Samgöngustofa, sem gefur út flurekstrarleyfi og hefur eftirlitsskyldu með flugfélögum, hefur birt á vefsíðu sínni leiðbeiningar fyrir fólk sem hafði bók flug með Primera Air, t.d. í gegnum ferðaskrifstofur hér á landi.
Í tilviki Primera Air eru það dönsk og lettnesk flugmálayfirvöld sem gefa út flugrekstrarleyfin, og því er verið að vinna að lausn mála í samstarfi við þau. Danskir og sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að um 1.250 farþegar séu strandaglópar, meðal annars á sólarstrandarstöðum í Grikklandi og víðar, vegna falls félagsins.
Í leiðbeiningum Samgöngustofu segir að fólk eigi að kanna réttarstöðu sína og vera í sambandi við rétta aðila, til að fá endurgreiddar ferðir sem höfðu verið pantaðar.
Um réttindi farþega vegna rekstrarstöðvunar gildir í meginatriðum eftirfarandi:
- Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.
- Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.
- Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Frekari upplýsingar má sjá hér, er varða réttindi þeirra sem hafa pantað flug hjá félagi sem fer í greiðslustöðvun.