Stórfelld svikamylla afhjúpuð

Átján evrópskir fjölmiðlar hafa undir hafa undir verkstjórn þýsku rannsóknarfréttastofunnar Correctiv afhjúpað einhver mestu skattsvik sögunnar. Nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir í svikamylluna.

pexels-photo-164541.jpeg
Auglýsing

Nokkrir af stærstu bönkum heims eru viðriðnir einu stærsta fjár- og skattsvika­máli sög­unn­ar. Svikin hafa kostað rík­is­sjóði í minnst ell­efu Evr­ópu­lönd­um, þar á meðal almenn­ing, þús­und millj­arða króna. Nýttar voru ýmsar gloppur í skatta­lögum og lögum um afgreiðslu til að svíkja millj­arða undan skatti.

Átján evr­ópskir fjöl­miðl­ar, anmarks Radio (DR), Politi­ken, Le Monde, Reuters, Die Zeit og þýska rík­is­sjón­varpið ARDH hafa undir verk­stjórn þýsku rann­sókn­ar­frétta­stof­unnar Cor­rectiv rann­sakað gíf­ur­legt gagna­magn um málið síð­ustu mán­uði. Frá þessu er greint á Rúv í dag.

Á ríf­lega 180.000 blað­síðum sem fjöl­miðl­arnir hafa undir höndum koma nöfn og merki banka á borð við Morgan Stan­ley, BNP Pari­bas, Deutsche Bank, J.P.Morgan, Credit Suis­se, Commerz­bank, Barclays og Bank of Amer­ica fyr­ir, aftur og aft­ur, segir í frétt DR. Í gögnum kemur fram hvernig nýttar hafa verið með glæp­sam­legum hætti ýmsar gloppur og smugur í skatta­lögum og lögum um hluta­bréfa­við­skipti og upp­gjör og afgreiðslur hluta­fé­laga.

Auglýsing

Með beinni aðkomu banka og hátt­settra yfir­manna náðu fjár­glæfra­menn­irnir að svíkja nær 7500 millj­arða króna undan skatti í Dan­mörku, Þýska­landi, Belg­íu, Frakk­landi og Ítal­íu. Meira en helm­ingur þess­arar upp­hæð­ar, um 4.300 millj­arðar króna, voru sviknir af almenn­ingi í Þýska­landi en tæp­lega 2.300 millj­arðar af frönsku þjóð­inni. Í  fréttum DR og Der Spi­egel er tekið er fram að mögu­legt og jafn­vel lík­legt sé að þessar tölur séu í raun enn hærri.

Lyk­il­at­riði í stórum hluta þess­ara brota eru reglur um end­ur­greiðslur skatta vegna hluta­bréfa­kaupa. Í gróf­ustu brot­un­um, segir í frétt DR, tókst svindl­ur­unum að fá sama skatt­inn end­ur­greiddan allt að tíu sinn­um. Í væg­ustu brot­unum komu þeir sér ein­fald­lega undan því að borga þann skatt sem þeir hefðu með réttu átt að greiða. ­Sem fyrr segir nýttu svika­hrapp­arnir sér ýmsar smugur í skatta­lögum í hverju landi, en einnig tókst þeim að færa sér í nyt þann mun sem finna má á lög­gjöf­inni landa á milli. 

Sam­kvæmt gögn­unum hefur þessi brota­starf­semi verið stunduð frá árinu 2001 hið minnsta og fram til 2016. Lög­regla, sak­sókn­ara­emb­ætti og skatt­yf­ir­völd í Þýska­landi hafa þegar hafið form­lega saka­mála­rann­sókn á nokkrum málum sem rann­sókn fjöl­miðl­anna hefur afhjúpað og meðal ann­ars er fjallað um í þýska frétta­skýr­inga­þætt­inum Panorama. Við­búið er að yfir­völd í hinum lönd­unum fylgi for­dæmi þeirra innan skamm­s. 

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent