Kostnaðurinn við að grípa banka í áfalli meiri en að vera með borð fyrir báru

Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands segir íslenskt bankakerfi standa frammi fyrir þremur megin áhættuþáttum. Þeir eru ferðaþjónusta, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

Auglýsing

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, segir að íslenska bankakerfið sé mun betur í stakk búið til að mæta áföllum en það var fyrir hrun. Þetta sýna meðal annars álagspróf sem Seðlabanki Íslands framkvæmir á bönkunum. „Í rauninni er bankakerfið bara mikið minna, það starfar bara innanlands og það er ákveðið öryggi í því fyrir okkur því að það er umhverfi sem að við þekkjum. Og við erum miklu betur í stakk búin til að meta þá áhættu sem er til staðar hér innanlands. Bankarnir eru bæði með mikið meira laust fé og eigið fé þannig að geta þeirra til að mæta áföllum er mun meiri en hún var hér áður fyrir hrun. Ein af megin ástæðum þess að þessar kröfur hafa verið settar á með þessum hætti er til þess að standa vörð um fjármálakerfið og það verndar hagsmuni almennings á endanum.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við Hörpu í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýnt var í gærkvöldi. Þar ræddu þau innihald nýs Fjármálastöðugleikarits Seðlabanka Íslands. Hægt er að horfa á stiklu úr þættinum í spilaranum hér að ofan. 

Harpa segir að Seðlabanki Íslands hafi þá skoðun að bankarnir verði áfram með mikið eigið fé og hátt eiginfjárhlutfall til að viðhalda góðum viðnámsþrótti. „Það er í sjálfu sér dálítill peningur sem situr þar inni. En kostnaðurinn við það að þurfa að grípa bankana í áfalli er mun meiri heldur en það að vera með borð fyrir báru.“

Auglýsing

Aðspurð um hvaða áhættuþættir það séu sem bankar standi frammi fyrir í dag segir hún ýmislegt hafa breyst hvað það varðar á síðustu mánuðum. „Við getum sagt að við séum í ákveðnum beygjuskilum. Það er margt að breytast í okkar umhverfi. Það er að hægja á hagvexti, það er að meiri órói á mörkuðum, hreyfing á gengi krónunnar og ýmislegt sem er svona almennt, sem eykur óvissuna almennt. En annars eru það þrír áhættuþættir sem við lítum sérstaklega til. Það eru íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og ferðaþjónusta.“

Hægt er að horfa á 21 gærdagsins í heild hér að neðan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent