Þorsteinn Víglundsson: Hér hættir Sigríður Andersen sér út á hálan ís

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, svarar færslu Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra um launamun kynjanna.

Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi félags­mála­ráð­herra, segir Sig­ríði And­er­sen hætta sér út á hálan ís með full­yrð­ingum um að launa­munur kynj­anna sé innan við fimm pró­sent. Þó það sé rétt hjá henni að líta verði til ýmissa þátta þurfi líka að hafa í huga að þeir séu margir hverfir fjarri því að vera mál­efna­legir eða merki um jafn­rétti á vinnu­mark­aði.

Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sagði í færslu á Face­book-síðu sinni í gær að ályktun um launa­mun kynj­anna sem fjallað var um í dag af til­efni kvenna­frí­dags­ins sé bein­línis röng. Hún segir að launa­munur kynj­anna sé í raun um 5 pró­sent sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar ef tekið er til­lit til ýmissa þátta á borð við vinnu, vinnu­tíma, mennt­un, reynslu eða manna­for­ráða. „Þessi kyn­bundni munur gefur þó ekki til­efni til að álykta nokkuð um kyn­bundið mis­rétti. Launa­kann­anir eru of tak­mark­aðar í eðli sínu til þess að slá nokkru föstu um það,“ segir dóms­mála­ráð­herra

Að lokum segir Sig­ríður í færslu sinni „Á degi sem þessum er ánægju­legt að líta til þess árang­urs sem konur og karlar hafa náð í jafn­rétt­is­bar­áttu ýmiss kon­ar,“ segir Sig­ríður enn frem­ur. „Það er mik­il­væg for­senda fram­fara í þeim efnum að umræða sé mál­efna­leg og fyr­ir­liggj­andi gögn ekki mistúlk­uð. Að lokum bendi ég á að í nefndri skýrslu vel­ferð­ar­ráðu­neytis kemur fram að ungar konur hjá hinu opin­bera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. Þær mæta vænt­an­lega aðeins fyrr til vinnu í fyrra­mál­ið!“

Auglýsing

Bendir á gler­þakið og verr laun­aðar kvenna­stéttir

Þor­steinn svarar færslu Sig­ríðar á Face­book-­síðu sinni að í launa­könnun Hag­stof­unnar sem Sig­ríður vísar til sé meðal ann­ars tekið til­lit til manna­for­ráða og ábyrgð­ar. Það sé nokkuð stór skýri­breyta, en konur séu um fimmt­ungur stjórn­enda á vinnu­mark­aði. Það sé ekki vegna lak­ari mennt­unar eða skorts á metn­aði, heldur vegna þess að þær búi við lak­ari fram­gang í starfi en karl­ar. Það sé það sem kallað er gler­þak og sá launa­munur sem af þessu stafi sé einmitt merki um skort á jafn­rétti á vinnu­mark­aði en ekki öfugt. Þor­steinn bendir einnig á að í sömu launa­könnun sé tekið til­lit til sam­búð­ar­stöðu og barna­fjölda. Það hefur jákvæð áhrif á laun karla að vera í sam­búð eða giftir og að eiga börn, en lítil sem engin og jafn­vel nei­kvæð áhrif á laun kvenna. „Held við hljótum flest hver að vera sam­mála um að það sé ekk­ert mál­efna­legt við þetta," segir Þor­steinn á Face­book.

Þá segir Þor­steinn að ekk­ert til­lit sé tekið til mats fólks á verð­mæti starfa. „Dæmi­gerðar kvenna­stétt­ir, svo sem kenn­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar ofl. eru t.d. að jafn­aði mun verr laun­aðar stéttir en fjöl­mennar karla­stéttir með sam­bæri­lega lengd mennt­unar og ábyrgð. Við getum alveg velt fyrir okkur hvort það sé t.d. verð­mæt­ara fyrir sam­fé­lag að miðla fjár­magni (banka­starfs­menn) eða þekk­ingu (kenn­ar­ar). Mik­ill launa­munur þarna á en senni­lega ættum við fáa vel mennt­aða starfs­menn í fjár­mála­geir­anum án góðra kenn­ara," segir Þor­steinn.

Að lokum segir Þor­steinn að það sé algjör óþarfi fyrir konur að mæta aðeins fyrr í vinn­una í dag, og svarar þar orðum Sig­ríðar um að konur í opin­bera geir­anum hljóti að mæta fyrr til vinnu í dag þar sem þær séu hærra laun­aðar en karl­ar. Þor­steinn segir konur löngu búnar að vinna fyrir þessum klukku­stundum á hverjum degi.

Það verður að segja eins og er að hér hættir Sig­ríður And­er­sen sér út á hálan ís. Þó svo vissu­lega sé það rétt hjá henn­i...

Posted by Þor­steinn Viglunds­son on Wed­nes­day, Oct­o­ber 24, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent