Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin

Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mið­svæðis í Reykja­vík leig­ist tveggja her­bergja íbúð á um 190.000 kr. á mán­uði að með­al­tali. Hvergi á Norð­ur­lönd­unum er að finna jafn hátt leigu­verð í höf­uð­borg­inni og hér á land­i. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Leigu­mark­aðs­deild Íbúða­lána­sjóðs um íbúð­ar- og leigu­verð í höf­uð­borgum Norð­ur­land­anna.

­Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum er leigu­mark­að­ur­inn á Íslandi að mörgu leyti ólíkur því sem þekk­ist í nágranna­lönd­un­um. 

„Þótt leigu­mark­að­ur­inn hér á landi hafi stækkað að und­an­förnu er hann ennþá hlut­falls­lega lít­ill í alþjóð­legu sam­hengi og að mörgu leyti óþrosk­að­ur.

Reglu­verk hans og umgjörð er til að mynda önnur hér en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Aðilum sem eiga í leigu­sam­bandi hér á landi er frjálst að semja um lengd samn­ings og eins hver leigu­fjár­hæðin skuli vera og hvort og með hvaða hætti hún skuli taka breyt­ingum á leigu­tíma,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Leigu­verð hæst bæði í mið­borg og utan hennar

Í skýrsl­unni kemur fram að leigu­verðið er hæst í Reykja­vík, bæði í mið­borg og utan mið­borg­ar­inn­ar, hvort sem horft er til tveggja eða fjög­urra her­bergja íbúða.

Leiga á mánuði Mynd: ÍbúðalánasjóðurMið­svæðis í Reykja­vík er leiga fyrir tveggja her­bergja íbúð um 188.000 krónur á mán­uði. Á eftir Reykja­vík er leigu­verð tveggja her­bergja íbúðar mið­svæðis hæst í Kaup­manna­höfn eða um 164.000 íslenskar krónur á mán­uði að með­al­tali. Lægst er leiga slíkrar íbúðar í Þórs­höfn á um 110.000 krónur á mán­uði.

Það sama á við um tveggja her­bergja íbúðir utan mið­borg­ar. Þar er leigu­verðið hæst í Reykja­vík, eða rúm­lega 150.000 krón­ur, en á eftir Reykja­vík er hæsta leigu­verð slíkrar íbúðar í Osló þar sem það er um 122.000 krón­ur.

Fjög­urra her­bergja íbúðir eru einnig dýrastar í Reykja­vík, hvort sem horft er til með­al­í­búðar í mið­borg­inni eða utan mið­borg­ar. Í mið­borg­inni leig­ist slík íbúð á tæp­lega 300.000 krónur á mán­uði. Á eftir Reykja­vík er leigu­verð fjög­urra her­bergja íbúðar hæst í mið­borg Kaup­manna­hafnar eða á tæp­lega 290.000 krón­ur.

„Hátt leigu­verð en hlut­falls­lega lágt hús­næð­is­verð kann að vera skýr­ingin á háu hlut­falli ungs fólks í for­eldra­hús­um, en hvergi á Norð­ur­lönd­unum er hlut­fallið jafn hátt og hér á land­i,“ segir í skýrsl­unni. Um 14 pró­sent fólks á aldr­inum 25 til 34 ára hér á landi býr í for­eldra­húsum á meðan hlut­fallið er innan við 6 pró­sent víð­ast hvar ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um.

Hátt leigu­verð gerir leigj­endum erfitt fyrir að safna

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að íbúða­verð í Reykja­vík sé lágt í hlut­falli við tekjur miðað við höf­uð­borgir ann­arra landa. Hlut­falls­lega lágt hús­næð­is­verð á móti háu leigu­verði geri það að verkum að hag­stæð­ara er fyrir fólk að kaupa. Á móti þessu kemur að hátt leigu­verð geri leigj­endum erf­ið­ara fyrir að safna sér upp í þá útborgun sem þarf fyrir íbúð.

Sé íbúða­verð í Reykja­vík borið saman við íbúða­verð í höf­uð­borgum nágranna­land­anna sést að það sker sig úr en aðeins í Þórs­höfn er íbúða­verð lægra en í Reykja­vík, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. 

Hæst er kaup­verð íbúða í mið­borg Stokk­hólms en þar selst fer­metr­inn á yfir 1,1 milljón íslenskra króna. Fer­metra­verð utan mið­borgar Stokk­hólms er lægra eða um 663.000 krón­ur. Á eftir Stokk­hólmi mælist verðið hæst í Osló en þar er verð á hvern fer­metra í mið­borg­inni örlítið lægra en í mið­borg Stokk­hólms eða um 960.000 krón­ur.

Lægsta fer­metra­verðið er að finna í Þórs­höfn en þar selj­ast íbúðir mið­svæðis á tæp­lega 359.000 krónur á hvern fer­metra en 263.000 krónur utan þess. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent