Heimavellir töpuðu 36 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins

Verðtryggðar langtímaskuldir Heimavalla eru 30,6 milljarðar króna. Stór hluti þeirra skulda eru við Íbúðalánasjóð. Félagið stefnir að því að endurfjármagna þær til að fá betri kjör og geta greitt út arð.

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Heima­vellir hf. stærsta leigu­fé­lagið á almennum mark­aði og það eina slíka sem er skráð í Kaup­höll Íslands, tap­aði alls 36 millj­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Vel gekk hjá félag­inu á þriðja árs­fjórð­ungi þar sem hagn­aður þess var 100 millj­ónir króna. Hann er þó allur til­komin vegna sölu­hagn­aðar á fast­eignum sem skil­aði Heima­völlum 112 millj­ónum króna á tíma­bil­inu. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Heima­valla sem birtur var í dag.

Leigu­tekjur Heima­valla á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru tæp­lega 2,8 millj­arðar króna og sölu­hagn­aður vegna sölu á fast­eignum alls 222 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Heima­vellir áætla að tekjur árs­ins 2018 verði sam­tals 3,7 millj­arðar króna, að þær verði tæp­lega 3,9 millj­arðar króna á næsta ári og nái að verða rúm­lega fjórir millj­arðar króna árið 2020.

Fengu lán hjá Íbúða­lána­sjóði

Alls eiga Heima­vellir 1.983 íbúðir og er virði eigna­safns félags­ins metið á 58,5 millj­arða króna. Eigið fé er 18,7 millj­arðar króna og heild­ar­skuldir 39,7 millj­arðar króna. Af lang­tíma­skuldum Heima­valla eru verð­tryggð lán frá lána­stofn­unum 30,6 millj­arðar króna. Þau lán eru að mestu frá Íbúða­lána­sjóði og uppi­staða þeirra eru lán sem veitt voru á grund­velli reglu­­gerðar um lán­veit­ingar sjóðs­ins frá árinu 2013 til sveit­­ar­­fé­laga, félaga og félaga­­sam­­taka sem ætl­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­búð­­um. Mark­mið þeirrar reglu­­gerðar er að „stuðla að fram­­boði á leig­u­í­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­legum kjöru­m“. Um síð­­­ustu ára­­mót skuld­uðu Heima­vellir 18,6 millj­­arða króna í slík lán. Það félög sem hafa fengið slík lán mega ekki greiða arð né arðs­gildi.

Auglýsing

Heima­vellir hafa verið að und­ir­búa end­ur­fjár­mögnun á lang­tíma­skuldum sínum og í til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í lok ágúst sagði að fyr­ir­hugað væri að hrinda end­ur­fjár­mögn­un­inni í fram­kvæmd á næstu mán­uð­um.Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent