Versti dagur á Wall Street í sjö ár - Verðhrun á hlutabréfum

Fjárfestar eru sagðir vera neikvæðir vegna alþjóðalegs tollastríðs Bandaríkjanna og Kína. Vaxtahækkanir og vaxandi verðbólga.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Hluta­bréfa­vísi­tala Nas­daq í Banda­ríkj­unum lækk­aði um 4,4 pró­sent í dag sem er mesta lækkun í sjö ár. Sér­stak­lega lækk­aði virði tækni­fyr­ir­tækja mik­ið, en sam­an­lagt lækk­aði verð­mið­inn á App­le, Amazon og Net­fl­ix, um 120 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 14.400 millj­örðum króna.

Sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal er lækk­unin ekki síst rakin til vax­andi nei­kvæðni meðal fjár­festa yfir hækk­andi vöxtum á alþjóða­mörk­uðum og einnig vax­andi verð­bólgu­þrýst­ingi, ekki síst vegna þess að hröð hækkun olíu­verðs er nú farin að koma fram í hærra vöru­verði. Þá eru fjár­festar einnig sagðir áhyggju­fullir yfir við­skipta­stríði Kína og Banda­ríkj­anna, sem nú er í algleym­ingi.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er vanur að vera með augun á hluta­bréfa­mark­aðn­um, og hefur í ófá skipti sagt að hluta­bréfa­verð hafi aldrei verið hærra, þegar hann fjallar um stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­un­um. Und­an­farin miss­eri hefur hann gagn­rýnt Seðla­banka Banda­ríkj­anna harð­lega fyrir að vera að hækka vexti, en stýri­vextir í Banda­ríkj­unum eru nú 2,25 pró­sent og er útlit fyrir að þeir hækki í rúm­lega 3 pró­sent á næsta ári, sam­kvæmt efna­hags­spá bank­ans. 

AuglýsingÁvöxtun innlendra hlutabréfasjóða á íslenska markaðnum, eins og það er sett fram, á Keldan.is.Trump lét hafa eftir sér í dag að for­veri hans, Barack Obama, hefði búið við allt aðra stöðu en hann, því þá hefðu vextir verið nálægt núlli. Núna væri staðan önnur og það væri „óá­sætt­an­leg­t“. Sagði hann að bank­ann vera orð­inn „brjál­að­an“ á dög­un­um, og von­að­ist til þess að hann myndi snúa af braut vaxt­ana­hækk­ana. Jer­ome Powell er nú seðla­banka­stjóri, eftir að Trump skip­aði hann í starf­ið. 

Á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði hefur ávöxtun ekki verið góð und­an­farna tólf mán­uði. Vísi­talan hefur lækkað um tæp­lega 6 pró­sent á því tíma­bili, en sé horft til árs­ins 2018 þá hefur hún lækkað um rúm­lega 14 pró­sent. Slök ávöxtun á mark­aðnum sést meðal ann­ars á nei­kvæðri ávöxtun inn­lendra hluta­bréfa­sjóða.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent