Kostnaðurinn við að grípa banka í áfalli meiri en að vera með borð fyrir báru

Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands segir íslenskt bankakerfi standa frammi fyrir þremur megin áhættuþáttum. Þeir eru ferðaþjónusta, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

Auglýsing

Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, segir að íslenska banka­kerfið sé mun betur í stakk búið til að mæta áföllum en það var fyrir hrun. Þetta sýna meðal ann­ars álags­próf sem Seðla­banki Íslands fram­kvæmir á bönk­un­um. „Í raun­inni er banka­kerfið bara mikið minna, það starfar bara inn­an­lands og það er ákveðið öryggi í því fyrir okkur því að það er umhverfi sem að við þekkj­um. Og við erum miklu betur í stakk búin til að meta þá áhættu sem er til staðar hér inn­an­lands. Bank­arnir eru bæði með mikið meira laust fé og eigið fé þannig að geta þeirra til að mæta áföllum er mun meiri en hún var hér áður fyrir hrun. Ein af megin ástæðum þess að þessar kröfur hafa verið settar á með þessum hætti er til þess að standa vörð um fjár­mála­kerfið og það verndar hags­muni almenn­ings á end­an­um.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Hörpu í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýnt var í gær­kvöldi. Þar ræddu þau inni­hald nýs Fjár­mála­stöð­ug­leika­rits Seðla­banka Íslands. Hægt er að horfa á stiklu úr þætt­inum í spil­ar­anum hér að ofan. 

Harpa segir að Seðla­banki Íslands hafi þá skoðun að bank­arnir verði áfram með mikið eigið fé og hátt eig­in­fjár­hlut­fall til að við­halda góðum við­náms­þrótti. „Það er í sjálfu sér dálít­ill pen­ingur sem situr þar inni. En kostn­að­ur­inn við það að þurfa að grípa bank­ana í áfalli er mun meiri heldur en það að vera með borð fyrir báru.“

Auglýsing

Aðspurð um hvaða áhættu­þættir það séu sem bankar standi frammi fyrir í dag segir hún ýmis­legt hafa breyst hvað það varðar á síð­ustu mán­uð­um. „Við getum sagt að við séum í ákveðnum beygju­skil­um. Það er margt að breyt­ast í okkar umhverfi. Það er að hægja á hag­vexti, það er að meiri órói á mörk­uð­um, hreyf­ing á gengi krón­unnar og ýmis­legt sem er svona almennt, sem eykur óviss­una almennt. En ann­ars eru það þrír áhættu­þættir sem við lítum sér­stak­lega til. Það eru íbúð­ar­hús­næði, atvinnu­hús­næði og ferða­þjón­usta.“

Hægt er að horfa á 21 gær­dags­ins í heild hér að neð­an. 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent