Þverpólitískt frumvarp lagt fram um að koma böndum á smálán

Nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram mun leiða til þess að sérlög verði sett um starfsemi smálánafyrirtækja. Starfsemin verður gerð eftirlitsskyld og þess krafist að þeir sem stofni slík fyrirtæki leggi eina milljón evra fram í hlutafé hið minnsta.

Grettir smálán
Auglýsing

Þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram frumvarp sem á að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja með því að setja sérlög um slíka starfsemi.

Verði frumvarpið að lögum verður settur skýr rammi um starfsemi smálánafyrirtækja, þau skylduð til að sækja um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins og uppfylla tilteknar skipulagskröfur. Aðeins þeir aðilar munu geta fengið starfsleyfi sem uppfylla tiltekin skilyrði og starfa á grundvelli laga um neytendalán um árlega hlutfallstölu kostnaðar. Á meðal þeirra skilyrði sem sett verða, verði frumvarpið að lögum, er að smálánafyrirtæki verða að greiða 600 þúsund króna eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins, einungis einstaklingar og lögaðilar sem búsettir eru á Íslandi geta stofnað smálánafyrirtæki með ákveðnum undantekningum, krafa verður sett um að hlutafé smálánafyrirtækis verði að lágmarki ein milljón evra (um 130 milljónir króna),

Auglýsing
Flutningsmenn frumvarpsins eru Oddný Harðardóttir frá Samfylkingunni, Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson úr Pírötum, Ólafur Ísleifsson frá Flokki fólksins, Ólafur Þór Gunnarsson frá Vinstri grænum, Silja Dögg Gunnarsdóttir úr Framsóknarflokknum, Gunnar Bragi Sveinsson úr Miðflokknum og Þorsteinn Víglundsson úr Viðreisn.  

Gríðarleg aukning í töku smálána

Kjarninn greindi frá því í febrúar síðastliðnum að hlutfall ungs fólks, á aldr­inum 18 til 29 ára, sem leitar til emb­ætt­is­ Umboðsmanns skuldara í greiðslu­vanda vegna smá­lána hefur marg­fald­ast á síð­ustu árum.

Í tölum frá Umboðs­manni skuld­ara kom fram að heild­ar­skuldir þessa hóps rúm­lega námu árið 2012 alls um 18 millj­örð­um, sem voru mest til komnar vegna hús­næð­is­lána, eða 11 millj­arð­ar. Aðeins tæp­lega 14 millj­óna smá­lána­skuldir voru í þessum ald­urs­hópi árið 2012.

Á síð­asta ári voru heild­ar­kröfur á þennan hóp rúm­lega 5,5 millj­arð­ur, þar af 1,5 millj­arður vegna hús­næð­is­lána, en smá­lánin voru komin upp í tæp­lega hund­rað millj­ón­ir.

Hlut­fall þeirra sem leit­uðu í fyrra til umboðs­manns skuld­ara og áttu útistand­andi smá­lána­skuld var 43 pró­sent. Árið 2012 var þetta hlut­fall rúm­lega sex pró­sent. Aðrar skuldir geta verið ýmis kon­ar, skuldir vegna rekst­urs hús­næð­is, sektir og sak­ar­kostn­aður og önnur neyslu­lán eins og til að mynda yfir­drátt­ar­lán.

Í minnisblaði frá umboðsmanni skuldara sem vísað er í í greinargerð frumvarpsins er að finna greiningu á smálánaskuldum hjá umsækjendum um úrræðið hjá umboðsmanni skuldara. Þar kemur fram að í aldurshópnum 18–29 ára hafi 76 af 109 umsækjendum árið 2017 tekið smálán eða um 70 prósent umsækjenda, en á árinu 2016 höfðu 39 af 63 eða 62 prósent tekið smálán.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent