Paul Allen, sem stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr krabbameini. Hann tilkynnti nýlega um að krabbamein hefði tekið sig upp að nýju, og að hann hefði fullt traust á þeim sem hefðu við stjórnartaumunum í öllum verkefnum hans.
Allen var með auðugustu mönnum heims, en stór hluti af fjárfestingum hans beindist að heimasvæði hans, Seattle borg og nágrenni. Hann rak þaðan fjárfestingafélag sitt, Vulcan, og umsvifamikið góðgerðarstarf sitt sömuleiðis. Stór hluti eigna hans var í óskráðum eignum, meðal annars í sjóðum sem styrkja nýsköpunar- og vísindastarf og fjárfesta í sprotafyrirtækjum.
pic.twitter.com/msJhSPZBXm
— Paul Allen (@PaulGAllen) October 15, 2018
Allen var einnig ötull stuðningsmaður íþrótta og heilbrigðismála, og var meðal annars eigandi Seattle Seahawks í NFL deildinni og Portland Trailblazers í NBA deildinni. Þá var fasteignafélag hans, undir armi Vulcan, með umsvifamestu fjárfestingafélögum Vesturstrandar Bandaríkjanna og hefur meðal annars þróað og byggt upp svæðið þar sem Amazon er með höfuðstöðvar sínar í Seattle.
Kjarninn fjallaði ítarlega um Allen og fjárfestingar hans, í nóvember í fyrra, en hann var oft nefndur hugmyndamaður (Idea Man) og kom samnefnd bók um hann út 2011.