Alvarleg áhrif á íbúa sveitarfélaganna bregðist stjórnvöld ekki við

Forvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknarfjarðar funduðu með forystumönnum stjórnarflokkana um helgina vegna neyðarástands. Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis á Vestförðurm.

laxeldi
Auglýsing


Það mun hafa í för með sér afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir sunn­an­verða Vest­firði ef stjórn­völd bregð­ast ekki við sam­stundis við úrskurði úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, segja for­svars­manna sveit­ar­fé­laga á svæð­inu. For­maður stjórnar Arn­ar­lax, Kjartan Ólafs­son, seg­ir: „Við höfum miklar áhyggjur af stöð­unni og erum ugg­andi yfir stöðu fyr­ir­tæk­is­ins og grein­ar­innar í heild sinni. Ljóst er að inn­grip með þessum hætti hefur veru­leg áhrif á upp­bygg­ingu félags­ins og þær fram­tíð­ar­vænt­ingar sem við berum í brjóst­i,“  Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

For­svars­menn Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarðar fund­uðu með for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­ana síð­ast­lið­inn laug­ar­dag og gerðu þeim grein fyrir alvar­leika máls­ins. Sveit­ar­fé­lögin tvö eru með tæp­lega 1300 íbúa og talið er að um 165 íbúar vinni fyrir fyr­ir­tækin á svæð­inu beint auk fjölda verk­taka og þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem tengj­ast fisk­eldi. Talið er að ef ekki er brugð­ist við strax við að leysa úr þessum vanda þá er ljóst að þetta mun hafa afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir sam­fé­lagið í heild sinn­i. 

Auglýsing

Rík­i­s­tjórn­ar­flokk­arnir vinna að lausnum 

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag kemur fram að á fund­inum var sveit­ar­fé­lög­unum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregð­ast við því óvissu­á­standi sem ríkir fyrir vest­an. For­menn stjórn­ar­flokk­anna tjáðu sig einnig allir um málið á Face­book um helg­ina. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, skrif­aði m.a. í gær á Face­book síðu sína: „Við upp­lýstum þau um að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hafa verið með til skoð­unar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta með­al­hófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyr­ir­tæki geti almennt fengið sann­gjarnan frest til að bæta úr þeim ann­mörkum sem koma fram í kæru­ferli og fag­lega sé staðið að öllum mál­um. Það er von mín að far­sæl lausn finn­ist á þessu máli sem allra fyrst.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrif­aði m.a. á laug­ar­dag að óvissan sem skap­að­ist á Vest­fjörðum í kjöl­far úrskurðar úrskurð­ar­nefndar um umhverf­is- og auð­linda­mál væri með öllu óvið­un­andi. „Hér verður að bregð­ast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagn­vart stjórn­völd­um.“ Bjarni sagði að tryggja yrði að sann­gjarnar reglur giltu um rétt til að bæta úr ágöllum í leyf­is­um­sókn­ar­ferli, ef slíku væri til að dreifa, í þessu máli og til fram­búð­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kall­aði eftir lausnum og rifj­aði upp á Face­book síðu sinni í gær hvernig við­var­andi fólks­fækkun á sunn­an­verðum Vest­fjörðum til 2012 sner­ist við vegna upp­bygg­ingar fisk­eld­is. Sömu­leiðis sner­ist íbúa­þróun við á norð­an­verðum Vest­fjörðum í fyrra vegna fisk­eld­is. Hann sagði að yfir 300 störf tengd­ust fisk­eld­inu fyrir vest­an. Auk þess störf­uðu tugir í Ölf­usi/Þor­láks­höfn. Þá hefði fisk­eldi haft jákvæð áhrif á byggða­þróun á sunn­an­verðum Aust­fjörð­um. „Mik­il­vægi fisk­eldis í upp­bygg­ingu byggð­anna fyrir vestan og austan er stað­reynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­mál. Það má því vera öllum ljóst að finna þarf skyn­sam­legar lausnir á núver­andi stöð­u,“ skrif­aði Sig­urður Ingi.

Bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar og odd­viti Tálkna­fjarð­ar­hrepps komu á fund for­manna stjórn­ar­flokk­anna í gær ásam­t...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 7, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent