Vestfirðingar ósáttir við að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó hafi verið ógilt

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ákvörðunina um ógildingu rekstrarleyfis koma verulega á óvart.

lax_9952982274_o.jpg
Auglýsing

Vest­firð­ingar eru veru­lega ósáttir við ákvörðun úrskurð­ar­nefndar um auð­linda- og umhverf­is­mál, um að ógilda ákvörðun um rekstr­ar­leyfi Arn­ar­lax og Arctic Sea Farm fyrir fisk­eldi í opnum sjó­kvíum í Tálkna­firði og Pat­reks­firði.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Einar K. Guð­finns­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðv­a, ­segir í sam­tali við Frétta­blaðið úrskurð­inn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafð­i farið eftir lög­form­legum leiðum og þar var brugð­ist við öllum þeim ­spurn­ingum sem bár­ust. Á grund­velli þess var sam­þykkt umhverf­is­mat og í fram­haldi af því gefið út rekstr­ar- og ­starfs­leyfi. Þannig að þetta kem­ur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveð­inn form­galla á máls­með­ferð­inn­i. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara ­yfir það og meta hvaða áhrif þess­ir úr­skurðir hafa,“ segir Einar í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, þá hefur Úrskurð­­ar­­nefnd um auð­linda- og umhverf­is­­mál fellt er úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber 2017 um að veita Fjarð­­ar­­lax ehf. rekstr­­ar­­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

Einnig var felld úr úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber 2017 um að veita Arctic Sea Farm rekstr­­ar­­leyfi fyrir 6.800 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

Í úrskurð­­ar­orð­unum segir meðal ann­­ars, að mat á umhverf­is­á­hrifum í tengslum við fisk­eldið í opnum sjó­kvíum hafi ekki verið fram­­kvæmt næg­i­­lega nákvæm­­lega. 

„Það er ekki loku fyrir það skotið að ein­hverjir þeirra val­­kosta sem kærendur hafa nefnt komi ekki til greina í skiln­ingi 8. og 9. gr. laga nr. 106/2000. Með hlið­­sjón af þeim laga- og reglu­­gerð­­ar­á­­kvæðum sem áður hafa verið rakin geta mis­­mun­andi val­­kostir t.d. falist í mis­­mun­andi stað­­setn­ingu, umfangi, til­­hög­un, tækn­i­­legri útfærslu o.s.frv. er afar ólík­­­legt að ekki finn­ist a.m.k. einn annar val­­kostur sem hægt er að leggja fram til mats svo fram­­ar­­lega sem fram­­kvæmd­­ar­að­ili sinnir þeirri skyldu sinni að gera víð­tæka könnun á þeim kostum sem til greina geta kom­ið. Verður ekki við það unað í mati á umhverf­is­á­hrifum að ein­ungis séu metin umhverf­is­á­hrif eins val­­kosts. Fer enda þá ekki fram sá nauð­­syn­­legi sam­an­­burður umhverf­is­á­hrifa fleiri kosta sem lög­­bundin krafa er gerð um, allt í þeim til­­­gangi að leyf­­is­veit­andi geti tekið upp­lýsta afstöðu að fullrann­­sök­uðu máli til þess að meta hvort eða með hvaða hætti hægt sé að leyfa fram­­kvæmd þannig að skil­yrði laga séu upp­­­fyllt. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á í mati á umhverf­is­á­hrifum að eng­inn annar mög­u­­legur fram­­kvæmd­­ar­­kostur hafi getað komið til greina í skiln­ingi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. og 4. málsl. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000 verður að telja það veru­­legan ágalla á mat­inu að engum öðrum kosti var lýst að öðru leyti en vísað væri til þess að núll­­kostur hefði engin áhrif í för með sér­.Að teknu til­­liti til nefnds ágalla og mark­miða þeirra sem að er stefnt með mati á umhverf­is­á­hrifum gat mats­­skýrsla fram­­kvæmd­­ar­að­ila og álit Skipu­lags­­stofn­unar á henni ekki verið lög­­­mætur grund­­völlur fyrir ákvörðun um veit­ingu leyfa til fram­­kvæmda, s.s. þess rekstr­­ar­­leyfis sem hér er deilt um. Bar Mat­væla­­stofn­un, sem því stjórn­­­valdi sem hið kærða leyfi veitti, skylda til að tryggja að málið væri næg­i­­lega upp­­lýst, sbr. 10. gr. stjórn­­­sýslu­laga, en í því felst að gæta að því að lög­­bundið álit Skipu­lags­­stofn­unar sé næg­i­­lega traustur grund­­völlur leyf­­is­veit­ing­­ar. Hvílir og sú skylda á Mat­væla­­stofnun skv. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 71/2008 að gæta þess við útgáfu rekstr­­ar­­leyfis að full­nægt sé m.a. ákvæðum laga um mat á umhverf­is­á­hrif­um, eins og áður hefur komið fram.

Með hlið­­sjón af fram­an­­greindu verður að telja hina kærðu leyf­­is­veit­ingu slíkum ann­­mörkum háða að varði ógild­ingu rekstr­­ar­­leyf­­is­ins.“

Í nefnd­inni sem úrskurðar eiga sæti Nanna Magna­dóttir for­­stöð­u­­mað­­ur, Ómar Stef­áns­­son vara­­for­­mað­­ur, Aðal­­heiður Jóhanns­dóttir pró­­fess­or, Ásgeir Magn­ús­­son dóm­­stjóri og Geir Odds­­son umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent