Vestfirðingar ósáttir við að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó hafi verið ógilt

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ákvörðunina um ógildingu rekstrarleyfis koma verulega á óvart.

lax_9952982274_o.jpg
Auglýsing

Vest­firð­ingar eru veru­lega ósáttir við ákvörðun úrskurð­ar­nefndar um auð­linda- og umhverf­is­mál, um að ógilda ákvörðun um rekstr­ar­leyfi Arn­ar­lax og Arctic Sea Farm fyrir fisk­eldi í opnum sjó­kvíum í Tálkna­firði og Pat­reks­firði.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Einar K. Guð­finns­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðv­a, ­segir í sam­tali við Frétta­blaðið úrskurð­inn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafð­i farið eftir lög­form­legum leiðum og þar var brugð­ist við öllum þeim ­spurn­ingum sem bár­ust. Á grund­velli þess var sam­þykkt umhverf­is­mat og í fram­haldi af því gefið út rekstr­ar- og ­starfs­leyfi. Þannig að þetta kem­ur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveð­inn form­galla á máls­með­ferð­inn­i. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara ­yfir það og meta hvaða áhrif þess­ir úr­skurðir hafa,“ segir Einar í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, þá hefur Úrskurð­­ar­­nefnd um auð­linda- og umhverf­is­­mál fellt er úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber 2017 um að veita Fjarð­­ar­­lax ehf. rekstr­­ar­­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

Einnig var felld úr úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber 2017 um að veita Arctic Sea Farm rekstr­­ar­­leyfi fyrir 6.800 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

Í úrskurð­­ar­orð­unum segir meðal ann­­ars, að mat á umhverf­is­á­hrifum í tengslum við fisk­eldið í opnum sjó­kvíum hafi ekki verið fram­­kvæmt næg­i­­lega nákvæm­­lega. 

„Það er ekki loku fyrir það skotið að ein­hverjir þeirra val­­kosta sem kærendur hafa nefnt komi ekki til greina í skiln­ingi 8. og 9. gr. laga nr. 106/2000. Með hlið­­sjón af þeim laga- og reglu­­gerð­­ar­á­­kvæðum sem áður hafa verið rakin geta mis­­mun­andi val­­kostir t.d. falist í mis­­mun­andi stað­­setn­ingu, umfangi, til­­hög­un, tækn­i­­legri útfærslu o.s.frv. er afar ólík­­­legt að ekki finn­ist a.m.k. einn annar val­­kostur sem hægt er að leggja fram til mats svo fram­­ar­­lega sem fram­­kvæmd­­ar­að­ili sinnir þeirri skyldu sinni að gera víð­tæka könnun á þeim kostum sem til greina geta kom­ið. Verður ekki við það unað í mati á umhverf­is­á­hrifum að ein­ungis séu metin umhverf­is­á­hrif eins val­­kosts. Fer enda þá ekki fram sá nauð­­syn­­legi sam­an­­burður umhverf­is­á­hrifa fleiri kosta sem lög­­bundin krafa er gerð um, allt í þeim til­­­gangi að leyf­­is­veit­andi geti tekið upp­lýsta afstöðu að fullrann­­sök­uðu máli til þess að meta hvort eða með hvaða hætti hægt sé að leyfa fram­­kvæmd þannig að skil­yrði laga séu upp­­­fyllt. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á í mati á umhverf­is­á­hrifum að eng­inn annar mög­u­­legur fram­­kvæmd­­ar­­kostur hafi getað komið til greina í skiln­ingi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. og 4. málsl. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000 verður að telja það veru­­legan ágalla á mat­inu að engum öðrum kosti var lýst að öðru leyti en vísað væri til þess að núll­­kostur hefði engin áhrif í för með sér­.Að teknu til­­liti til nefnds ágalla og mark­miða þeirra sem að er stefnt með mati á umhverf­is­á­hrifum gat mats­­skýrsla fram­­kvæmd­­ar­að­ila og álit Skipu­lags­­stofn­unar á henni ekki verið lög­­­mætur grund­­völlur fyrir ákvörðun um veit­ingu leyfa til fram­­kvæmda, s.s. þess rekstr­­ar­­leyfis sem hér er deilt um. Bar Mat­væla­­stofn­un, sem því stjórn­­­valdi sem hið kærða leyfi veitti, skylda til að tryggja að málið væri næg­i­­lega upp­­lýst, sbr. 10. gr. stjórn­­­sýslu­laga, en í því felst að gæta að því að lög­­bundið álit Skipu­lags­­stofn­unar sé næg­i­­lega traustur grund­­völlur leyf­­is­veit­ing­­ar. Hvílir og sú skylda á Mat­væla­­stofnun skv. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 71/2008 að gæta þess við útgáfu rekstr­­ar­­leyfis að full­nægt sé m.a. ákvæðum laga um mat á umhverf­is­á­hrif­um, eins og áður hefur komið fram.

Með hlið­­sjón af fram­an­­greindu verður að telja hina kærðu leyf­­is­veit­ingu slíkum ann­­mörkum háða að varði ógild­ingu rekstr­­ar­­leyf­­is­ins.“

Í nefnd­inni sem úrskurðar eiga sæti Nanna Magna­dóttir for­­stöð­u­­mað­­ur, Ómar Stef­áns­­son vara­­for­­mað­­ur, Aðal­­heiður Jóhanns­dóttir pró­­fess­or, Ásgeir Magn­ús­­son dóm­­stjóri og Geir Odds­­son umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent