Greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga hækkað verulega í ár

Greiðslur dag- og sjúkrapeninga hafa hækkað um 43 prósent og 39 prósent milli ára hjá VR og Eflingu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Greiðslur úr sjúkra­sjóðum tveggja stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins, VR og efl­ingu hafa auk­ist til muna á þessu ári. Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins hækk­uðu sjúkra- og dag­pen­inga greiðslur um 43 pró­sent hjá VR frá því á sama tíma og í fyrra. Hjá Efl­ingu hækk­uðu greiðsl­urnar um 39 pró­sent á milli ára. Hækk­unin skýrist af hluta til af því að laun hafa hækkað og félags­mönnum hefur fjölg­að. Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, sviðs­stjóri sjúkra­sjóðs Efl­ingar segir engu að síður að: „Þó er ljóst að veik­um hef­ur fjölg­að, þeir voru leng­ur veik­ir og fengu hærri upp­­hæð­ir,“ Morg­un­blaðið greinir frá þessu í morg­un.Haft er eftir Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, í blað­inu að iðgjöld í sjúkra­sjóð félags­ins hafi numið 1,8 millj­örðum í fyrra og verði um tveir millj­arðar í ár. Ragnar segir félagið komið yfir 80 pró­sent útgreiðslu­hlut­falls en VR er með einn öfl­ug­asta sjúkra­sjóð lands­ins og því stendur félagið enn sem komið er undir greiðsl­un­um. „Ef þessi þróun heldur áfram þá endar þetta bara á einn veg, með skerð­ing­um. Þetta getur ekki haldið áfram enda­laust.”

Ragnar segir brýnt að kom­ast að rót vand­ans en ann­ars sé við­búið að afleið­ing­arnar legg­ist af þunga á almanna­trygg­inga­kerf­ið. „Við vilj­um vita af hverju fólkið okk­ar er að gef­­ast upp. Hvað er það í okk­ar sam­­fé­lagi sem veld­ur því að við erum að missa fólk í þetta mikl­um mæli í veik­indi, í streit­u­tengda sjúk­­dóma, og út af vinn­u­­mark­að­i?“

Auglýsing
Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins kemur fram að greiðslur byrj­uðu að aukast frá árinu 2013, meðal ann­ars vega aukn­ingar á kvíða- og þung­lyndistengdum kvillum og ein­kennum um kulnun í starfi. Ragnar telur að lík­legir orsaka­valdar gætu verið fyr­ir­tækja­menn­ing hér að landi; of mikið álag á starfs­fólki, óör­yggi vegna stöðu á hús­næð­is­mark­aði og fram­færslu. Hann veltir einnig upp spurn­ing­unni hvort þetta gætu verið síð­búin áhrif hruns­ins að koma fram af meiri þunga en gert var ráð fyr­ir. Ragnar segir að nú sé starf­andi rann­sókn­ar­hópur á vegum VIRK með aðkomu stjórn­valda, verka­lýðs­fé­laga og fleiri. Á hans vegum er komin af stað vinna við að reyna að greina þetta ástand.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent