Sjálfvirkni mun fækka störfum í framtíðinni

Finnur Árnason, forstjóri Haga, telur að störfum í íslenskri verslun muni fækka vegna vaxandi sjálfvirkni. Nú um sinn munu hins vegar sjálfsafgreiðslukassar aðeins auka þjónustu fyrir viðskiptavini.

bónus afgreiðslufólk
Auglýsing

Sjálf­virkn­i­svæð­ing hefur nú þegar farið af stað í íslenskum mat­vöru­versl­unum en hefur ekki enn tekið yfir afgreiðslu­störf starfs­manna í versl­unum sam­kvæmt for­stjóra Haga og fram­kvæmda­stjóra Krón­unn­ar. Fram kemur í nýrri skýrslu Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, Íslensk net­versl­un, að ýmsar rann­sóknir bendi til að versl­un­ar­störfum muni fækka á næstu árum. Deloitte, alþjóð­legt ráð­gjafa­fyr­ir­tæki, hefur til dæmis áætlað störfum í verslun muni fækka um 60 pró­sent næstu tvo ára­tugi. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið McK­insey áætla í nýrri skýrslu að störfum í verslun í Mið-­Evr­ópu muni fækka um 20 til 25 pró­sent næstu fimm ár.  Hag­stofa Íslands áætlar að um 27 þús­und manns starfi í verslun á Íslandi. Yfir­fært á Ísland sam­svari slík fækkun því að þús­undir starfa muni hverfa á næstu árum. 

 En talið er að sjálfs­af­greiðsla muni leysa af hólmi hefð­bundin afgreiðslu­störf í versl­un, ekki síst í stór­mörk­uðum í fram­tíð­inni. Sam­tímis geti orðið til ný störf eftir því sem stærri hluti versl­unar fær­ist yfir í net­versl­un. Andrés telur að sú til­færsla kalli á aukna menntun versl­un­ar­fólks og segir það áhyggju­efni fyrir fólk með­ lág­marks­mennt­un.  

Auglýsing

„Margir telja að mennt­un­ar­kröf­urn­ar verði allt aðrar og að gerð verði meiri krafa um háskóla­mennt­un. Við­skipti yfir netið krefjast enda tækni­þekk­ingar og þekk­ing­ar á mark­aðs­setn­ing­u. Verka­lýðs­hreyf­ingin virð­ist ekk­ert vera að velta fyrir sér hvernig störfin og kröfur vinnu­mark­að­ar­ins eru að breyt­ast. Það áhuga­leysi vekur athygli. Full­trúar VR virð­ast ekki vera að und­ir­búa þessa 27 þús­und félags­menn sína í verslun til að takast á við breyttar aðstæður á gjör­breyttum vinnu­mark­aði. Þetta er ekki að fara að ger­ast eftir fimm ár heldur er þetta að ger­ast núna. Það hræðir menn,“ segir Andrés jafn­framt.

Sjálfs­af­greiðslu­kassar komnir upp

Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, segir fyr­ir­tækið hafa sett upp sjálfs­af­greiðslu­kassa í Bónus og nú sé verið að setja upp slíka kassa einnig í Hag­kaup.„Það er ljóst af fyrstu við­brögðum að það er áhugi á þessu. Sjálfs­af­greiðslu­lausnir voru komnar á fullt erlendis fyrir 10 til 15 árum. Tæknin var prófuð á Íslandi fyrir tíu árum. Þá var lausnin bæði dýr og mark­að­ur­inn lít­ill þannig að þeir sem byrj­uðu hættu. Nú eru við­horfin breytt. Við erum með tækni­fær­ara fólk en fyrir 10 til 20 árum. Hag­kvæmnin í lausn­unum er líka orðin miklu meiri. Hvort tveggja gerir það að verkum að þetta er orðið raun­hæfur val­kost­ur.“ segir Finnur í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Hann segir um 2.300 manns starfa hjá Hög­um. Helm­ing­ur­inn, um 1.150 manns, starfi við afgreiðslu. Hann segir aðspurður að undir „eðli­legum kring­um­stæð­um“ hefði fjöldi afgreiðslu­fólks hjá Högum náð hámarki. „Hins vegar hefði engum dottið í hug fyrir 50 árum að hafa búðir opnar allan sól­ar­hring­inn. Ég veit ekki hvernig þetta verður eftir 20 til 30 ár; hvort allt verður þá opið,“ segir Finnur og bendir á versl­anir Amazon Go í Banda­ríkj­un­um. Þar sé ekki einn ein­asti afgreiðslu­mað­ur. „Tæknin mun auð­vitað sjálf­virkni­væða fleiri þætti þegar fram í sæk­ir. Sjálf­virkni­væð­ing er líka að eiga sér stað í vöru­hús­um,“ segir Finn­ur.

Aðspurður hvort störfum í verslun á Íslandi muni fækka á næstu árum vegna þess­ara þátta kveðst Finnur „frekar hafa trú á því“. „Eins og er lítum við á þetta sem val­kost. Okkar við­skipta­vinir velja hvora leið­ina þeir fara.“ Finnur segir versl­un­ina með­vit­aða um vægi launa­kostn­aðar í rekstr­in­um. „Það er alveg ljóst að kostn­að­ar­grunnur skiptir okkur veru­legu máli og laun eru okkar stærsti kostn­að­ar­lið­ur­.“ 

Mun ekki fækka fólki 

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, telur að sjálfað­greiðslukössum muni fjölga „um­tals­vert“ í Krón­unni næstu ár. „Við gerum ráð fyrir að inn­leiða þetta smátt og smátt í fleiri versl­an­ir. Það er tak­mark­andi þáttur að við fáum ekki nógu marga kassa. Það er aðeins einn umboðs­að­ili að þjón­usta okkur og hann virð­ist ekki fá nægt magn af köss­um. Inn­leið­ingin gengur hægar en við gerðum ráð fyr­ir.“ Gréta María segir Krón­una bjóða við­skipta­vinum þessa þjón­ustu svo þeir geti verið fljótir í gegn sam­kvæmt Morg­un­blað­inu.

„Reynslan sem er komin af þess­ari tækni bendir ekki til að hún muni fækka hjá okkur fólki. Við lítum á þetta sem aukna þjón­ust­u.“ Spurð hvort fjöldi afgreiðslu­fólks hafi náð hámarki miðað við veltu bendir hún á að Krón­u-­búð­irnar séu ólík­ar. Hún sjái ekki fyrir sér að slíkum störfum fjölgi í stóru búð­un­um, þrátt fyrir aukna veltu. Sjálf­virknin muni taka við við­bót­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent