Vilja heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum

Búið er að leggja fram drög að frumvarpi til lagabreytinga sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Markmiðið er m.a. að bæta aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu.

landspitalinn_15416919303_o.jpg
Auglýsing

Óskað er eftir athuga­semdum við drög að frum­varpi til laga­breyt­inga sem heim­ilar hjúkr­un­ar­fræð­ingum og ljós­mæðrum að ávísa horm­óna­tengdum getn­að­ar­vörn­um. Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Mark­miðið er að bæta aðgengi kvenna að kyn­heil­brigð­is­þjón­ustu, efla og styrkja þjón­ust­una og að nýta betur fag­þekk­ingu hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar á þessu sviði, sam­kvæmt frétt­inn­i. 

Frum­varpið hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og er umsagn­ar­frestur til 24. sept­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing

Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir að heim­ild hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra til að ávísa horm­óna­tengdum getn­að­ar­vörnum verði bundin því skil­yrði að við­kom­andi starfi á heil­brigð­is­stofnun þar sem heilsu­gæsla, kven­lækn­inga- eða fæð­ing­ar­þjón­usta er veitt. 

Land­læknir mun veita hjúkr­un­ar­fræð­ingum og ljós­mæðrum leyfi til lyfja­á­vís­unar að upp­fylltum nánar til­greindum skil­yrðum sem fram koma í reglu­gerð sem ráð­herra set­ur. Meðal þess­ara skil­yrða verður að við­kom­andi leyf­is­um­sækj­andi hafi sótt og stað­ist fræði­legt og klínískt nám­skeið um lyfja­á­vís­an­ir. 

Ákvörðun um áhersl­ur, inni­hald, fyr­ir­komu­lag og fram­kvæmd nám­skeiðs­ins verður hjá Emb­ætti land­lækn­is. Emb­ætti land­læknis mun síðan hafa eft­ir­lit með lyfja­á­vís­unum hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra sem heim­ild hafa fengið til að ávísa horm­óna­tengdum getn­að­ar­vörn­um, sams konar eft­ir­lit og emb­ættið hefur með lyfja­á­vís­unum lækna og tann­lækna í sam­ræmi við ákvæði laga um land­lækni og lýð­heilsu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent