Keflavíkurflugvöllur varð í vikunni fyrsti þjónustuaðilinn á Íslandi til að bjóða viðskiptavinum sínum að borga með Alipay fyrir vörur og þjónustu. Alipay er hluti af Alibaba samsteypunni sem er stærsta netverslun heims og ein vinsælasta farsímagreiðslulausn í heimi með yfir 870 milljónir virka notendur.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia í dag.
Alipay sér í dag um yfir 70 prósent af kínverskum greiðslum í gegnum farsíma. Epassi sem er stærsta farsímagreiðslu þjónustufyrirtæki á Norðurlöndunum hefur í samstarfi við Alipay náð miklum árangri í að ná athygli kínverskra ferðamanna með markaðsetningu í gegnum Alipay appið, segir í tilkynningunni.Fjöldi kínverskra ferðamanna hefur aukist mikið til Íslands og samkvæmt Gunnihildi Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar, fóru nærri 86.000 kínverskir borgarar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún segir að ferðalangar séu orðnir 55.300 á þessu ári og samkvæmt kínverskum stjórnvöldum megi áætla að um 300 þúsund kínverskir ferðamenn heimsæki Ísland árið 2020. Alipay muni því auðvelda þessum stóra hóp ferðamanna að versla á Keflavíkurflugvelli.