Áhætta í fjármálakerfinu eykst

Samkvæmt Seðlabankanum hefur áhætta sem tengist ferðaþjónustunni aukist frá því í vor en töluvert hefur hægst á vexti í greininni undanfarið.

Rannveig Sigurðardóttir
Rannveig Sigurðardóttir
Auglýsing

Áhætta í fjár­mála­kerf­inu hefur auk­ist en er enn hóf­leg. Tölu­vert hefur hægt á vexti ferða­þjón­ust­unnar og hefur áhætta sem teng­ist henni auk­ist frá því í vor. Mikil hækkun olíu­verðs og hörð sam­keppni hefur reynt á þan­þol flug­fé­laga hér á landi eins og ann­ars staðar og hefur birst í rekstr­ar­erfi­leikum þeirra. 

Þetta kemur fram í for­mála aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, Rann­veigar Sig­urð­ar­dótt­ur, í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem Seðla­bank­inn gaf út í dag. 

Rann­veig segir að þessi þróun hafi lík­lega átt þátt í nokk­urri veik­ingu krón­unnar á haust­mán­uðum vegna end­ur­mats á efna­hags­á­standi og horf­um. Lægra raun­gengi gæti á móti stutt við ferða­þjón­ust­una. Hægt hafi á útlána­vexti stóru við­skipta­bank­anna til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sam­hliða hæg­ari vexti í grein­inn­i. 

Auglýsing

„Vöxt­ur­inn hefur þó verið tölu­verður und­an­farin ár og nema útlán til grein­ar­innar um tíund af lána­safni bank­anna. Verði sam­dráttur í tekjum af ferða­þjón­ustu gætu orðið útlána­töp í grein­inni en það eitt og sér mun ekki ná að tefla stöðu bank­anna í tví­sýn­u,“ segir hún en bætir því að ef kæmi hins vegar til veru­legs sam­dráttar í tekjum af ferða­þjón­ustu yrði það einnig áfall fyrir þjóð­ar­búið í heild vegna þeirra áhrifa sem það hefði meðal ann­ars á gjald­eyr­is­tekjur og gengi krón­unn­ar.

Ef bakslag kemur þá eykur hátt verð atvinnu­hús­næðis líkur á verð­lækkun

Einn áhættu­þáttur sem fjallað er um í Fjár­mála­stöð­ug­leika teng­ist hraðri hækkun raun­verðs atvinnu­hús­næðis á und­an­förnum miss­erum, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Rann­veig segir að raun­verðið sé nú orðið hátt miðað við flestar tengdar hag­stærðir og í sögu­legu sam­hengi. Hátt verð auki líkur á verð­lækkun komi bakslag í efna­hags­lífið en sveiflur í verði atvinnu­hús­næðis hafi leikið stórt hlut­verk í fjár­málakreppum víða um heim. Útlán sem veitt hafa verið fast­eigna- og bygg­inga­fyr­ir­tækjum séu nú um fimmt­ungur útlána við­skipta­bank­anna þannig að verð­lækkun atvinnu­hús­næðis gæti haft áhrif á bank­ana.

„Áhætta á hús­næð­is­mark­aði er að öðru leyti svipuð og við útgáfu Fjár­mála­stöð­ug­leika í vor. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis er nú hærra en það hefur áður verið en hækkun hús­næð­is­verðs í hlut­falli við laun, tekjur og bygg­ing­ar­kostnað virð­ist hafa stöðvast. Þar leggj­ast á eitt aukið íbúða­fram­boð, hæg­ari fjölgun íbúða sem nýttar eru til skamm­tíma­út­leigu til ferða­manna og minni inn­flutn­ingur vinnu­afls. Eft­ir­spurn er enn mikil en spáð er auknu fram­boði á næstu árum, enda hús­næð­is­verð enn hátt í hlut­falli við bygg­ing­ar­kostn­að, og því útlit fyrir að betra jafn­vægi geti skap­ast á hús­næð­is­mark­að­i,“ segir hún. 

Efna­hags­á­stand í helstu við­skipta­löndum Íslands hefur batnað

Skulda­vöxtur heim­il­anna er hóf­legur miðað við aðrar hag­stærðir enn sem komið er þrátt fyrir mikla aukn­ingu í hús­næð­isauði heim­il­anna, segir Rann­veig. „Mik­il­vægt er að heim­ilin nýti aukið veð­rými til skulda­aukn­ingar af var­færni. Hús­næð­is­skuldir heim­il­anna hafa vaxið um leið og aðrar skuldir þeirra hafa dreg­ist sam­an. Auk­ist fram­boð á hús­næði meira en eft­ir­spurn eða verði bakslag í ferða­þjón­ustu gæti hús­næð­is­verð gefið eftir og taps­á­hætta bank­anna auk­ist.“

Hún bendir á að efna­hags­á­stand í helstu við­skipta­löndum Íslands hafi batnað und­an­farin miss­eri en óvissa á alþjóða­vett­vangi hafi auk­ist í seinni tíð. Þá gætu alþjóð­leg fjár­mála­leg skil­yrði versnað fremur skyndi­lega, til að mynda ef snögg hækkun yrði á lang­tíma­vöxtum vegna end­ur­mats á áhættu og/eða hærri verð­bólgu­vænt­inga. Slík þróun sam­fara mis­hraðri aðlögun pen­inga­stefn­unnar á stærri gjald­mið­ils­svæðum frá slaka til hlut­leysis eða aðhalds gæt­i ­leitt til mik­illa sveiflna í fjár­magns­flæði og gengi gjald­miðla.

End­ur­fjár­mögn­un­ar­á­hætta bank­anna á erlendum mörk­uðum tak­mörkuð

Rann­veig segir að end­ur­fjár­mögn­un­ar­á­hætta bank­anna á erlendum mörk­uðum næstu miss­eri sé tak­mörkuð því að lausa­fjár­staða þeirra í erlendum gjald­miðlum sé mjög rúm. Eig­in­fjár­staða bank­anna hafi verið vel yfir kröfum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um skeið en hafi lækkað í fyrra og í ár einkum vegna arð­greiðslna og nálgist nú kröfur eft­ir­lits­ins. 

„Að teknu til­liti til hækk­unar sveiflu­jöfn­un­ar­auka í maí á næsta ári og svo kall­aðs stjórn­enda­auka er svig­rúm til frek­ari lækk­unar eig­in­fjár­hlut­falla orðið lít­ið. Bank­arnir eiga mögu­leika á að breyta eig­in­fjár­skipan sinni með útgáfu víkj­andi lána sem eykur svig­rúm þeirra til frek­ari arð­greiðslna. Það form eig­in­fjár er þó veik­ara og mætir ekki tapi með sama hætti. Því væri æski­legt að stilla arð­greiðslum í hóf,“ segir hún. 

Mik­il­vægt að fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­veiti við­náms­þrótt sinn

Rann­veig segir að skref hafi verið tekin í að styrkja við­náms­þrótt fjár­mála­fyr­ir­tækja með kröfum um upp­bygg­ingu eig­in­fjár­auka á meðan kerf­is­á­hætta sé enn tak­mörk­uð. Áfram þurfi að huga að þeirri upp­bygg­ingu með frek­ari hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans en til­gangur hans sé að styrkja við­náms­þrótt fjár­mála­fyr­ir­tækja gagn­vart sveiflu­tengdri áhætt­u. 

„Í ljósi þess að áhætta í fjár­mála­kerf­inu er að aukast, óvissa er um hve hratt dregur úr spennu í þjóð­ar­bú­skapnum og að alþjóð­leg fjár­mála­skil­yrði gætu versnað er mik­il­vægt að fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­veiti við­náms­þrótt sinn þannig að þau hafi burði til að mæta áföll­u­m,“ segir hún. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent