Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin

Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mið­svæðis í Reykja­vík leig­ist tveggja her­bergja íbúð á um 190.000 kr. á mán­uði að með­al­tali. Hvergi á Norð­ur­lönd­unum er að finna jafn hátt leigu­verð í höf­uð­borg­inni og hér á land­i. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Leigu­mark­aðs­deild Íbúða­lána­sjóðs um íbúð­ar- og leigu­verð í höf­uð­borgum Norð­ur­land­anna.

­Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum er leigu­mark­að­ur­inn á Íslandi að mörgu leyti ólíkur því sem þekk­ist í nágranna­lönd­un­um. 

„Þótt leigu­mark­að­ur­inn hér á landi hafi stækkað að und­an­förnu er hann ennþá hlut­falls­lega lít­ill í alþjóð­legu sam­hengi og að mörgu leyti óþrosk­að­ur.

Reglu­verk hans og umgjörð er til að mynda önnur hér en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Aðilum sem eiga í leigu­sam­bandi hér á landi er frjálst að semja um lengd samn­ings og eins hver leigu­fjár­hæðin skuli vera og hvort og með hvaða hætti hún skuli taka breyt­ingum á leigu­tíma,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Leigu­verð hæst bæði í mið­borg og utan hennar

Í skýrsl­unni kemur fram að leigu­verðið er hæst í Reykja­vík, bæði í mið­borg og utan mið­borg­ar­inn­ar, hvort sem horft er til tveggja eða fjög­urra her­bergja íbúða.

Leiga á mánuði Mynd: ÍbúðalánasjóðurMið­svæðis í Reykja­vík er leiga fyrir tveggja her­bergja íbúð um 188.000 krónur á mán­uði. Á eftir Reykja­vík er leigu­verð tveggja her­bergja íbúðar mið­svæðis hæst í Kaup­manna­höfn eða um 164.000 íslenskar krónur á mán­uði að með­al­tali. Lægst er leiga slíkrar íbúðar í Þórs­höfn á um 110.000 krónur á mán­uði.

Það sama á við um tveggja her­bergja íbúðir utan mið­borg­ar. Þar er leigu­verðið hæst í Reykja­vík, eða rúm­lega 150.000 krón­ur, en á eftir Reykja­vík er hæsta leigu­verð slíkrar íbúðar í Osló þar sem það er um 122.000 krón­ur.

Fjög­urra her­bergja íbúðir eru einnig dýrastar í Reykja­vík, hvort sem horft er til með­al­í­búðar í mið­borg­inni eða utan mið­borg­ar. Í mið­borg­inni leig­ist slík íbúð á tæp­lega 300.000 krónur á mán­uði. Á eftir Reykja­vík er leigu­verð fjög­urra her­bergja íbúðar hæst í mið­borg Kaup­manna­hafnar eða á tæp­lega 290.000 krón­ur.

„Hátt leigu­verð en hlut­falls­lega lágt hús­næð­is­verð kann að vera skýr­ingin á háu hlut­falli ungs fólks í for­eldra­hús­um, en hvergi á Norð­ur­lönd­unum er hlut­fallið jafn hátt og hér á land­i,“ segir í skýrsl­unni. Um 14 pró­sent fólks á aldr­inum 25 til 34 ára hér á landi býr í for­eldra­húsum á meðan hlut­fallið er innan við 6 pró­sent víð­ast hvar ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um.

Hátt leigu­verð gerir leigj­endum erfitt fyrir að safna

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að íbúða­verð í Reykja­vík sé lágt í hlut­falli við tekjur miðað við höf­uð­borgir ann­arra landa. Hlut­falls­lega lágt hús­næð­is­verð á móti háu leigu­verði geri það að verkum að hag­stæð­ara er fyrir fólk að kaupa. Á móti þessu kemur að hátt leigu­verð geri leigj­endum erf­ið­ara fyrir að safna sér upp í þá útborgun sem þarf fyrir íbúð.

Sé íbúða­verð í Reykja­vík borið saman við íbúða­verð í höf­uð­borgum nágranna­land­anna sést að það sker sig úr en aðeins í Þórs­höfn er íbúða­verð lægra en í Reykja­vík, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. 

Hæst er kaup­verð íbúða í mið­borg Stokk­hólms en þar selst fer­metr­inn á yfir 1,1 milljón íslenskra króna. Fer­metra­verð utan mið­borgar Stokk­hólms er lægra eða um 663.000 krón­ur. Á eftir Stokk­hólmi mælist verðið hæst í Osló en þar er verð á hvern fer­metra í mið­borg­inni örlítið lægra en í mið­borg Stokk­hólms eða um 960.000 krón­ur.

Lægsta fer­metra­verðið er að finna í Þórs­höfn en þar selj­ast íbúðir mið­svæðis á tæp­lega 359.000 krónur á hvern fer­metra en 263.000 krónur utan þess. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent