Alvarleg áhrif á íbúa sveitarfélaganna bregðist stjórnvöld ekki við

Forvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknarfjarðar funduðu með forystumönnum stjórnarflokkana um helgina vegna neyðarástands. Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis á Vestförðurm.

laxeldi
Auglýsing


Það mun hafa í för með sér afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir sunn­an­verða Vest­firði ef stjórn­völd bregð­ast ekki við sam­stundis við úrskurði úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, segja for­svars­manna sveit­ar­fé­laga á svæð­inu. For­maður stjórnar Arn­ar­lax, Kjartan Ólafs­son, seg­ir: „Við höfum miklar áhyggjur af stöð­unni og erum ugg­andi yfir stöðu fyr­ir­tæk­is­ins og grein­ar­innar í heild sinni. Ljóst er að inn­grip með þessum hætti hefur veru­leg áhrif á upp­bygg­ingu félags­ins og þær fram­tíð­ar­vænt­ingar sem við berum í brjóst­i,“  Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

For­svars­menn Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarðar fund­uðu með for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­ana síð­ast­lið­inn laug­ar­dag og gerðu þeim grein fyrir alvar­leika máls­ins. Sveit­ar­fé­lögin tvö eru með tæp­lega 1300 íbúa og talið er að um 165 íbúar vinni fyrir fyr­ir­tækin á svæð­inu beint auk fjölda verk­taka og þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem tengj­ast fisk­eldi. Talið er að ef ekki er brugð­ist við strax við að leysa úr þessum vanda þá er ljóst að þetta mun hafa afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir sam­fé­lagið í heild sinn­i. 

Auglýsing

Rík­i­s­tjórn­ar­flokk­arnir vinna að lausnum 

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag kemur fram að á fund­inum var sveit­ar­fé­lög­unum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregð­ast við því óvissu­á­standi sem ríkir fyrir vest­an. For­menn stjórn­ar­flokk­anna tjáðu sig einnig allir um málið á Face­book um helg­ina. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, skrif­aði m.a. í gær á Face­book síðu sína: „Við upp­lýstum þau um að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hafa verið með til skoð­unar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta með­al­hófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyr­ir­tæki geti almennt fengið sann­gjarnan frest til að bæta úr þeim ann­mörkum sem koma fram í kæru­ferli og fag­lega sé staðið að öllum mál­um. Það er von mín að far­sæl lausn finn­ist á þessu máli sem allra fyrst.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrif­aði m.a. á laug­ar­dag að óvissan sem skap­að­ist á Vest­fjörðum í kjöl­far úrskurðar úrskurð­ar­nefndar um umhverf­is- og auð­linda­mál væri með öllu óvið­un­andi. „Hér verður að bregð­ast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagn­vart stjórn­völd­um.“ Bjarni sagði að tryggja yrði að sann­gjarnar reglur giltu um rétt til að bæta úr ágöllum í leyf­is­um­sókn­ar­ferli, ef slíku væri til að dreifa, í þessu máli og til fram­búð­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kall­aði eftir lausnum og rifj­aði upp á Face­book síðu sinni í gær hvernig við­var­andi fólks­fækkun á sunn­an­verðum Vest­fjörðum til 2012 sner­ist við vegna upp­bygg­ingar fisk­eld­is. Sömu­leiðis sner­ist íbúa­þróun við á norð­an­verðum Vest­fjörðum í fyrra vegna fisk­eld­is. Hann sagði að yfir 300 störf tengd­ust fisk­eld­inu fyrir vest­an. Auk þess störf­uðu tugir í Ölf­usi/Þor­láks­höfn. Þá hefði fisk­eldi haft jákvæð áhrif á byggða­þróun á sunn­an­verðum Aust­fjörð­um. „Mik­il­vægi fisk­eldis í upp­bygg­ingu byggð­anna fyrir vestan og austan er stað­reynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­mál. Það má því vera öllum ljóst að finna þarf skyn­sam­legar lausnir á núver­andi stöð­u,“ skrif­aði Sig­urður Ingi.

Bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar og odd­viti Tálkna­fjarð­ar­hrepps komu á fund for­manna stjórn­ar­flokk­anna í gær ásam­t...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 7, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent