Kostnaðurinn við að grípa banka í áfalli meiri en að vera með borð fyrir báru

Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands segir íslenskt bankakerfi standa frammi fyrir þremur megin áhættuþáttum. Þeir eru ferðaþjónusta, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

Auglýsing

Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, segir að íslenska banka­kerfið sé mun betur í stakk búið til að mæta áföllum en það var fyrir hrun. Þetta sýna meðal ann­ars álags­próf sem Seðla­banki Íslands fram­kvæmir á bönk­un­um. „Í raun­inni er banka­kerfið bara mikið minna, það starfar bara inn­an­lands og það er ákveðið öryggi í því fyrir okkur því að það er umhverfi sem að við þekkj­um. Og við erum miklu betur í stakk búin til að meta þá áhættu sem er til staðar hér inn­an­lands. Bank­arnir eru bæði með mikið meira laust fé og eigið fé þannig að geta þeirra til að mæta áföllum er mun meiri en hún var hér áður fyrir hrun. Ein af megin ástæðum þess að þessar kröfur hafa verið settar á með þessum hætti er til þess að standa vörð um fjár­mála­kerfið og það verndar hags­muni almenn­ings á end­an­um.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Hörpu í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýnt var í gær­kvöldi. Þar ræddu þau inni­hald nýs Fjár­mála­stöð­ug­leika­rits Seðla­banka Íslands. Hægt er að horfa á stiklu úr þætt­inum í spil­ar­anum hér að ofan. 

Harpa segir að Seðla­banki Íslands hafi þá skoðun að bank­arnir verði áfram með mikið eigið fé og hátt eig­in­fjár­hlut­fall til að við­halda góðum við­náms­þrótti. „Það er í sjálfu sér dálít­ill pen­ingur sem situr þar inni. En kostn­að­ur­inn við það að þurfa að grípa bank­ana í áfalli er mun meiri heldur en það að vera með borð fyrir báru.“

Auglýsing

Aðspurð um hvaða áhættu­þættir það séu sem bankar standi frammi fyrir í dag segir hún ýmis­legt hafa breyst hvað það varðar á síð­ustu mán­uð­um. „Við getum sagt að við séum í ákveðnum beygju­skil­um. Það er margt að breyt­ast í okkar umhverfi. Það er að hægja á hag­vexti, það er að meiri órói á mörk­uð­um, hreyf­ing á gengi krón­unnar og ýmis­legt sem er svona almennt, sem eykur óviss­una almennt. En ann­ars eru það þrír áhættu­þættir sem við lítum sér­stak­lega til. Það eru íbúð­ar­hús­næði, atvinnu­hús­næði og ferða­þjón­usta.“

Hægt er að horfa á 21 gær­dags­ins í heild hér að neð­an. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent