Hagnaður af rekstri Samfylkingarinnar nam 26,7 milljónum króna í árslok 2017 og var eigið fé jákvætt um 76,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Í henni segir að þetta sé mikill viðsnúningur á stöðu flokksins frá árinu 2016 en þá hafi tap af rekstri flokksins numið rúmlega 28 milljónum króna. Sveiflan á stöðu flokksins milli ára nemur því um 60 milljón króna.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir árangurinn mjög ánægjulegan, ekki síst í ljósi þess að árið 2017 fóru fram Alþingiskosningar og var kostnaður flokksins alls af þeim 20,4 milljónir krónur.
Styrkir frá einstaklingum námu 33,3 milljónum króna
„Viðsnúningurinn á rekstrinum sé miklu aðhaldi að þakka en aðallega flokksmönnum sjálfum en alls námu styrkir frá einstaklingum 33,3 milljónum króna, af þeim hafi 15,7 milljónir komið frá kjörnum fulltrúum og nefndarfólki. Þá hafi 17,5 milljónir safnast í sóknarátökum. Framlög ríkisins til flokksins námu á árinu 2017 um það bil 23,1 milljónum króna og styrkir lögaðila voru 6,7 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni.