Þorsteinn Víglundsson: Hér hættir Sigríður Andersen sér út á hálan ís

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, svarar færslu Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra um launamun kynjanna.

Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi félags­mála­ráð­herra, segir Sig­ríði And­er­sen hætta sér út á hálan ís með full­yrð­ingum um að launa­munur kynj­anna sé innan við fimm pró­sent. Þó það sé rétt hjá henni að líta verði til ýmissa þátta þurfi líka að hafa í huga að þeir séu margir hverfir fjarri því að vera mál­efna­legir eða merki um jafn­rétti á vinnu­mark­aði.

Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sagði í færslu á Face­book-síðu sinni í gær að ályktun um launa­mun kynj­anna sem fjallað var um í dag af til­efni kvenna­frí­dags­ins sé bein­línis röng. Hún segir að launa­munur kynj­anna sé í raun um 5 pró­sent sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar ef tekið er til­lit til ýmissa þátta á borð við vinnu, vinnu­tíma, mennt­un, reynslu eða manna­for­ráða. „Þessi kyn­bundni munur gefur þó ekki til­efni til að álykta nokkuð um kyn­bundið mis­rétti. Launa­kann­anir eru of tak­mark­aðar í eðli sínu til þess að slá nokkru föstu um það,“ segir dóms­mála­ráð­herra

Að lokum segir Sig­ríður í færslu sinni „Á degi sem þessum er ánægju­legt að líta til þess árang­urs sem konur og karlar hafa náð í jafn­rétt­is­bar­áttu ýmiss kon­ar,“ segir Sig­ríður enn frem­ur. „Það er mik­il­væg for­senda fram­fara í þeim efnum að umræða sé mál­efna­leg og fyr­ir­liggj­andi gögn ekki mistúlk­uð. Að lokum bendi ég á að í nefndri skýrslu vel­ferð­ar­ráðu­neytis kemur fram að ungar konur hjá hinu opin­bera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. Þær mæta vænt­an­lega aðeins fyrr til vinnu í fyrra­mál­ið!“

Auglýsing

Bendir á gler­þakið og verr laun­aðar kvenna­stéttir

Þor­steinn svarar færslu Sig­ríðar á Face­book-­síðu sinni að í launa­könnun Hag­stof­unnar sem Sig­ríður vísar til sé meðal ann­ars tekið til­lit til manna­for­ráða og ábyrgð­ar. Það sé nokkuð stór skýri­breyta, en konur séu um fimmt­ungur stjórn­enda á vinnu­mark­aði. Það sé ekki vegna lak­ari mennt­unar eða skorts á metn­aði, heldur vegna þess að þær búi við lak­ari fram­gang í starfi en karl­ar. Það sé það sem kallað er gler­þak og sá launa­munur sem af þessu stafi sé einmitt merki um skort á jafn­rétti á vinnu­mark­aði en ekki öfugt. Þor­steinn bendir einnig á að í sömu launa­könnun sé tekið til­lit til sam­búð­ar­stöðu og barna­fjölda. Það hefur jákvæð áhrif á laun karla að vera í sam­búð eða giftir og að eiga börn, en lítil sem engin og jafn­vel nei­kvæð áhrif á laun kvenna. „Held við hljótum flest hver að vera sam­mála um að það sé ekk­ert mál­efna­legt við þetta," segir Þor­steinn á Face­book.

Þá segir Þor­steinn að ekk­ert til­lit sé tekið til mats fólks á verð­mæti starfa. „Dæmi­gerðar kvenna­stétt­ir, svo sem kenn­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar ofl. eru t.d. að jafn­aði mun verr laun­aðar stéttir en fjöl­mennar karla­stéttir með sam­bæri­lega lengd mennt­unar og ábyrgð. Við getum alveg velt fyrir okkur hvort það sé t.d. verð­mæt­ara fyrir sam­fé­lag að miðla fjár­magni (banka­starfs­menn) eða þekk­ingu (kenn­ar­ar). Mik­ill launa­munur þarna á en senni­lega ættum við fáa vel mennt­aða starfs­menn í fjár­mála­geir­anum án góðra kenn­ara," segir Þor­steinn.

Að lokum segir Þor­steinn að það sé algjör óþarfi fyrir konur að mæta aðeins fyrr í vinn­una í dag, og svarar þar orðum Sig­ríðar um að konur í opin­bera geir­anum hljóti að mæta fyrr til vinnu í dag þar sem þær séu hærra laun­aðar en karl­ar. Þor­steinn segir konur löngu búnar að vinna fyrir þessum klukku­stundum á hverjum degi.

Það verður að segja eins og er að hér hættir Sig­ríður And­er­sen sér út á hálan ís. Þó svo vissu­lega sé það rétt hjá henn­i...

Posted by Þor­steinn Viglunds­son on Wed­nes­day, Oct­o­ber 24, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent