Sjálfvirkni mun fækka störfum í framtíðinni

Finnur Árnason, forstjóri Haga, telur að störfum í íslenskri verslun muni fækka vegna vaxandi sjálfvirkni. Nú um sinn munu hins vegar sjálfsafgreiðslukassar aðeins auka þjónustu fyrir viðskiptavini.

bónus afgreiðslufólk
Auglýsing

Sjálf­virkn­i­svæð­ing hefur nú þegar farið af stað í íslenskum mat­vöru­versl­unum en hefur ekki enn tekið yfir afgreiðslu­störf starfs­manna í versl­unum sam­kvæmt for­stjóra Haga og fram­kvæmda­stjóra Krón­unn­ar. Fram kemur í nýrri skýrslu Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, Íslensk net­versl­un, að ýmsar rann­sóknir bendi til að versl­un­ar­störfum muni fækka á næstu árum. Deloitte, alþjóð­legt ráð­gjafa­fyr­ir­tæki, hefur til dæmis áætlað störfum í verslun muni fækka um 60 pró­sent næstu tvo ára­tugi. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið McK­insey áætla í nýrri skýrslu að störfum í verslun í Mið-­Evr­ópu muni fækka um 20 til 25 pró­sent næstu fimm ár.  Hag­stofa Íslands áætlar að um 27 þús­und manns starfi í verslun á Íslandi. Yfir­fært á Ísland sam­svari slík fækkun því að þús­undir starfa muni hverfa á næstu árum. 

 En talið er að sjálfs­af­greiðsla muni leysa af hólmi hefð­bundin afgreiðslu­störf í versl­un, ekki síst í stór­mörk­uðum í fram­tíð­inni. Sam­tímis geti orðið til ný störf eftir því sem stærri hluti versl­unar fær­ist yfir í net­versl­un. Andrés telur að sú til­færsla kalli á aukna menntun versl­un­ar­fólks og segir það áhyggju­efni fyrir fólk með­ lág­marks­mennt­un.  

Auglýsing

„Margir telja að mennt­un­ar­kröf­urn­ar verði allt aðrar og að gerð verði meiri krafa um háskóla­mennt­un. Við­skipti yfir netið krefjast enda tækni­þekk­ingar og þekk­ing­ar á mark­aðs­setn­ing­u. Verka­lýðs­hreyf­ingin virð­ist ekk­ert vera að velta fyrir sér hvernig störfin og kröfur vinnu­mark­að­ar­ins eru að breyt­ast. Það áhuga­leysi vekur athygli. Full­trúar VR virð­ast ekki vera að und­ir­búa þessa 27 þús­und félags­menn sína í verslun til að takast á við breyttar aðstæður á gjör­breyttum vinnu­mark­aði. Þetta er ekki að fara að ger­ast eftir fimm ár heldur er þetta að ger­ast núna. Það hræðir menn,“ segir Andrés jafn­framt.

Sjálfs­af­greiðslu­kassar komnir upp

Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, segir fyr­ir­tækið hafa sett upp sjálfs­af­greiðslu­kassa í Bónus og nú sé verið að setja upp slíka kassa einnig í Hag­kaup.„Það er ljóst af fyrstu við­brögðum að það er áhugi á þessu. Sjálfs­af­greiðslu­lausnir voru komnar á fullt erlendis fyrir 10 til 15 árum. Tæknin var prófuð á Íslandi fyrir tíu árum. Þá var lausnin bæði dýr og mark­að­ur­inn lít­ill þannig að þeir sem byrj­uðu hættu. Nú eru við­horfin breytt. Við erum með tækni­fær­ara fólk en fyrir 10 til 20 árum. Hag­kvæmnin í lausn­unum er líka orðin miklu meiri. Hvort tveggja gerir það að verkum að þetta er orðið raun­hæfur val­kost­ur.“ segir Finnur í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Hann segir um 2.300 manns starfa hjá Hög­um. Helm­ing­ur­inn, um 1.150 manns, starfi við afgreiðslu. Hann segir aðspurður að undir „eðli­legum kring­um­stæð­um“ hefði fjöldi afgreiðslu­fólks hjá Högum náð hámarki. „Hins vegar hefði engum dottið í hug fyrir 50 árum að hafa búðir opnar allan sól­ar­hring­inn. Ég veit ekki hvernig þetta verður eftir 20 til 30 ár; hvort allt verður þá opið,“ segir Finnur og bendir á versl­anir Amazon Go í Banda­ríkj­un­um. Þar sé ekki einn ein­asti afgreiðslu­mað­ur. „Tæknin mun auð­vitað sjálf­virkni­væða fleiri þætti þegar fram í sæk­ir. Sjálf­virkni­væð­ing er líka að eiga sér stað í vöru­hús­um,“ segir Finn­ur.

Aðspurður hvort störfum í verslun á Íslandi muni fækka á næstu árum vegna þess­ara þátta kveðst Finnur „frekar hafa trú á því“. „Eins og er lítum við á þetta sem val­kost. Okkar við­skipta­vinir velja hvora leið­ina þeir fara.“ Finnur segir versl­un­ina með­vit­aða um vægi launa­kostn­aðar í rekstr­in­um. „Það er alveg ljóst að kostn­að­ar­grunnur skiptir okkur veru­legu máli og laun eru okkar stærsti kostn­að­ar­lið­ur­.“ 

Mun ekki fækka fólki 

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, telur að sjálfað­greiðslukössum muni fjölga „um­tals­vert“ í Krón­unni næstu ár. „Við gerum ráð fyrir að inn­leiða þetta smátt og smátt í fleiri versl­an­ir. Það er tak­mark­andi þáttur að við fáum ekki nógu marga kassa. Það er aðeins einn umboðs­að­ili að þjón­usta okkur og hann virð­ist ekki fá nægt magn af köss­um. Inn­leið­ingin gengur hægar en við gerðum ráð fyr­ir.“ Gréta María segir Krón­una bjóða við­skipta­vinum þessa þjón­ustu svo þeir geti verið fljótir í gegn sam­kvæmt Morg­un­blað­inu.

„Reynslan sem er komin af þess­ari tækni bendir ekki til að hún muni fækka hjá okkur fólki. Við lítum á þetta sem aukna þjón­ust­u.“ Spurð hvort fjöldi afgreiðslu­fólks hafi náð hámarki miðað við veltu bendir hún á að Krón­u-­búð­irnar séu ólík­ar. Hún sjái ekki fyrir sér að slíkum störfum fjölgi í stóru búð­un­um, þrátt fyrir aukna veltu. Sjálf­virknin muni taka við við­bót­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent