Forseti alþjóðalögreglunnar Interpol horfinn

Hann sást síðast í Frakklandi, og var þá á leið til Kína.

Hongwei
Auglýsing

For­seti Alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol, Kín­verj­inn Meng Hongwei, er horf­inn. Frá þessu er greint á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC, en síð­ast er vitað um ferðir hans þegar hann var að leggja í hann til Kína frá Lyon í Frakk­landi, 25. sept­em­ber.

Jurgen Stock, næst­ráð­andi Inter­pol, hefur tekið við stjórn­ar­taumunum í fjar­veru Hongwei, af því er segir í til­kynn­ingu frá Inter­pol.

Auglýsing


Heim­ild­ar­menn sem AFP vitnar til, segja að hann sé ekki tal­inn vera í Frakk­landi, og því lík­leg­ast að hann hafi horfið í Kína. Hins vegar hafa frönsk yfir­völd ákveðið að hefja rann­sókn á mál­inu. Í til­kynn­ingu Inter­pol segir að kín­versk stjórn­völd séu einnig að rann­saka mál­ið.

Í umfjöllun BBC kemur fram að fjöl­skyldu­með­limir Hongwei hafi leitað til franskra yfir­valda vegna máls­ins, en hvarf Hongwei þykir falla vel í mynstur svip­aðra mála und­an­far­inna ára, þar sem hátt­sett fólk í kín­verska Komm­ún­ista­flokknum hefur bein­línis horfið af sviði stjórn­mála eða stofn­ana.

Hongwei tók við sem for­seti Inter­pol í nóv­em­ber 2016 og nær ráðn­ing­ar­tíma­bil hans fram á árið 2020. Hann hefur yfir 40 ára reynslu af lög­reglu­störf­um, og var um tíma aðstoð­ar­ráð­herra á sviði þjóðar­ör­ygg­is­mála í Kína. Hann er 65 ára gam­all.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent