Hagfræðideild Landsbanka Íslands gerir ráð fyrir skarpri hækkun verðbólgu á næstu mánuðum. Hún mælist nú á ársgrundvelli 2,7 prósent en spá hagfræðideildar gerir ráð fyrir að hún verði komin í 3,6 prósent í desember.
Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú 4,25 prósent.
Samkvæmt spá hagfræðideildar, sem birtist í hagsjá bankans, segir að verðbólguhorfur hafi versnað umtalsvert að undanförnu. Meðal þess sem líklegt er að muni hafa áhrif á vístölu neysluverðs er hækkun á húsaleigu, segir í hagsjánni.
Spá bankans gerir ráð fyrir að verðbólgan á ársgrundvelli hækki upp í 3,2 prósent í nóvember.
Verðkönnun okkar á fasteignamarkaði bendir til nokkuð hressilegrar hækkunar á reiknaðri húsaleigu.
Nokkur atriði eru nefnd sérstaklega, sem áhrifaþættir, en ljóst er að veiking krónunnar að undanförnu er að ýta undir verðbólguþrýsting.
Meðal þátta sem ýta undir meiri verðbólgu:
- Kaup ökutækja hækka vegna lækkunar á gengi krónunnar.
- Matur og drykkjarvara hækkar einnig vegna lækkunar á gengi krónunnar.
- Hækkun heimsmarkaðsverðs á bensíni skilar sér inn
í verð á bensíni og díselolíu, en fatið af Brenthráolíu
er komið yfir 80 Bandaríkjadali.