Eigandi smálánafyrirtækja tvísaga um eignarhaldið

hradpeningar-1.jpg
Auglýsing

Óskar Þor­gils Stef­áns­son, sem seg­ist hafa keypt smá­lána­fyr­ir­tækin Hrað­pen­inga, 1909 og Múla, í sept­em­ber 2013 sagði við Kjarn­ann í jan­úar 2014 að fyr­ir­tækin væru í eigu kýp­versks skúffu­fé­lags sem hann hefði ekki leyfi til að upp­lýsa um hver ætti.  Hann er því tví­saga um eign­ar­haldið á fyr­ir­tækj­un­um. Aðspurður segir hann ástæðu þess að hann hafi sagt Kjarn­anum ósatt þá að kaupin hafi verið á við­kvæmum tíma­punkti þegar fyr­ir­spurn hans barst.

Svar barst aldreiKjarn­inn hafði sam­band við Óskar Þor­gils í jan­úar 2014 til að spyrja hann út í eign­ar­hald á Hrað­pen­ing­um, 1909 og Múla. Þá sagði hann að eig­andi fyr­ir­tækj­anna þriggja væri kýp­verska fyr­ir­tækið Jumdon Fin­ance sem hefði eign­ast það árið 2011.

Aðspurður hverjir væru eig­endur Jumdon Fin­ance sagði Óskar Þor­gils að hann ætl­aði að setja sig í sam­band við stjórn­ar­menn félags­ins og óska eftir leyfi til að segja frá því hverjir end­an­legir eig­endur þess væru. Svar við spurn­ing­unni barst hins vegar aldrei þrátt fyrir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir frá Kjarnanum.

Aðspurður hverjir væru eig­endur Jumdon Fin­ance sagði Óskar Þor­gils að hann ætl­aði að setja sig í sam­band við stjórn­ar­menn félags­ins og óska eftir leyfi til að segja frá því hverjir end­an­legir eig­endur þess væru. Svar við spurn­ing­unni barst hins vegar aldrei þrátt fyrir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir frá Kjarn­an­um.

Auglýsing

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óskar Þor­gils hafði vikið sér undan því að svara því hverjir væru eig­endur Jumdon Fin­ance. Í maí 2013 svar­aði hann fyr­ir­spurn Við­skipta­blaðs­ins um málið á þann veg að hann hefði „ ít­rekað reynt að ná sam­bandi við stjórn félags­ins á Kýpur til að fá nýj­ustu hluta­skrá félags­ins en án árang­urs. Verð í sam­bandi þegar stjórn félags­ins hefur svarað mér.“

Morg­un­blaðið hefur fjallað tölu­vert um smá­lána­fyr­ir­tækin í sunnu­dags­út­gáfu sinni und­an­farnar vik­ur. Um síð­ustu helgi birt­ist umfjöllun um að eig­endur Jumdon Fin­ance væru „ótil­greindir útlend­ing­ar.“ Þar var haft eftir Ósk­ari Þor­gils að hann hefði keypt félagið Neyt­enda­lán ehf., sem var stofnað árið 2013 og er nú  hattur yfir Hrað­pen­inga, 1909 og Múla, af Jumdon Fin­ance í sept­em­ber 2013.

Félagið hefur ekki skilað gildum árs­reikn­ingi og eign­ar­hald þess kemur ekki fram í gagna­grunni Credit­in­fo. Þar er hins vegar kemur þar fram að Óskar Þor­gils sé próf­kúru­hafi þess og annar stjórn­ar­mað­ur. Í frétt Morg­un­blaðs­ins um mál­efni félags­ins kemur hins vegar fram að eig­end­urnir séu „ótil­greindir útlend­ing­ar“.

Kaupin voru á við­kvæmum tíma­punktiSú full­yrð­ing, að Óskar Þor­gils hafi keypt Neyt­enda­lán ehf. í sept­em­ber 2013, stang­ast algjör­lega á við það sem hann ­sagði við Kjarn­ann í jan­úar 2014, þegar hann sagði að Jumdon Fin­ance væri eig­andi Hrað­pen­inga, 1909 og Múla. Kjarn­inn bar þetta mis­ræmi upp á Óskar Þor­gils og í tölvu­pósti seg­ist hann hafa keypt Neyt­enda­lán af Jumdon Fin­ance í sept­em­ber 2013 en „af marg­vís­legum ástæðum hafði end­an­legt kaup­verð ekki verið greitt og salan var ekki frá­gengin að fullu fyrr en í febr­úar 2014. Á þessum við­kvæma tíma­punkti var ég ekki í aðstöðu til að upp­lýsa þig né aðra um stöðu mála. Eins og þú bendir rétti­lega á fékkstu aldrei algjör­lega skýr svör frá mér og það helg­ast af þessu.  Ég bið þig vel­virð­ingar á þessu og vona að þetta skýri mál­ið.“

Óskar Þor­gils vildi ekki svara spurn­ingum um hver væri eig­andi Jumdon Fin­ance, sem hann seg­ist hafa keypt fyr­ir­tækið Neyt­enda­lán af í sept­em­ber 2013, þar sem að fyr­ir­tækið væri ekki á hans vegum.

Óskar Þor­gils vildi ekki svara spurn­ingum um hver væri eig­andi Jumdon Fin­ance, sem hann seg­ist hafa keypt fyr­ir­tækið Neyt­enda­lán af í sept­em­ber 2013, þar sem að fyr­ir­tækið væri ekki á hans veg­um. Hann sagð­ist hins vegar ætla að koma fyr­ir­spurn Kjarn­ans á fram­færi við Jumdon Fin­ance og að hann vænti þess að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu verða í sam­bandi í kjöl­far­ið. Ekk­ert hefur heyrst frá for­svars­mönnum Jumdon Fin­ance.

Eft­ir­lits­stofn­anir vita ekk­ert um eign­ar­haldiðÞegar Kjarn­inn fjall­aði um starf­semi og eign­ar­hald smá­lána­fyr­ir­tækja fyrir ári síðan var leitað eftir því hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, sem ann­ast eft­ir­lit með þeim lögum sem smá­lána­fyr­ir­tæki starfa eft­ir, hvort það byggi yfir upp­lýs­ingum um hverjir væru end­an­legir eig­endur Hrað­pen­inga, Múla og 1909. Í svari frá eft­ir­lit­inu kom fram að það búi ekki yfir slíkum upp­lýs­ing­um.

Kjarn­inn setti sig líka i sam­band við Fyr­ir­tækja­skrá Rík­is­skatt­stjóra í sömu erinda­gjörð­um. Þar feng­ust sömu svör: stofn­unin bjó ekki yfir upp­lýs­ingum um eig­endur fyr­ir­tækj­anna.

Mik­ill hagn­aðurRekstur smá­lá­fyr­ir­tækj­anna þriggja virð­ist hafa verið nokkuð ábata­samur und­an­farin ár. 1909 ehf. hagn­að­ist um 136 millj­ónir króna árin 2012 og 2013 og Múla hefur hafn­ast um 99 millj­ónir króna á sama tíma­bili.

Hrað­pen­ing­ar, elsta félagið í sam­stæð­unni og það sem er lík­ast til með mestu umsvif­in, hefur ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2012. Árið 2011 nam hagn­aður þess hins vegar 34,8 millj­ónir króna og árið áður hafði félagið hagn­ast um 14,9 millj­ónir króna.

Fjár­festir frá Slóvakíu á hina smá­lána­blokk­inaNeyt­enda­lána­blokk­inn er önnur tveggja smá­lána­fyr­ir­tækja­blokka hér­lend­is. Hin, sem á smá­lána­fyr­ir­tæki Kredia og Smá­lán, er í eig­u Mario Magela. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans keypti Magela félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­syni í des­em­ber 2013. Breyt­ingin á eign­ar­hald­inu var hins vegar fyrst skráð inn hjá fyr­ir­tækja­skrá 23. sept­em­ber 2014.

Megela er með víð­tæka starf­semi, meðal ann­ars með smá­lán, í Tékk­landi og Slóvak­íu. Þar rekur hann til að mynda smá­lána­síð­una www.kredi­a.cz, sem byggir á íslensku fyr­ir­mynd­inni.

 

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans keypti Magela félögin af Leifi Alexander Haraldssyni í desember 2013. Breytingin á eignarhaldinu var hins vegar fyrst skráð inn hjá fyrirtækjaskrá 23. september 2014. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans keypti Magela félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­syni í des­em­ber 2013. Breyt­ingin á eign­ar­hald­inu var hins vegar fyrst skráð inn hjá fyr­ir­tækja­skrá 23. sept­em­ber 2014.

Keypti hlut í eig­anda InkassoKjarn­inn greindi frá því í jan­úar síð­ast­liðnum að Magela hefði átt hlut í félagi sem hét DCG ehf.  Það félag var hins vegar á þeim tíma skráð að fullu í eigu Leifs Alex­and­ers Har­alds­sonar og hafði þá nýverið einnig keypt inn­heimtu­fyr­ir­tækið Inkasso, sem meðal hafði séð um inn­heimtu fyrir smá­lána­starf­semi. DCG ehf. átti á þeim tíma einnig Hóp­kaup, Heim­kaup, SpotOn og ýmis­legt ann­að.

Frá því í sept­em­ber er Magela hins vegar einn skráður eig­andi Kredia og Smá­lána. Inkasso er enn í eigu DCG ehf., sem heitir í dag Kaptura Eign­ar­hald og Rekstur ehf. Það félag er í 100 pró­sent eigu Leifs Alex­and­ers Har­alds­son­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None