Önnur kreppa, sambærileg við þá sem varð fyrir áratug á alþjóðamörkuðum, er á leiðinni og það er aðeins spurning um hvenær.
Frá þessu er greint í ítarlegri umfjöllun í The Economist sem kom til áskrifenda í gær.
Ástæðan er meðal annars viðkvæmt skuldastaða þjóðríkja, fyrirtækja og heimila víða um heim, eftir áratugstímabil örvunaraðgerða seðlabanka í heiminum.
Er sérstaklega vikið að stöðu mála í Bandaríkjunum, og tekið fram að margt bendi til þess að tími mikillar uppsveiflu sé nú að líða undir lok, en samkvæmt rannsóknum á hagþróun í Bandaríkjunum og endast uppsveiflur þar yfirleitt ekki mikið lengur en áratug.
Um þessar mundir eru hagtölur að mörgu leyti jákvæðar; atvinnuleysi er um 4 prósent, hagvöxtur er í viðvarandi og töluverður uppgangur er víða.
Það sem helst bendir til þess að nú sé að fara þrengja að, jafnvel með dramatískum breytingum, er vaxandi verðbólguþrýstingur víða og vaxtahækkanir. Mikil skuldsetning sé hættuleg við slíkar aðstæður. Seðlabanki Bandaríkjanna er nú í vaxtahækkanaferli og samkvæmt spá bankans verða vextirnir komnir í 3,5 prósent árið 2020, en þeir eru nú 2,25 prósent. Seðlabanki Evrópu er síðan að hætta örvunaraðgerðum sínum í desember, en hann hefur keypt skuldabréf á markaði fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði undanfarin ár, til að örva hagvöxt.
Samkvæmt spá bankans má reikna með hækkun vaxta og aukinni verðbólga, á næsta ári.
Í þessari stöðu er einnig nefnt, að breytingar á viðskiptasamningum - með tollastríð Bandaríkjanna og Kína í algleyminingi - séu afar áhættusamar, og geti komið af stað alvarlegri efnahagsþróun. Þannig er Kína með mikla skuldsetningu víða um landið, bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera. Með auknum fjármagnskostnaði þurfi ekki endilega mikið til þess, að skapa kjöraðstæður fyrir nýja kreppu.