HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem er með mesta aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, eða 10,4 prósent. Samherji kemur þar á eftir með 6,7 prósent, en litlar breytingar urðu á lista efstu útgerðanna milli ára.
HB Grandi er eina útgerðarfélagið sem skráð er á markað, en markaðsvirði fyrirtækisins nemur um 57,5 milljörðum króna, miðað við lokagengi á markaði í dag.
Heildarfjöldi með aflahlutdeild hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi útgerða farið úr 672 í 382, samkvæmt upplýsingum sem Fiskistofa birti í dag.
Hluthafafundur HB Granda á eftir að samþykkja viðskiptin og Samkeppniseftirlitið líka, en hluthafafundur hefur verið boðaður til að fjalla um viðskiptin 16. október næstkomandi.
Sé litið til yfirlits Fiskistofu, má skoða hversu mikil verðmæti liggja í aflaheimildum, miðað við fyrrnefndar forsendur, þ.e. 2000 og 3000 á kíló þorskígildis. Sé miðað við 2000 þá er virðið um 870 milljarðar en miðað við 3000 um 1.300 milljarðar. Það er upphæð sem er sambærileg innlánum í ríkisbönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbankanum. Sé miðað við 2.500 þá er virði aflaheimilda um 1.100 milljarðar.