Sagt vera útlit fyrir tap á árinu hjá Icelandair - Reiði hjá flugfreyjum

Flugfreyjum í hlutastarfi verður gert að velja á milli þess að vera í fullu starfi eða engu starfi.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Flug­freyjum og flug­þjónum í hluta­starfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi ellegar missa vinn­una. Upp­lýs­ingar um þetta fengu flug­freyjur og flug­þjónar í gær í tölvu­pósti, en tölu­verð reiði er meðal þess hóps sem þessi ákvörðun nær til. 

Í tölvu­póst­inum segir jafn­framt að breytt staða Icelandair kalli á breyt­ing­ar. „Nú er útlit fyrir að fyr­ir­tækið verði ekki rekið með hagn­aði árið 2018 og er það grafal­var­leg staða, enda byggja fyr­ir­tæki fram­tíð sína á að geta fjár­fest í upp­bygg­ingu og þróun til að vaxa og dafna,“ segir í tölvu­póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur afrit af.

Í við­tali við Vísi segir for­maður Flug­freyju­fé­lags­ins, Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, að þessar aðgerðir séu gróft brot á kjara­samn­ingi flug­freyja og því mikið áfall. 

Auglýsing

Icelandair sendi síð­ast frá sér afkomu­við­vörun 27. ágúst síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt upp­færðri afkomu­spá mun afkoma árs­ins verða lægri en gert var ráð fyr­ir. Félagið áætlar að EBITDA (rekstr­ar­hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta)  árs­ins 2018 verði á bil­inu 80-100 millj­ónir USD, eða sem nemur um ríf­lega 8,5 til 11 millj­arða.

Ástæðan fyrir slak­ari afkomu er meðal ann­ars tölu­vert lægri tekjur en upp­haf­lega var áætl­að, eða sem nemur 5 til 8 pró­sent lægri. 

Í afkomutil­kynn­ingu félags­ins eru þrjár ástæður einkum nefnd­ar, fyrir verri afkomu en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

„Í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð sein­ustu afkomu­spár að með­al­far­gjöld á sein­ustu mán­uðum árs­ins myndu hækka, meðal ann­ars í takt við kostn­að­ar­hækk­anir flug­fé­laga. Við teljum nú að þessar hækk­anir muni skila sér síð­ar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019.

Í öðru lagi hefur inn­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins ekki gengið nægi­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Vegna þessa hafa spálík­ön, sem meðal ann­ars byggja á sögu­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­færð tekju­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­ir.

Það er mat okkar að lækkun far­þega­tekna Icelandair sem rekja megi til fyrr­greindra breyt­inga sé á bil­inu 5-8% (50-80 millj­ónir USD) á árs­grund­velli. Eins og kom fram í upp­lýs­ingum sem félagið sendi frá sér í tengslum við birt­ingu upp­gjörs á afkomu ann­ars árs­fjórð­ungs, hefur þegar verið gripið til aðgerða til að bregð­ast við þess­ari þró­un. Þær aðgerðir eru farnar að skila árangri en við áætlum að það muni taka nokkra mán­uði að sjá áhrif þeirra í afkomu félags­ins. Við metum þessi nei­kvæðu áhrif á tekjur á þessu ári sem ein­skipt­islið­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 35 millj­arðar króna en eigið félags­ins var um mitt þetta ár 55 millj­arðar króna. Hagn­aður Icelandair á síð­asta ári nam 3,9 millj­örðum króna.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent