SA leggur spilin á borðið fyrir komandi kjarasamningsviðræður

Samtök atvinnulífsins vilja leggja áherslu á aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptöku „virks vinnutíma“.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Samtök atvinnulífsins (SA) sendu viðsemjendum sínum í gær bréf þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að í komandi kjarasamningsviðræðum. Núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands renna út um áramótin. Þessir kjarasamningar ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé leið SA til leggja sín spil á borðið með von um, í samvinnu við stéttarfélögin, að hægt sé að láta kapalinn um að bætt lífskjör almennings ganga upp. SA vill benda á að lífskjarabarátta snúist ekki einungis um launahækkanir.

Í bréfinu er fjallað um neikvæð áhrif launahækkana á samkeppnisstöðu íslensk atvinnulífs undanfarin ár. SA vil bregðast við því með því leggja áherslu á að komandi breytingar á launum verði að vera í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta.

Auglýsing

Lítið svigrúm til launahækkana

Málin sem SA leggur á borðið eru meðal annars aukið framboð á húsnæði til leigu og eignar. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með það hæsta móti hér á landi, samkvæmt samtökunum.

SA vill einnig ræða breytt skipulag og sveigjanleika. Halldór segir að þegar þessi mál hafi verið leyst, sem og málin sem viðmælendur þeirra vilja semja um, að aðeins þá sé hægt að meta rýmið til breytinga á launum en hann lætur það fylgja með að umrætt svigrúm sé afar takmarkað.

Hann segir innihald bréfsins ekki beint að ríki eða sveitarfélögum, heldur snúist þessar samningsviðræður um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Hann nefnir að það séu fleiri mál sem sameini atvinnurekendur og launþegahreyfingum heldur en sundri. Halldór vonast eftir góðri samvinnu svo að nýju samningarnir afgreiðist áður en núverandi samningar renni út.

„Ekki orð um ofurlaun“

Drífa Snædal, önnur þeirra sem er í framboði til forseta ASÍ og framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, hefur nú þegar tjáð sig um bréf SA á Facebook-síðu sinni. Hún gagnrýnir að SA sendir bréf þar sem þau tilkynna að þau séu tilbúin í samningsviðræður þar sem launahækkanir standi ekki til boða og leggi fram fleiri leiðir til að skerða réttindi launafólks.

„Ekki orð um ofurlaun eða hvernig skal stemma stigu við sjálftöku eigenda og stjórnenda fyrirtækja. Ekki orð um að beita skattkerfinu til jöfnunar. Ekki orð um hvernig atvinnurekendur ætla að tryggja fólki laun til framfærslu. Takk fyrir það!“ segir Drífa í stöðuuppfærslu sinni.

SA er tilbúið í dans um engar hækkanir og skerðingar á réttindum launafólks...... af því það er gott fyrir okkur öll!...

Posted by Drífa Snædal on Tuesday, October 2, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent