Forsætisráðherra biðst afsökunar

Katrín Jakobsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem hún biðst afsökunar á því ranglæti sem fyrrum sakborningar hafa mátt þola.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra biður fyrrum sak­born­inga, aðstand­endur þeirra og ann­arra sem átt hafa um sárt að binda vegna Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls­ins afsök­unar á því rang­læti sem þau hafa mátt þola.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar vegna nýfall­ins sýknu­dóms Hæsta­réttar Íslands í málum allra dóm­felldu í end­ur­upp­töku­máli í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu.

Dómur í mál­inu var kveð­inn upp í gær. 

Auglýsing

Fjöl­­menni var við­statt dóms­­upp­­kvaðn­­ing­una í Hæsta­rétti í gær, sem var sýnd í beinni útsend­ingu, þvert á almennar reglur rétt­­ar­ins sem heim­ila ekki upp­­­tökur af dóm­haldi, en und­an­­tekn­ing var gerð í þessu til­­viki.

Fyr­ir­fram var búist við sýkn­u­­dómi, enda krafð­ist ákæru­­valdið sýknu í sínum mál­­flutn­ingi. Erfitt er að sjá hvernig rétt­­ur­inn gæti sak­­fellt í mál­inu þar sem eng­inn gerir kröfu um sak­­fell­ingu. Mönnum greinir helst á í því hversu langt Hæst­i­­réttur mun ganga í að lýsa yfir sak­­leysi ákærðu í dóms­n­ið­­ur­­stöðu sinni.

End­­ur­­upp­­­töku­­nefnd féllst í febr­­úar í fyrra á að dómur Hæsta­réttar í mál­inu sem felldur var árið 1980 skyldi tek­inn upp hvað varð­aði fimm sak­­born­inga af sex. End­­ur­­upp­­­töku­beiðni Erlu Bolla­dóttur var hins vegar hafn­að. Settur sak­­sókn­­ari í mál­inu, Davíð Þór Björg­vins­­son, við það til­­efni að sak­­fell­ing í mál­inu hefði ekki verið studd við sönn­un­­ar­­gögn sem ekki verði véfengd með skyn­­sam­­legum rök­­um. Mál­­flutn­ingur fór fram fyrir tæpum hálfum mán­uði.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent