Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki sammála stefnu ráðherra

Átök virðast í uppsiglingu milli ríkisstjórnarflokka um þá stefnu sem eigi að fara í heilbrigðismálum. Heilbrigðisráðherra vill auka opinberan rekstur en þingmenn Sjálfstæðisflokks tryggja einkarekstri hlutverk.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins segj­ast hafa áhyggjur af þeirri veg­ferð sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sé í varð­andi rekstur í heil­brigð­is­kerf­inu. Þrír þeirra skrif­uðu grein í Morg­un­blaðið um liðna helgi þar sem þeir lýstu þeir áhyggj­um. Á meðal þeirra var Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það sem fer helst fyrir brjóstið á þing­mönn­unum er sú stefna Svan­dísar að auka starf­semi opin­berrar heil­brigð­is­þjón­ustu en á sama tíma að draga úr fram­lagi sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga og heil­brigð­is­stofn­ana sem reknar eru í einka­rekstri og með hagn­að­ar­sjón­ar­miði. „Það er að okkar mati röng stefna og nauð­syn­legt er, áður en stór skef verða stig­in, að fyrir liggi lang­tíma­á­ætlun í heil­brigð­is­málum okk­ar.[...]­Mark­miðið á að vera að leita allra leiða til að bæta þjón­ustu við fólk og nýt­ingu fjár­muna, í stað þess að leggja stein í götu einka­rekst­urs í heil­brigð­is­kerf­inu, sem sann­ar­lega mun leiða til bættrar þjón­ustu, betri nýt­ingar fjár­muna og stytt­ingar biðlista – öllum til hags­bóta.“ Auk Áslaugar eru höf­undar grein­ar­innar Jón Gunn­ars­son og Brynjar Níels­son.

Fjallað er um málið í Frétta­blað­inu í dag. Þar er haft eftir Brynj­ari að það sé mik­il­vægt fyrir flokk­inn að árétta stefnu sína gagn­vart kjós­endum sín­um. „Okkar kjós­endur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sam­mála ráð­herr­an­um. Við verðum að láta vita að við erum ekki sam­mála hon­um.“

Auglýsing

Þing­menn Vinstri grænna hafa boðað fram­lagn­ingu frum­varps sem hefur það mark­mið að tryggja að ráð­herra semji ekki við fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­þjón­ustu sem eru rekin í hagn­að­ar­skyni. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnu­dag sagði Ólafur Þór Gunn­ars­son, sem er á meðal þing­manna sem leggja fram frum­varp­ið, að það sé lagt fram vegna þess að það sé „ákveðið ákall í sam­fé­lag­inu um það að heil­brigð­is­þjón­usta verði ekki hagn­að­ar­drifin og að það eigi ekki að nota pen­inga sam­fé­lags­ins til að greiða út arð í fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, tjáði sig einnig um málið á Face­book-­síðu sinni á sunnu­dag. Þar sagði hún að þegar hún og Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, hafi greitt atkvæði með van­trausti á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra á sínum tíma hafi Sjálf­stæð­is­menn látið þau finna fyrir því í þing­störfum og sent frá sér yfir­lýs­ingar um að þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna hefði fækkað um tvo. Það hafi meðal ann­ars Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gert. „Hvað má þá kalla þing­menn­ina þrjá sem skrif­uðu Mogga­grein í gær gegn heil­brigð­is­ráð­herra VG og leyfa sér að hjóla í ráð­herra sam­starfs­flokks með tudda­legu orða­lagi ? Þessir þrír þing­menn - og fjórði þing­mað­ur­inn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Óli Björn Kára­son, sem hefur gagn­rýnt stefnu heil­brigð­is­ráð­herra VG með reglu­bundnum hætti í Morg­un­blaðið að und­anförnu - sam­þykktu þetta stjórn­ar­sam­starf við VG án nokk­urra athuga­semda...en vega nú að heil­brigð­is­ráð­herra VG með opin­berum hætt­i,“ segir Rósa í stöðu­upp­færslu sinni.

Þar segir hún enn fremur að ákall sé um það meðal þjóð­ar­innar að reisa við íslenska heil­brigð­is­kerfi. „Nú, þegar rík­is­sjóður hefur aldrei verið gild­ari, hlýtur betri, opin­ber grunn-heil­brigð­is­þjón­usta fyrir alla; óháð efna­hag, stétt eða stöðu að vera í algjörum for­gangi. Síðan getum við rætt hvers konar fyr­ir­komu­lag við höfum þegar varðar einka­rekna sér­lækna­þjón­ustu í heil­brigð­is­þjón­ustu. En ekki fyrr en hitt er tryggt. Ef þing­menn­irnir þrír skilja það ekki, hefðu þeir betur átt að neita að sam­þykkja rík­is­stjórn­ar­sam­starf við VG - það hefði verið heið­ar­legra.“

Ég er þarna ofur­hress á svip í Silfr­inu í dag ;-) Þegar við Andrés Ingi greiddum atkvæði með van­trausti á Sig­ríð­i...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Sunday, Sept­em­ber 16, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent