Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf

Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.

Staðlar
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri rann­sókn, sem fram­kvæmd var á árunum 2017 til 2018, hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efna­hags­lega þróun á Norð­ur­lönd­um. Rann­sóknin var gerð af norsku rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki, Men­on, í sam­starfi við Oxford Res­e­arch og Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands og náði til tæp­lega 1200 fyr­ir­tækja á öllum Norð­ur­lönd­um. Þetta er í fyrsta sinn sem rann­sókn á þýð­ingu staðla og efna­hags­legum ávinn­ingi af notkun þeirra er gerð á Norð­ur­lönd­um.

Í henni kemur fram að notkun staðla hafi stuðlað að 39 pró­sent fram­leiðni­aukn­ingu og 28 pró­sent aukn­ingu lands­fram­leiðslu á árunum 1976 til 2014. Á vef­síðu Staðla­ráðs Íslands segir að útreikn­ingar sýni að 0,7 pró­sent árleg fram­leiðni­aukn­ing meðal nor­rænna fyr­ir­tækja sé til komin vegna staðla­notk­un­ar.

Enn fremur segir að 73 pró­sent svar­enda telji ávinn­ing af notkun staðla meiri en kostn­að­inn við inn­leið­ingu þeirra og 85 pró­sent svar­enda segi notkun staðla leiða til trausts og öryggis meðal við­skipta­vina.

Auglýsing

Starf­rækt er sér­stak Staðla­ráð á Íslandi og sam­kvæmt vef­síðu ráðs­ins vinna sjö starfs­menn þar. Á síð­unni segir jafn­framt að stað­all sé opin­bert skjal ætlað til frjálsra afnota. Í staðli sé að finna regl­ur, leið­bein­ingar eða skil­grein­ingar sem miða að því að tryggja til­tekna virkni, að hlutir passi og að þeir skili því sem af þeim er kraf­ist. ­Samn­ing staðla bygg­ist á því að hags­muna­að­ilar komi sér saman um hvað sé hæfi­legt, eðli­legt, góðar starfsvenjur og í takt við tím­ann. Ákveðnar reglur séu við­hafðar um samn­ing­u og sam­þykkt staðla, sem og þátt­töku við gerð þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent