Krónan heldur áfram að veikjast - Verðhrun á mörkuðum

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu gagnvart helstu viðskiptamyntum. Meiri verðbólguþrýstingu virðist í kortunum. Blikur þykja nú á lofti á erlendum mörkuðum, einkum í Bandaríkjunum.

peningar
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum hefur veikst nokkuð að und­an­förnu og hélt sú þróun áfram í dag. 

Krónan veikt­ist gagn­vart evru um 1,36 pró­sent og kostar nú tæp­lega 135 krón­ur. Þetta er nokkur breyt­ing frá því í mar, þegar evran kost­aði tæp­lega 120 krón­ur. 

Sama má segja um Banda­ríkja­dal en hann kostar nú tæp­lega 117 krónur en kost­aði, þegar gengi krónu var sterkast á árinu, tæp­lega 99 krón­ur. 

Auglýsing

Mest var veik­ing krónu gagn­vart norsku krón­unni að und­an­förnu, en gengi hennar gagn­vart helstu erlendu myntum hefur styrkst að und­an­förnu, sam­hlið hækkun olíu­verðs. 

Verð­bólgu­þrýst­ingur hefur farið vax­andi að und­an­förnu, sé horft til þró­unar á ýmsum hag­stærðum sem hafa áhrif á verð­bólgu, svo sem olíu­verð og launa­þró­un. Verð­bólga mælist nú 2,7 pró­sent, sem telst lágt í sögu­legu sam­hengi á Íslandi, en það er lítið eitt yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands, sem er 2,5 pró­sent. 

Vænt­ingar um meiri verð­bólgu

Gengi krónunnar veiktist nokkuð í dag.Eitt af því sem segja má að sé óviss­þátt­ur, þegar kemur að þróun verð­bólg­unnar á Íslandi, er útkoman úr kjara­við­ræðum í vet­ur, en samn­ingar fjöl­margra stétt­ar­fé­laga eru lausir um ára­mót. Eins og greint var frá í dag þá hefur samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands sent frá sér kröfu­gerð gagn­vart stjórn­völdum og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, en sam­kvæmt henni er farið fram á tug­pró­senta hækkun lág­marks­launa, úr 300 þús­und í 425 þús­und, en jafn­framt er farið fram á víð­tækar kerf­is­breyt­ing­ar, svo sem styttri vinnu­tíma, breyt­ingar á skatt­kerf­inu og tvö­földun per­sónu­af­slátt­ar. 

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands gerði verð­bólgu­vænt­ingar að umtals­efni við vaxta­á­kvörðun sína, 3. októ­ber síð­ast­lið­inn, og sagði þá að vænt­ing­arnar væru á alla mæli­kvarða langt yfir verð­bólgu­mark­miði. „Verð­bólga jókst milli fjórð­unga á þriðja fjórð­ungi árs­ins eins og spáð var í ágúst. Verð­bólga án hús­næðis hefur einnig auk­ist og mun­ur­inn milli mæli­kvarða á verð­bólgu með og án hús­næðis hefur minnkað mik­ið. Áfram dregur úr árs­hækkun hús­næð­is­verðs en á móti vegur að inn­flutn­ings­verð hefur hækkað umtals­vert að und­an­förnu. Að hluta end­ur­speglar það hraða hækkun olíu­verðs á alþjóða­mark­aði. Gengi krón­unnar hefur lækkað frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar og geng­is­flökt jókst í sept­em­ber m.a. vegna óvissu um fjár­mögnun eins af stóru flug­fé­lögum lands­ins. Verð­bólgu­vænt­ingar úr könn­unum hafa hald­ist óbreyttar frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar en verð­bólgu­á­lag á skulda­bréfa­mark­aði hefur hækk­að. Á alla mæli­kvarða virð­ast verð­bólgu­vænt­ingar vera nokkuð yfir mark­miði. Pen­inga­stefnu­nefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verð­bólgu við mark­mið til lengri tíma lit­ið. Haldi verð­bólgu­vænt­ingar áfram að hækka og fest­ist í sessi umfram mark­mið mun það kalla á harð­ara taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar. Aðrar ákvarð­an­ir, einkum á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­mál­um, hafa þá áhrif á hversu mik­ill fórn­ar­kostn­aður verður í lægra atvinnustig­i,“ sagði í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. 

Meg­in­vextir eru nú 4,25 pró­sent.

Breyt­ingar á erlendum mörk­uðum

Vextir víða um heim fara nú hækk­andi, og má segja að Seðla­banki Banda­ríkj­anna hafi leitt þá þró­un. Stýri­vextir þar í landi hafa farið hækk­andi að und­an­förnu og eru nú 2,25 pró­sent, en þeir héld­ust á bil­inu 0 til 0,25 pró­sent í átta ár. Verð­bólgu­þrýst­ingur í Banda­ríkj­unum hefur farið hækk­andi, og hefur um 40 pró­sent hækkun olíu­verðs meðal á und­an­förnu 5 mán­uðum meðal ann­ars ýtt undir hann. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur kvartað sáran undan þessu, og kvatt Seðla­bank­ann til að lækka vexti og hefur einnig beint því til OPEC ríkj­anna, einkum Sádí-­Ar­ab­íu, að auka fram­leiðslu á olíu til að lækka olíu­verð. 

Nokkur titr­ingur er einnig á mörk­uðum í Banda­ríkj­unum vegna við­skipta­stríðs Banda­ríkj­anna og Kína, en deildar mein­ingar eru um ágæti þess­ara aðgerða fyrir Banda­rík­in. Þannig hafa efa­semdir meðal fjár­festa, um skyn­semi þessa að setja tolla á meira en 250 millj­arða Banda­ríkja­dala varn­ing frá Kína, farið vax­and­i. 



Í dag var verð­hrun - sé litið til þró­unar innan dags - á hluta­bréfa­mark­aði í Banda­ríkj­un­um, en Nas­daq vísi­talan hefur lækkað um 4 pró­sent það sem af er degi. Sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal er ástæðan fyrir þessu meðal ann­ars rakin til hækk­andi vaxta­á­lags, þar sem fjár­festar eru þá að færa til fjár­muni og þá meira úr hluta­bréf­um, yfir í skulda­bréf. 

Í Evr­ópu voru einnig lækk­anir á mörk­uðum í dag, á bil­inu 1 til 3 pró­sent. Seðla­banki Evr­ópu hefur gefið það út að hann muni hætta víð­tækum örv­un­ar­að­gerðum sínum í des­em­ber næst­kom­andi, en hann hefur keypt skulda­bréf fyrir um 60 millj­arða evra á mán­uði und­an­farin ár, með það að mark­aði að örva hag­vöxt. Búist er við því að vextir muni fara almennt hækk­andi, eftir að þessu tíma­bili lýk­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent