Kínverjar og Rússar hlera persónuleg símtöl Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að hætta að nota óörugga snjallsíma í persónuleg símtöl. Kínverskir njósnarar hlera símtöl hans til að kortleggja hvernig best sé að reyna að hafa áhrif á ákvörðunartöku forsetans.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Auglýsing

Þegar for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hringir í vini sína í einum af snall­símunum sínum þá eru kín­verskir og rúss­neskir njósn­arar að hlust­a. Þeir hlusta til að geta betur skilið hvernig for­set­inn hugsar og hvernig best sé að nýta sér þær upp­lýs­ingar sem þeir heyra til að hafa áhrif á ákvörð­un­ar­töku for­set­ans. Frá þessu er greint í umfjöll­un New York Times í gær.

Aðstoð­ar­menn Trumps hafa ítrekað varað hann við að far­sím­arnir hans séu ekki ör­uggir og að njósn­arar séu sífellt að hlusta. Innstu aðstoð­ar­menn hans reyna stöðugt að fá for­set­ann til að nota land­lín­urnar í Hvíta hús­inu en sam­kvæmt heim­ild­ar­mönnum þá vill Trump frekar nota far­sím­ana sína til að hringja í vini sína.

Don­ald Trump er víst með þrjá iPhone síma, tvo sem er búið að örygg­is­svæða en einn per­sónu­lega ipho­ne. En það er víst mjög auð­veld að hlera sím­töl sem hringd eru frá venju­legum far­sím­um. Fréttir hafa verið færðar af því að banda­rísk stjórn­völd séu að hlera síma stjórn­mála­manna, sem dæmi má nefna þegar í ljós kom að hler­aður var sími Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands.

Auglýsing

Aðstoð­ar­menn Trumps eru því mjög með­vit­aðir um hætt­urnar sem fylgja því að nota óör­ugga síma. Trump á að skipta um síma á 30 daga fresti en hann hefur víst streist á mót­i. ­Sam­kvæmt heim­ild­um ­New York Ti­mes þá segj­ast emb­ætt­is­menn í Hvíta hús­in­u að­eins getað vonað að Trump sé ekki að gaspra um trún­að­ar­mál og örygg­is­mál í snjalla­sím­ann. En ljóst er á með­an Trump notar sinn per­sónu­lega iPho­ne þá eru Kín­verjar og Rússar að hlusta.

Nota upp­lýs­ing­arnar til að reyna hafa áhrif á ákvörð­un­ar­töku for­set­ans

Kín­verskir njósn­arar nýta upp­lýs­ing­arnar sem þeir heyra í hler­unum sínum til að vita hvaða mönnum Trump ­treystir og hvernig rök for­set­inn hlustar helst á. Þær upp­lýs­ingar eru síðan not­aðar af kín­verskum við­skipta­mó­gúlum til að hafa áhrif á þá menn sem Trump ­treyst­ir. Reynt er að sann­færa vini Trumps um að ákveðin stefnu­mót­un, sem er í hag Kín­verja, sé sniðug­asta leið­in  með von um að þau rök endi í eyra Trumps.

Kín­verskir emb­ætt­is­menn hafa víst notað þessa aðferð í mörg ár, reynt er að hafa áhrif á banda­ríska leið­toga með því að skapa sér óform­legt net af áber­andi við­skipta­mönnum og fræði­mönn­um ­sem eru svo fengnir til kynna ákveðnir hug­myndir og stefnu­mót­un, sem eru Kín­verjum í hag, til áhrifa­valda í Hvíta hús­inu. Nú eru Kín­verjar hins vegar með beina teng­ingu við síma for­set­ans og eiga því enn­þá auð­veldra með kom­ast að því hvaða rök virka til að sann­færa for­set­ann.

Þeir vin­ir Trumps ­sem kín­verskir njósn­arar eru til dæmis búnir að taka eftir eru Steph­en A. Schwars­man ­sem tók stóran þátt í fyrsta fund­i X­i J­in­p­ing, for­seta Kína, og Don­alds Trump. Schars­man er nú þegar hlynnt­ur far­sæls við­skipta­sam­bands á milli Kína og Banda­ríkj­anna og þykir því afar góð­ur­ kandídat ­fyrir Kín­verja. Tekið er fram að ekki er haldið að þessir vin­ir Trumps ­séu með­vit­aðir um áætl­anir Kín­verja. Hvort þessar aðgerðir Kín­verja virki síðan sem skildi er svo annað mál.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent