Beiðni Þórunnar Egilsdóttur þingmanns Framsókarflokksins um skýrslu frá félags- og jafréttismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum.
Skýrslan gengur út á úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun, samkvæmt tilkynningunni.
Í skýrslubeiðninni er meðal annars spurt á hvaða samfélagshópa greiðslubyrðin hafi lagst þyngst í kjölfar hrunsins, hver núverandi húsnæðisstaða þeirra sem misstu fasteignir sínar er og hver áhrif verðtryggingar lána heimilanna væri á heimilin og hagkerfið.
Meðflutningsmenn voru úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Vinsti grænum, Pírötum og Flokki fólksins.