Sagt vera útlit fyrir tap á árinu hjá Icelandair - Reiði hjá flugfreyjum

Flugfreyjum í hlutastarfi verður gert að velja á milli þess að vera í fullu starfi eða engu starfi.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Flug­freyjum og flug­þjónum í hluta­starfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi ellegar missa vinn­una. Upp­lýs­ingar um þetta fengu flug­freyjur og flug­þjónar í gær í tölvu­pósti, en tölu­verð reiði er meðal þess hóps sem þessi ákvörðun nær til. 

Í tölvu­póst­inum segir jafn­framt að breytt staða Icelandair kalli á breyt­ing­ar. „Nú er útlit fyrir að fyr­ir­tækið verði ekki rekið með hagn­aði árið 2018 og er það grafal­var­leg staða, enda byggja fyr­ir­tæki fram­tíð sína á að geta fjár­fest í upp­bygg­ingu og þróun til að vaxa og dafna,“ segir í tölvu­póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur afrit af.

Í við­tali við Vísi segir for­maður Flug­freyju­fé­lags­ins, Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, að þessar aðgerðir séu gróft brot á kjara­samn­ingi flug­freyja og því mikið áfall. 

Auglýsing

Icelandair sendi síð­ast frá sér afkomu­við­vörun 27. ágúst síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt upp­færðri afkomu­spá mun afkoma árs­ins verða lægri en gert var ráð fyr­ir. Félagið áætlar að EBITDA (rekstr­ar­hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta)  árs­ins 2018 verði á bil­inu 80-100 millj­ónir USD, eða sem nemur um ríf­lega 8,5 til 11 millj­arða.

Ástæðan fyrir slak­ari afkomu er meðal ann­ars tölu­vert lægri tekjur en upp­haf­lega var áætl­að, eða sem nemur 5 til 8 pró­sent lægri. 

Í afkomutil­kynn­ingu félags­ins eru þrjár ástæður einkum nefnd­ar, fyrir verri afkomu en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

„Í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð sein­ustu afkomu­spár að með­al­far­gjöld á sein­ustu mán­uðum árs­ins myndu hækka, meðal ann­ars í takt við kostn­að­ar­hækk­anir flug­fé­laga. Við teljum nú að þessar hækk­anir muni skila sér síð­ar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019.

Í öðru lagi hefur inn­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins ekki gengið nægi­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Vegna þessa hafa spálík­ön, sem meðal ann­ars byggja á sögu­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­færð tekju­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­ir.

Það er mat okkar að lækkun far­þega­tekna Icelandair sem rekja megi til fyrr­greindra breyt­inga sé á bil­inu 5-8% (50-80 millj­ónir USD) á árs­grund­velli. Eins og kom fram í upp­lýs­ingum sem félagið sendi frá sér í tengslum við birt­ingu upp­gjörs á afkomu ann­ars árs­fjórð­ungs, hefur þegar verið gripið til aðgerða til að bregð­ast við þess­ari þró­un. Þær aðgerðir eru farnar að skila árangri en við áætlum að það muni taka nokkra mán­uði að sjá áhrif þeirra í afkomu félags­ins. Við metum þessi nei­kvæðu áhrif á tekjur á þessu ári sem ein­skipt­islið­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 35 millj­arðar króna en eigið félags­ins var um mitt þetta ár 55 millj­arðar króna. Hagn­aður Icelandair á síð­asta ári nam 3,9 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent