Heimavellir töpuðu 36 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins

Verðtryggðar langtímaskuldir Heimavalla eru 30,6 milljarðar króna. Stór hluti þeirra skulda eru við Íbúðalánasjóð. Félagið stefnir að því að endurfjármagna þær til að fá betri kjör og geta greitt út arð.

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Heimavellir hf. stærsta leigufélagið á almennum markaði og það eina slíka sem er skráð í Kauphöll Íslands, tapaði alls 36 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Vel gekk hjá félaginu á þriðja ársfjórðungi þar sem hagnaður þess var 100 milljónir króna. Hann er þó allur tilkomin vegna söluhagnaðar á fasteignum sem skilaði Heimavöllum 112 milljónum króna á tímabilinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Heimavalla sem birtur var í dag.

Leigutekjur Heimavalla á fyrstu níu mánuðum ársins voru tæplega 2,8 milljarðar króna og söluhagnaður vegna sölu á fasteignum alls 222 milljónir króna á tímabilinu. Heimavellir áætla að tekjur ársins 2018 verði samtals 3,7 milljarðar króna, að þær verði tæplega 3,9 milljarðar króna á næsta ári og nái að verða rúmlega fjórir milljarðar króna árið 2020.

Fengu lán hjá Íbúðalánasjóði

Alls eiga Heimavellir 1.983 íbúðir og er virði eignasafns félagsins metið á 58,5 milljarða króna. Eigið fé er 18,7 milljarðar króna og heildarskuldir 39,7 milljarðar króna. Af langtímaskuldum Heimavalla eru verðtryggð lán frá lánastofnunum 30,6 milljarðar króna. Þau lán eru að mestu frá Íbúðalánasjóði og uppistaða þeirra eru lán sem veitt voru á grund­velli reglu­gerðar um lán­veit­ingar sjóðs­ins frá árinu 2013 til sveit­ar­fé­laga, félaga og félaga­sam­taka sem ætl­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leigu­í­búð­um. Mark­mið þeirrar reglu­gerðar er að „stuðla að fram­boði á leigu­í­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­legum kjöru­m“. Um síð­ustu ára­mót skuld­uðu Heima­vellir 18,6 millj­arða króna í slík lán. Það félög sem hafa fengið slík lán mega ekki greiða arð né arðsgildi.

Auglýsing

Heimavellir hafa verið að undirbúa endurfjármögnun á langtímaskuldum sínum og í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok ágúst sagði að fyrirhugað væri að hrinda endurfjármögnuninni í framkvæmd á næstu mánuðum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent