Versti dagur á Wall Street í sjö ár - Verðhrun á hlutabréfum

Fjárfestar eru sagðir vera neikvæðir vegna alþjóðalegs tollastríðs Bandaríkjanna og Kína. Vaxtahækkanir og vaxandi verðbólga.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Hluta­bréfa­vísi­tala Nas­daq í Banda­ríkj­unum lækk­aði um 4,4 pró­sent í dag sem er mesta lækkun í sjö ár. Sér­stak­lega lækk­aði virði tækni­fyr­ir­tækja mik­ið, en sam­an­lagt lækk­aði verð­mið­inn á App­le, Amazon og Net­fl­ix, um 120 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 14.400 millj­örðum króna.

Sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal er lækk­unin ekki síst rakin til vax­andi nei­kvæðni meðal fjár­festa yfir hækk­andi vöxtum á alþjóða­mörk­uðum og einnig vax­andi verð­bólgu­þrýst­ingi, ekki síst vegna þess að hröð hækkun olíu­verðs er nú farin að koma fram í hærra vöru­verði. Þá eru fjár­festar einnig sagðir áhyggju­fullir yfir við­skipta­stríði Kína og Banda­ríkj­anna, sem nú er í algleym­ingi.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er vanur að vera með augun á hluta­bréfa­mark­aðn­um, og hefur í ófá skipti sagt að hluta­bréfa­verð hafi aldrei verið hærra, þegar hann fjallar um stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­un­um. Und­an­farin miss­eri hefur hann gagn­rýnt Seðla­banka Banda­ríkj­anna harð­lega fyrir að vera að hækka vexti, en stýri­vextir í Banda­ríkj­unum eru nú 2,25 pró­sent og er útlit fyrir að þeir hækki í rúm­lega 3 pró­sent á næsta ári, sam­kvæmt efna­hags­spá bank­ans. 

AuglýsingÁvöxtun innlendra hlutabréfasjóða á íslenska markaðnum, eins og það er sett fram, á Keldan.is.Trump lét hafa eftir sér í dag að for­veri hans, Barack Obama, hefði búið við allt aðra stöðu en hann, því þá hefðu vextir verið nálægt núlli. Núna væri staðan önnur og það væri „óá­sætt­an­leg­t“. Sagði hann að bank­ann vera orð­inn „brjál­að­an“ á dög­un­um, og von­að­ist til þess að hann myndi snúa af braut vaxt­ana­hækk­ana. Jer­ome Powell er nú seðla­banka­stjóri, eftir að Trump skip­aði hann í starf­ið. 

Á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði hefur ávöxtun ekki verið góð und­an­farna tólf mán­uði. Vísi­talan hefur lækkað um tæp­lega 6 pró­sent á því tíma­bili, en sé horft til árs­ins 2018 þá hefur hún lækkað um rúm­lega 14 pró­sent. Slök ávöxtun á mark­aðnum sést meðal ann­ars á nei­kvæðri ávöxtun inn­lendra hluta­bréfa­sjóða.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent