Aðgengi að skammtímalánum mun auðveldara

Hlutfall ungs fólks sem leita til Umboðsmanns skuldara vegna smálána hefur rokið upp á síðustu árum. Lagaskilyrðum um birtingu upplýsinga fyrir lántakendur illa fylgt eftir. Mikið af nýjum lánavalkostum í boði, oft mun dýrari segir sérfræðingur.

Grettir smálán
Auglýsing

Hlut­falls ungs fólks, á aldr­inum 18 til 29 ára, sem leitar til emb­ætt­is­ins í greiðslu­vanda vegna smá­lána hefur marg­fald­ast á síð­ustu árum. Í tölum frá Umboðs­manni skuld­ara kemur fram að heild­ar­skuldir þessa hóps rúm­lega námu árið 2012 alls um 18 millj­örð­um, sem voru mest til komnar vegna hús­næð­is­lána, eða 11 millj­arð­ar. Aðeins tæp­lega 14 millj­óna smá­lána­skuldir voru í þessum ald­urs­hópi árið 2012. Á síð­asta ári voru heild­ar­kröfur á þennan hóp rúm­lega 5,5 millj­arð­ur, þar af 1,5 millj­arður vegna hús­næð­is­lána, en smá­lánin voru komin upp í tæp­lega hund­rað millj­ón­ir. Hlut­fall þeirra sem leit­uðu í fyrra til umboðs­manns skuld­ara og áttu útistand­andi smá­lána­skuld var 43 pró­sent. Árið 2012 var þetta hlut­fall rúm­lega sex pró­sent. Aðrar skuldir geta verið ýmis kon­ar, skuldir vegna rekst­urs hús­næð­is, sektir og sak­ar­kostn­aður og önnur neyslu­lán eins og til að mynda yfir­drátt­ar­lán.

Sara Jason­ar­dótt­ir, verk­efna­stjóri fræðslu- og kynn­ing­ar­mála hjá Umboðs­manni skuld­ara, segir að þau hjá emb­ætt­inu hafi áhyggjur af þess­ari þró­un. Hún segir tölu­vert um rað­greiðslu­lán hjá þessum hópi, en ástæða þess að farið var að greina smá­lána­hlut­fallið sér­stak­lega var til­finn­ing sem þau hafi haft. „Það er aug­ljóst að þarna eru ein­hverjar áherslur sem þarf að breyta, þetta hefur verið að aukast hægt og bít­andi hjá yngsta ald­urs­hópnum og það er einnig áhyggju­efni að meira en 50 pró­sent þeirra sem leita til okkar eru undir fer­tugu. En það veldur manni mestum áhyggjum er að þessi yngsti hópur sé að stækka svona,“ segir Sara.

Upp­lýs­ingar eiga að vera aðgengi­legar

Aur býður nú upp á nýja þjón­ustu, Segðu bless við bank­ann, Net­gíró bauð fólki að borga jólin í febr­úar og Arion banki hefur að auki hafið nýja þjón­ustu­leið, Núlán, þar sem hægt er að fá skamm­tíma­lán. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans vinnur Íslands­banki nú einnig að því að bjóða upp á sam­bæri­lega þjón­ustu, neyt­enda­lán til við­skipta­vina upp í tvær millj­ónir án greiðslu­mats.

Auglýsing

Ekki feng­ust upp­lýs­ingar frá Lands­bank­anum um hvort til stæði að bjóða upp á sam­bæri­legan val­kost. Pei, Kredia, Smá­lán og Hrað­pen­ingar eru öll með virkar heima­síður þar sem hægt er að fá lánað með skömmum fyr­ir­vara, auk þess sem bank­arnir þrír bjóða upp á yfir­drátt­ar­lán en allar þessar leiðir eru sagðar vera fyrir þá sem þurfa til­tölu­lega lágar upp­hæðir lán­aðar í stuttan tíma. Og fleiri aðilar bjóða upp á sam­bæri­lega þjón­ustu.

Eftir hrunið voru sett ný lög um neyt­enda­lán. Þak var sett á árlega hlut­falls­tölu kostn­aðar sem er pró­sentu­tala þar sem vextir og lán­töku­kostn­aður er mældur á árs­grund­velli. Kostn­aður við lán má ekki vera meiri en svo að árleg hlut­fallstala kostn­aðar má aldrei vera hærri en 50 pró­sent að við­bættum stýri­vöxt­um. Neyt­endur geta borið saman þessa einu tölu og fundið út hvaða lán­veit­andi er með hag­kvæm­ast lánstil­boð­ið. Mik­il­vægt er sam­kvæmt lög­unum að þessi árlega hlut­fallstala kostn­aðar sé til­greind á skýran og áber­andi hátt. Mis­mun­andi er eftir fyr­ir­tækjum hvar í ferl­inu hægt er að nálg­ast slíkar upp­lýs­ing­ar, en oft er það ekki fyrr en á loka­stigum lán­tök­unn­ar, enda getur verið erfitt að reikna slíkt út nema láns­fjár­hæðin og láns­tím­inn liggi fyr­ir.

Auð­velt lán er dýrt lán

Breki Karls­son for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi segir að í lög­unum komi fram að í öllum aug­lýs­ingum um lán­veit­ingar þurfi að taka sér­stak­lega fram hver árleg hlut­fallstala kostn­aðar sé. „Því miður hefur verið ótrú­legur mis­brestur á því.“ Hann segir að með þessu sé neyt­endum ekki gert kleift að bera saman lána­mögu­leik­ana til að geta fundið besta kost­inn. Hann segir að í gegnum tíð­ina hafi yfir­drátt­ar­lánin almennt verið dýr­ustu lánin á mark­aðnum og hafa borið eitt­hvað í kringum 12 pró­sent vexti, sem geri eitt­hvað í kringum 14 pró­sent í árlega hlut­falls­tölu kostn­að­ar. „Ég var í gamni mínu að reikna það um dag­inn, að mörg þess­ara nýju lána, ef þú tekur til dæmis eina milljón í eitt ár get­urðu til dæmis verið að borga allt að 30 pró­sent í árlega hlut­falls­tölu kostn­að­ar,“ segir Breki.

Hann segir það þum­al­putta­reglu, ann­ars vegar að taka ekki lán fyrir neyslu. En þurfi að koma til þess sé það hins vegar einnig þum­al­putta­regla að þeim mun auð­veld­ara sem það er að fá lánað þeim mun dýr­ara er það. „Með öllu þessu frelsi, sem getur verið frá­bært, öllum þessum mögu­leikum og aðgengi að lánum þá þurfum við að gæta að því sem þjóð­fé­lag að allir sitji við sama borð og geti tekið með­vit­aða ákvörðun um þessa mögu­leika. Því miður er það þannig að við höfum ekki verið nógu dug­leg við að fygja því eftir að fyr­ir­tækin fari að lögum og þannig veiti neyt­endum tæki­færi til að geta tekið upp­lýstar ákvarð­an­ir.“

Smá­lán eru okur­lán

Bryn­hildur Pét­urs­dóttir fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­tak­anna segir í sam­tali við Kjarn­ann að fylgst sé grannt með þessum lán­veit­ing­um, bæði smá­lánum og öðrum neyslu­lán­um. „Þetta er tvenns kon­ar. Ann­ars vegar þessi smá­lán sem er bara okur­lána­starf­semi og hefur verið stans­laust fyrir dóm­stól­um. Þau fyr­ir­tæki hafa bara farið fram­hjá skil­yrðum lag­anna sem átti að tak­marka hvað vextir gætu verið háir af svona lán­veit­ing­um. En á meðan þetta er í með­ferð fyrir dóm­stólum þá halda lánin bara áfram og menn virð­ast geta grætt svo mikið á þessu að það borgi sig að bera kostnað á mála­rekstri fyrir dóm­stólum og tapa,“ segir Bryn­hild­ur.

Síðan séu það þessar skamm­tíma­lána­leiðir sem hafa verið að koma fram í meiri mæli nýverið sem sam­tökin eru að fylgj­ast með. Öll gætum við ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni þurft lán, til lengri eða skemmri tíma. Bryn­hildur segir þau þurfa að vera skyn­sam­leg og mik­il­vægt sé að þró­unin verði ekki með sama hætti og hún var fyrir hrun­ið. „Auð­vitað flétt­ast inn í þessa umræðu sjón­ar­mið um við­skipta­frelsi og hversu langt eigi að ganga í for­ræð­is­hyggju við að hafa vit fyrir fólki. En það skiptir máli að upp­lýsa fólk um nákvæm­lega hvað það er að gera þegar það tekur þessi lán,“ segir Bryn­hild­ur.

Greinin birt­ist fyrst í styttra formi í Mann­lífi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent