Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur kosta að meðaltali 110 milljónir og er fermetraverðið um 900 þúsund. Algengt fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu er á milli 400 ot 500 þúsund.
Þegar hafa sex íbúðir selst, og það á skemmri tíma en ÞG verk, sem byggir á Hafnartorgi, bjóst við.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en íbúðir á Hafnartorgi eru meðal dýrustu fjölbýlisíbúðum á Íslandi.
Dýrasta íbúðin er þakíbúð á 6. hæð sem kostar 256,8 milljónir. Hægt er að sameina hana annarri þakíbúð sem kostar um 200 milljónr. Saman kosta þær 456 milljónir.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG verks, segir í viðtali við Morgunblaðið um 20 hópa hafa
sýnt áhuga á íbúðum á Hafnartorgi.
Hann segir margt skýra verðlagningu
á íbúðunum. Meðal annars sé
byggingarlóðin dýr og meira lagt í
hönnun og tæki og innréttingar en
vanalegt er.
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu en á undanförnu ári hefur verðið hækkað um 4,1 prósent, en í ágúst lækkaði verðið um 0,1 prósent miðað við sama mánuð í fyrra.