Donald Trump Bandaríkjaforseti mun þurfa að greiða það sem hann skuldar íbúum New York borgar. Þetta sagði Bill De Blasio, borgarstjóri í New York, og vitnaði í máli sínu til þess að yfirvöld í New York væru nú að skoða skattamál Trumps og fjölskyldu hans, langt aftur í tímann.
New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um fjármál Bandaríkjaforseta og Fred Trumps, föður hans, en hún byggði meðal annars á áður óbirtum gögnum, svo sem skattaskýrslum og gögnum frá fyrirtækjaskrám í Bandaríkjunum.
President Trump has sold himself as a self-made billionaire but a Times investigation found that he received more than $400 million from his father’s empire, much of it through dubious tax schemes during the 1990s, including instances of outright fraud. https://t.co/CciVkq5mDU
— The New York Times (@nytimes) October 2, 2018
Í umfjölluninni kom fram að Donald Trump hefði mögulega tekið þátt í umfangsmiklum fjár- og skattsvikum, en Fred Trump kom miklum fjármunum til hans í gegnum lánveitingar sem aldrei voru greidd til baka, og einnig gjafir. Heildarupphæðin nam að núvirði meira en 400 milljónum Bandaríkjadala, en Bandaríkjaforseti hélt því ítrekað fram í kosningaframboði sínu árið 2016 að hann hefði byggt upp veldi sitt sjálfur en aðeins fengið um 1 milljón Bandaríkjadala að láni til þess að byrjað með, til að koma fasteignaviðskiptum sínum af stað.
New from me: If Democrats win the House, they're going to seek Trump's tax returns. And the tax code says they can get them if they ask. https://t.co/EtbBmeqtRA via @WSJ
— Richard Rubin (@RichardRubinDC) October 3, 2018
Í afhjúpandi umfjöllun New York Times er þetta allt leiðrétt með vísun í fyrrnefnd gögn, og sagt að með peningafærslum og lánveitingum hefði verið komist hjá því að greiða allt að 500 milljónir Bandaríkjadala í skatt, eða sem nemur um 60 milljarða króna.
Lögmaður Trumps hefur neitað þessu, og sagt að Donald Trump hefði ekki komið að þessum skattskilum og að færustu sérfræðingar hefði séð til þess að farið hefði verið að lögum. Engar efnislegar athugasemdir hafa þó verið gerðar við umfjöllunina eða hún leiðrétt að neinu leyti.
De Blasio sagði í dag, í viðtal við Bloomberg, að borgaryfirvöld hefðu öll vopn á hendi til að rannsaka meint skattsvik og það myndu þau gera.