Heiðveig rekin úr Sjómannafélaginu

Heiðveig María Einarsdóttir hafði tilkynnt um framboð til formanns í Sjómannafélaginu en henni hefur nú verið vikið úr félaginu með bréfi.

Heiðveig María Einarsdóttir
Heiðveig María Einarsdóttir
Auglýsing

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir, sem hefur til­kynnt um fram­boð til for­manns í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, hefur fengið bréf frá for­ystu félags­ins, und­ir­ritað af Jónasi Garð­ars­syni, for­manni, þar sem henni er vikið úr félag­in­u. 

Frá þessu er greint á fram­boðs­síðu Heið­veigar Maríu

„Nú er ég end­an­lega orð­laus, ég vissi að þeir myndu ganga langt ! En að reka mig úr félag­inu er eitt­hvað sem mig hafði ekki getað órað fyrir að gæti gerst , að minnsta kosti ekki í okkar heims­hluta! Ég fékk bréf nú í dag frá for­manni Sjó­manna­fé­lags­ins þar sem hann rak mig úr félag­inu á grund­velli sam­þykktar trún­að­ar­manna­ráðs eftir kröfu fjög­urra full­trúa hins sama ráðs !“ segir Heið­veig María á Face­book. 

Auglýsing

Jónas Garðarsson.Í bréfi til hennar segir að hún hafi vegið að heiðri félags­ins með órök­studdum hætti og farið fram gegn félag­inu opin­ber­lega. Þetta er ekki rök­stutt með dæm­um, en fjórir félags­menn fóru fram á til­lög­una, sam­kvæmt bréfi. 

Hún hefur harð­lega gagn­rýnt for­ystu félags­ins, og meðal ann­ars bent á lausa­tök í starf­semi félags­ins, ekki síst þegar kemur að form­legum lögum og reglum þess. 

Í við­tali við 200 míl­ur, vef um sjáv­ar­út­vegs­mál, sagði hún meðal ann­ars að lög félags­ins hefðu ekki haldið á milli aðal­funda og tekið að breyt­ast í tíma og ótíma. „Í fyrstu geri ég mér ekki al­­veg grein fyr­ir því hvað er að eiga sér stað, ekki fyrr en ég fer inn á vef­safn Lands­­bóka­safns, þar sem geymd eru af­­rit af vef fé­lags­ins eins og hann lít­ur út hverju sinni. Þar sé ég að búið er að bæta inn í lög­­in ákvæði um að þeir ein­ir séu kjör­geng­ir til for­­mennsku sem greitt hafi til fé­lags­ins í þrjú ár þar á und­an,“ sagði Heið­veig María meðal ann­ars í við­tali við 200 míl­ur.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent