Sagt vera útlit fyrir tap á árinu hjá Icelandair - Reiði hjá flugfreyjum

Flugfreyjum í hlutastarfi verður gert að velja á milli þess að vera í fullu starfi eða engu starfi.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Flug­freyjum og flug­þjónum í hluta­starfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi ellegar missa vinn­una. Upp­lýs­ingar um þetta fengu flug­freyjur og flug­þjónar í gær í tölvu­pósti, en tölu­verð reiði er meðal þess hóps sem þessi ákvörðun nær til. 

Í tölvu­póst­inum segir jafn­framt að breytt staða Icelandair kalli á breyt­ing­ar. „Nú er útlit fyrir að fyr­ir­tækið verði ekki rekið með hagn­aði árið 2018 og er það grafal­var­leg staða, enda byggja fyr­ir­tæki fram­tíð sína á að geta fjár­fest í upp­bygg­ingu og þróun til að vaxa og dafna,“ segir í tölvu­póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur afrit af.

Í við­tali við Vísi segir for­maður Flug­freyju­fé­lags­ins, Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, að þessar aðgerðir séu gróft brot á kjara­samn­ingi flug­freyja og því mikið áfall. 

Auglýsing

Icelandair sendi síð­ast frá sér afkomu­við­vörun 27. ágúst síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt upp­færðri afkomu­spá mun afkoma árs­ins verða lægri en gert var ráð fyr­ir. Félagið áætlar að EBITDA (rekstr­ar­hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta)  árs­ins 2018 verði á bil­inu 80-100 millj­ónir USD, eða sem nemur um ríf­lega 8,5 til 11 millj­arða.

Ástæðan fyrir slak­ari afkomu er meðal ann­ars tölu­vert lægri tekjur en upp­haf­lega var áætl­að, eða sem nemur 5 til 8 pró­sent lægri. 

Í afkomutil­kynn­ingu félags­ins eru þrjár ástæður einkum nefnd­ar, fyrir verri afkomu en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

„Í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð sein­ustu afkomu­spár að með­al­far­gjöld á sein­ustu mán­uðum árs­ins myndu hækka, meðal ann­ars í takt við kostn­að­ar­hækk­anir flug­fé­laga. Við teljum nú að þessar hækk­anir muni skila sér síð­ar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019.

Í öðru lagi hefur inn­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins ekki gengið nægi­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Vegna þessa hafa spálík­ön, sem meðal ann­ars byggja á sögu­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­færð tekju­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­ir.

Það er mat okkar að lækkun far­þega­tekna Icelandair sem rekja megi til fyrr­greindra breyt­inga sé á bil­inu 5-8% (50-80 millj­ónir USD) á árs­grund­velli. Eins og kom fram í upp­lýs­ingum sem félagið sendi frá sér í tengslum við birt­ingu upp­gjörs á afkomu ann­ars árs­fjórð­ungs, hefur þegar verið gripið til aðgerða til að bregð­ast við þess­ari þró­un. Þær aðgerðir eru farnar að skila árangri en við áætlum að það muni taka nokkra mán­uði að sjá áhrif þeirra í afkomu félags­ins. Við metum þessi nei­kvæðu áhrif á tekjur á þessu ári sem ein­skipt­islið­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 35 millj­arðar króna en eigið félags­ins var um mitt þetta ár 55 millj­arðar króna. Hagn­aður Icelandair á síð­asta ári nam 3,9 millj­örðum króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent