan­dísar að auka starf­semi opin­berrar heil­brigð­is­þjón­ustu en á sama tíma að draga úr fram­lagi sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga og heil­brigð­is­stofn­ana sem reknar eru í einka­rekstri og með hagn­að­ar­sjón­ar­miði. „Það er að okkar mati röng stefna og nauð­syn­legt er, áður en stór skef verða stig­in, að fyrir liggi lang­tíma­á­ætlun í heil­brigð­is­málum okk­ar.[...]­Mark­miðið á að vera að leita allra leiða til að bæta þjón­ustu við fólk og nýt­ingu fjár­muna, í stað þess að leggja stein í götu einka­rekst­urs í heil­brigð­is­kerf­inu, sem sann­ar­lega mun leiða til bættrar þjón­ustu, betri nýt­ingar fjár­muna og stytt­ingar biðlista – öllum til hags­bóta.“ Auk Áslaugar eru höf­undar grein­ar­innar Jón Gunn­ars­son og Brynjar Níels­son.

Fjallað er um málið í Frétta­blað­inu í dag. Þar er haft eftir Brynj­ari að það sé mik­il­vægt fyrir flokk­inn að árétta stefnu sína gagn­vart kjós­endum sín­um. „Okkar kjós­endur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sam­mála ráð­herr­an­um. Við verðum að láta vita að við erum ekki sam­mála hon­um.“

Auglýsing

Þing­menn Vinstri grænna hafa boðað fram­lagn­ingu frum­varps sem hefur það mark­mið að tryggja að ráð­herra semji ekki við fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­þjón­ustu sem eru rekin í hagn­að­ar­skyni. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnu­dag sagði Ólafur Þór Gunn­ars­son, sem er á meðal þing­manna sem leggja fram frum­varp­ið, að það sé lagt fram vegna þess að það sé „ákveðið ákall í sam­fé­lag­inu um það að heil­brigð­is­þjón­usta verði ekki hagn­að­ar­drifin og að það eigi ekki að nota pen­inga sam­fé­lags­ins til að greiða út arð í fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, tjáði sig einnig um málið á Face­book-­síðu sinni á sunnu­dag. Þar sagði hún að þegar hún og Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, hafi greitt atkvæði með van­trausti á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra á sínum tíma hafi Sjálf­stæð­is­menn látið þau finna fyrir því í þing­störfum og sent frá sér yfir­lýs­ingar um að þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna hefði fækkað um tvo. Það hafi meðal ann­ars Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gert. „Hvað má þá kalla þing­menn­ina þrjá sem skrif­uðu Mogga­grein í gær gegn heil­brigð­is­ráð­herra VG og leyfa sér að hjóla í ráð­herra sam­starfs­flokks með tudda­legu orða­lagi ? Þessir þrír þing­menn - og fjórði þing­mað­ur­inn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Óli Björn Kára­son, sem hefur gagn­rýnt stefnu heil­brigð­is­ráð­herra VG með reglu­bundnum hætti í Morg­un­blaðið að und­anförnu - sam­þykktu þetta stjórn­ar­sam­starf við VG án nokk­urra athuga­semda...en vega nú að heil­brigð­is­ráð­herra VG með opin­berum hætt­i,“ segir Rósa í stöðu­upp­færslu sinni.

Þar segir hún enn fremur að ákall sé um það meðal þjóð­ar­innar að reisa við íslenska heil­brigð­is­kerfi. „Nú, þegar rík­is­sjóður hefur aldrei verið gild­ari, hlýtur betri, opin­ber grunn-heil­brigð­is­þjón­usta fyrir alla; óháð efna­hag, stétt eða stöðu að vera í algjörum for­gangi. Síðan getum við rætt hvers konar fyr­ir­komu­lag við höfum þegar varðar einka­rekna sér­lækna­þjón­ustu í heil­brigð­is­þjón­ustu. En ekki fyrr en hitt er tryggt. Ef þing­menn­irnir þrír skilja það ekki, hefðu þeir betur átt að neita að sam­þykkja rík­is­stjórn­ar­sam­starf við VG - það hefði verið heið­ar­legra.“

Ég er þarna ofur­hress á svip í Silfr­inu í dag ;-) Þegar við Andrés Ingi greiddum atkvæði með van­trausti á Sig­ríð­i...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Sunday, Sept­em­ber 16, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent