SA leggur spilin á borðið fyrir komandi kjarasamningsviðræður

Samtök atvinnulífsins vilja leggja áherslu á aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptöku „virks vinnutíma“.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) sendu við­semj­endum sínum í gær bréf þar sem útli­stuð eru atriði sem þau telja mik­il­vægt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hugi að í kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­u­m. Nú­gild­andi kjara­samn­ingar SA og aðild­ar­fé­laga Alþýðu­sam­bands Íslands renna út um ára­mót­in. Þessir kjara­samn­ingar ná til ríf­lega 100 þús­und starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þetta sé leið SA til leggja sín spil á borðið með von um, í sam­vinnu við stétt­ar­fé­lög­in, að hægt sé að láta kap­al­inn um að bætt lífs­kjör almenn­ings ganga upp. SA vill benda á að lífs­kjara­bar­átta snú­ist ekki ein­ungis um launa­hækk­an­ir.

Í bréf­inu er fjallað um nei­kvæð áhrif launa­hækk­ana á sam­keppn­is­stöðu íslensk atvinnu­lífs und­an­farin ár. SA vil bregð­ast við því með því leggja áherslu á að kom­andi breyt­ingar á launum verði að vera í sam­ræmi við mark­mið um stöðugt verð­lag og lækkun vaxta.

Auglýsing

Lítið svig­rúm til launa­hækk­ana

Málin sem SA leggur á borðið eru meðal ann­ars aukið fram­boð á hús­næði til leigu og eign­ar. SA vill einnig skoða þann mögu­leika að breyta skil­greindu dag­vinnu­tíma­bili, upp­gjörs­tíma­bili yfir­vinnu og álags­greiðslum en hlut­fall síð­ast­nefndu þátt­anna í heild­ar­launum er með það hæsta móti hér á landi, sam­kvæmt sam­tök­un­um.

SA vill einnig ræða breytt skipu­lag og sveigj­an­leika. Hall­dór segir að þegar þessi mál hafi verið leyst, sem og málin sem við­mæl­endur þeirra vilja semja um, að aðeins þá sé hægt að meta rýmið til breyt­inga á launum en hann lætur það fylgja með að umrætt svig­rúm sé afar tak­mark­að.

Hann segir inni­hald bréfs­ins ekki beint að ríki eða sveit­ar­fé­lög­um, heldur snú­ist þessar samn­ings­við­ræður um að ná sátt við verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann nefnir að það séu fleiri mál sem sam­eini atvinnu­rek­endur og laun­þega­hreyf­ingum heldur en sundri. Hall­dór von­ast eftir góðri sam­vinnu svo að nýju samn­ing­arnir afgreið­ist áður en núver­andi samn­ingar renni út.

„Ekki orð um ofur­laun“

Drífa Snædal, önnur þeirra sem er í fram­boði til for­seta ASÍ og fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, hefur nú þegar tjáð sig um bréf SA á Face­book-­síðu sinni. Hún gagn­rýnir að SA sendir bréf þar sem þau til­kynna að þau séu til­búin í samn­ings­við­ræður þar sem launa­hækk­anir standi ekki til boða og leggi fram fleiri leiðir til að skerða rétt­indi launa­fólks.

„Ekki orð um ofur­laun eða hvernig skal stemma stigu við sjálftöku eig­enda og stjórn­enda fyr­ir­tækja. Ekki orð um að beita skatt­kerf­inu til jöfn­un­ar. Ekki orð um hvernig atvinnu­rek­endur ætla að tryggja fólki laun til fram­færslu. Takk fyrir það!“ segir Drífa í stöðu­upp­færslu sinni.

SA er til­búið í dans um engar hækk­anir og skerð­ingar á rétt­indum launa­fólks...... af því það er gott fyrir okkur öll!...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Oct­o­ber 2, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent