Spá lækkun fasteignaverðs næstu árin

Í þjóðhagsspá greiningardeildar Arion banka er gert ráð fyrir minni hagvexti en áður. Stoðirnar í hagkerfinu eru þó áfram sterkar.

Arion Banki
Auglýsing

Fast­eigna­verð mun lækka að raun­virði á næstu árum eftir langt tíma­bil sem ein­kennst hefur af miklum hækk­un­um. Nafn­verð mun standa í stað eða hækka lítið eitt, en að teknu til­liti til verð­bólgu mun verð á fast­eignum lækka.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóð­hags­spá grein­ing­ar­deildar Arion banka en raun­verð á fast­eignum mun lækka um á bil­inu 2 til 3 pró­sent fram til loka árs­ins 2021, sam­kvæmt spánn­i. 

Veru­lega hefur dregið úr hækk­unum á hús­næði að und­an­förnu, en árleg hækkun mæld­ist mest 23,5 pró­sent á vor­mán­uðum í fyrra. 

Auglýsing

Húsnæðisverð mun fara lækkandi.„Eftir því sem fram­boð af nýjum eignum eykst hægir á verð­hækk­un­um. Ójafn­vægið sem skap­ast hefur milli hús­næð­is­verðs og launa verður nán­ast horfið undir lok spá­tím­ans, þar sem laun hækka tals­vert umfram hús­næð­i,“ segir í spánn­i. 

Því er einnig spá að verð­bólga auk­ist hratt á næst­unni og farið upp í 4,5 pró­sent á næsta ári. Og sam­kvæmt spánni er gert ráð fyrir að meg­in­vextir Seðl­banka Íslands muni fara hækk­andi á næst­unni og fari yfir 5 pró­sent á næsta ári. 

Gangi spá grein­ing­ar­deild­ar­innar eftir mun hag­vöxtur á næsta ári vera 1,3 pró­sent á næsta ári, 3 pró­sent árið 2020 og 1,9 pró­sent árið 2021. Yfir­skrift kynn­ingar á efn­hags­horfum til næstu þriggja ára er Sett í lága drifið, sem er til marks um að nú fari að hægja á hjólum efna­hags­lífs­ins eftir mikið upp­gangs­tíma­bil.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent