Stórfelld svikamylla afhjúpuð

Átján evrópskir fjölmiðlar hafa undir hafa undir verkstjórn þýsku rannsóknarfréttastofunnar Correctiv afhjúpað einhver mestu skattsvik sögunnar. Nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir í svikamylluna.

pexels-photo-164541.jpeg
Auglýsing

Nokkrir af stærstu bönkum heims eru viðriðnir einu stærsta fjár- og skattsvika­máli sög­unn­ar. Svikin hafa kostað rík­is­sjóði í minnst ell­efu Evr­ópu­lönd­um, þar á meðal almenn­ing, þús­und millj­arða króna. Nýttar voru ýmsar gloppur í skatta­lögum og lögum um afgreiðslu til að svíkja millj­arða undan skatti.

Átján evr­ópskir fjöl­miðl­ar, anmarks Radio (DR), Politi­ken, Le Monde, Reuters, Die Zeit og þýska rík­is­sjón­varpið ARDH hafa undir verk­stjórn þýsku rann­sókn­ar­frétta­stof­unnar Cor­rectiv rann­sakað gíf­ur­legt gagna­magn um málið síð­ustu mán­uði. Frá þessu er greint á Rúv í dag.

Á ríf­lega 180.000 blað­síðum sem fjöl­miðl­arnir hafa undir höndum koma nöfn og merki banka á borð við Morgan Stan­ley, BNP Pari­bas, Deutsche Bank, J.P.Morgan, Credit Suis­se, Commerz­bank, Barclays og Bank of Amer­ica fyr­ir, aftur og aft­ur, segir í frétt DR. Í gögnum kemur fram hvernig nýttar hafa verið með glæp­sam­legum hætti ýmsar gloppur og smugur í skatta­lögum og lögum um hluta­bréfa­við­skipti og upp­gjör og afgreiðslur hluta­fé­laga.

Auglýsing

Með beinni aðkomu banka og hátt­settra yfir­manna náðu fjár­glæfra­menn­irnir að svíkja nær 7500 millj­arða króna undan skatti í Dan­mörku, Þýska­landi, Belg­íu, Frakk­landi og Ítal­íu. Meira en helm­ingur þess­arar upp­hæð­ar, um 4.300 millj­arðar króna, voru sviknir af almenn­ingi í Þýska­landi en tæp­lega 2.300 millj­arðar af frönsku þjóð­inni. Í  fréttum DR og Der Spi­egel er tekið er fram að mögu­legt og jafn­vel lík­legt sé að þessar tölur séu í raun enn hærri.

Lyk­il­at­riði í stórum hluta þess­ara brota eru reglur um end­ur­greiðslur skatta vegna hluta­bréfa­kaupa. Í gróf­ustu brot­un­um, segir í frétt DR, tókst svindl­ur­unum að fá sama skatt­inn end­ur­greiddan allt að tíu sinn­um. Í væg­ustu brot­unum komu þeir sér ein­fald­lega undan því að borga þann skatt sem þeir hefðu með réttu átt að greiða. ­Sem fyrr segir nýttu svika­hrapp­arnir sér ýmsar smugur í skatta­lögum í hverju landi, en einnig tókst þeim að færa sér í nyt þann mun sem finna má á lög­gjöf­inni landa á milli. 

Sam­kvæmt gögn­unum hefur þessi brota­starf­semi verið stunduð frá árinu 2001 hið minnsta og fram til 2016. Lög­regla, sak­sókn­ara­emb­ætti og skatt­yf­ir­völd í Þýska­landi hafa þegar hafið form­lega saka­mála­rann­sókn á nokkrum málum sem rann­sókn fjöl­miðl­anna hefur afhjúpað og meðal ann­ars er fjallað um í þýska frétta­skýr­inga­þætt­inum Panorama. Við­búið er að yfir­völd í hinum lönd­unum fylgi for­dæmi þeirra innan skamm­s. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent