Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt

Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Auglýsing

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands, segir stjórnendur Icelandair hafa ákveðið að virða að vettugi samningsbundið kjarasamningsákvæði um hlutastörf sem virt hafi verið af fyrirtækinu um áratugaskeið. Þetta kemur fram í Facebook-stöðuuppfæslu hennar í dag. 

„Þetta ákvæði byggir á því að flugfreyjur og flugþjónar hafi þann kost að aðlaga einkalíf og fjölskylduábyrgð við starfið sitt. Með einhliða þvingunaraðgerðum hafa stjórnendur Icelandair ákveðið að grípa til hópuppsagna á flugfreyjum og flugþjónum sem starfa í hlutastörfum. Þessum aðgerðum er eingöngu beint að einum hóp innan fyrirtækisins sem að mestu leyti eru konur,“ segir hún. 

Stjórn og trún­að­ar­ráð Flug­freyju­fé­lags Íslands for­dæmdi á dögunum ákvörðun Icelandair að setja flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi ellegar missa vinn­una og skoraði á Icelandair að end­ur­skoða hana. Berg­lind sagði í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera brot á reglum og kjara­samn­ingum og aðför að ára­tuga­vinnu félags­ins.

Auglýsing

„Það var í kringum árið 1960 sem forverar mínir í Flugfreyjufélagi Íslands börðust fyrir því að flugfreyjur fengu að halda starfi sínu eftir 35 ára aldur. Það var á sama tíma og barnsburður og gifting jafngiltu uppsögn. Með samtakamætti tókst að fá þessu breytt. 

En nú árið 2018 hafa stjórnendur Icelandair ákveðið að hverfa aftur til fyrri tíma. Þeir hafa ákveðið að virða að vettugi samningsbundið kjarasamningsákvæði um hlutastörf sem virt hefur verið af fyrirtækinu um áratugaskeið. Þetta ákvæði byggir á því að flugfreyjur og flugþjónar hafi þann kost að aðlaga einkalíf og fjölskylduábyrgð við starfið sitt. Með einhliða þvingunaraðgerðum hafa stjórnendur Icelandair ákveðið að grípa til hópuppsagna á flugfreyjum og flugþjónum sem starfa í hlutastörfum. Þessum aðgerðum er eingöngu beint að einum hóp innan fyrirtækisins sem að mestu leyti eru konur. Verið er að fara þvert gegn þeim sjónarmiðum sem uppi eru í landinu um fjölskylduvænt starfsumhverfi, styttingu vinnuviku og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Verið er að fara á skjön við jafnréttislög þar sem lagðar eru skyldur á atvinnurekenda að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, meðal annars með auknum sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma,“ segir Berglind í stöðuuppfærslunni. 

Hún spyr hvernig standi á því að árið 2018 skuli eitt fyrirtæki landsins standa í slíkum þvingunaraðgerðum og hvar fjölskyldustefna Icelandair sé. 

„Hver er samfélagsleg ábyrgð Icelandair? Hver er starfsmannastefna Icelandair? Hvar er jafnréttisáætlun Icelandair?

Því spyr ég, erum við öll í sama liði?“ spyr hún. 

Það er sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. Það var í kringum árið 1960 sem forverar mínir í...

Posted by Berglind Hafsteinsdottir on Monday, September 24, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent