SA leggur spilin á borðið fyrir komandi kjarasamningsviðræður

Samtök atvinnulífsins vilja leggja áherslu á aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptöku „virks vinnutíma“.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) sendu við­semj­endum sínum í gær bréf þar sem útli­stuð eru atriði sem þau telja mik­il­vægt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hugi að í kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­u­m. Nú­gild­andi kjara­samn­ingar SA og aðild­ar­fé­laga Alþýðu­sam­bands Íslands renna út um ára­mót­in. Þessir kjara­samn­ingar ná til ríf­lega 100 þús­und starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þetta sé leið SA til leggja sín spil á borðið með von um, í sam­vinnu við stétt­ar­fé­lög­in, að hægt sé að láta kap­al­inn um að bætt lífs­kjör almenn­ings ganga upp. SA vill benda á að lífs­kjara­bar­átta snú­ist ekki ein­ungis um launa­hækk­an­ir.

Í bréf­inu er fjallað um nei­kvæð áhrif launa­hækk­ana á sam­keppn­is­stöðu íslensk atvinnu­lífs und­an­farin ár. SA vil bregð­ast við því með því leggja áherslu á að kom­andi breyt­ingar á launum verði að vera í sam­ræmi við mark­mið um stöðugt verð­lag og lækkun vaxta.

Auglýsing

Lítið svig­rúm til launa­hækk­ana

Málin sem SA leggur á borðið eru meðal ann­ars aukið fram­boð á hús­næði til leigu og eign­ar. SA vill einnig skoða þann mögu­leika að breyta skil­greindu dag­vinnu­tíma­bili, upp­gjörs­tíma­bili yfir­vinnu og álags­greiðslum en hlut­fall síð­ast­nefndu þátt­anna í heild­ar­launum er með það hæsta móti hér á landi, sam­kvæmt sam­tök­un­um.

SA vill einnig ræða breytt skipu­lag og sveigj­an­leika. Hall­dór segir að þegar þessi mál hafi verið leyst, sem og málin sem við­mæl­endur þeirra vilja semja um, að aðeins þá sé hægt að meta rýmið til breyt­inga á launum en hann lætur það fylgja með að umrætt svig­rúm sé afar tak­mark­að.

Hann segir inni­hald bréfs­ins ekki beint að ríki eða sveit­ar­fé­lög­um, heldur snú­ist þessar samn­ings­við­ræður um að ná sátt við verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann nefnir að það séu fleiri mál sem sam­eini atvinnu­rek­endur og laun­þega­hreyf­ingum heldur en sundri. Hall­dór von­ast eftir góðri sam­vinnu svo að nýju samn­ing­arnir afgreið­ist áður en núver­andi samn­ingar renni út.

„Ekki orð um ofur­laun“

Drífa Snædal, önnur þeirra sem er í fram­boði til for­seta ASÍ og fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, hefur nú þegar tjáð sig um bréf SA á Face­book-­síðu sinni. Hún gagn­rýnir að SA sendir bréf þar sem þau til­kynna að þau séu til­búin í samn­ings­við­ræður þar sem launa­hækk­anir standi ekki til boða og leggi fram fleiri leiðir til að skerða rétt­indi launa­fólks.

„Ekki orð um ofur­laun eða hvernig skal stemma stigu við sjálftöku eig­enda og stjórn­enda fyr­ir­tækja. Ekki orð um að beita skatt­kerf­inu til jöfn­un­ar. Ekki orð um hvernig atvinnu­rek­endur ætla að tryggja fólki laun til fram­færslu. Takk fyrir það!“ segir Drífa í stöðu­upp­færslu sinni.

SA er til­búið í dans um engar hækk­anir og skerð­ingar á rétt­indum launa­fólks...... af því það er gott fyrir okkur öll!...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Oct­o­ber 2, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent