Kerecis hlýtur Nýsköpunarverðlaunin

Kerecis hefur náð miklum árangri á átta árum en hjartað í starfseminni er á Ísafirði.

Nýsköpunar
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Ker­ecis hlaut Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands 2018 ­sem afhent voru á Nýsköp­un­ar­þingi í dag. 

Guð­mundur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og for­stjóra Ker­icis, veitti verð­laun­unum við­töku úr hendi Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Rannís, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði. Nýsköp­un­ar­þingið var haldið á Grand Hótel Reykja­vík undir yfir­skrift­inni: Nýjar lausnir – betri heilsa?

Ker­ecis er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fjöl­margra vara sem tengj­ast húð- og vefja­við­gerð­um. Meg­in­stefið í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er hag­nýt­ing á nátt­úru­legum efnum sem styðja við end­ur­sköpun húðar og lík­amsvefja. Fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðvar og fram­leiðslu á Ísa­firði og hóf rekstur fyrir átta árum.

Auglýsing

„Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnar seg­ir: Ker­ecis hefur leitt öfl­ugt nýsköp­un­ar­starf sem tengir saman nýja notk­un­ar­mögu­leika á sjáv­ar­af­urðum í heil­brigð­is­tækni. Fyr­ir­tækið byggir á sterkum þekk­ing­ar­grunni og virku sam­starfi við lækna, fyr­ir­tæki og rann­sókna­stofn­an­ir. Und­an­farið hefur fyr­ir­tækið náð góðum árangri á mark­aði vegna sér­stöðu afurða fyr­ir­tæk­is­ins, enda hefur Ker­ecis einka­leyfa­varið tækni sína í yfir 50 lönd­um. Fyr­ir­tækið hefur fengið fjölda við­ur­kenn­inga á und­an­förnum árum og árið 2017 hlaut fyr­ir­tækið Vaxt­ar­sprota árs­ins, sem það nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem óx hrað­ast á Íslandi. Sam­hliða auk­inni mark­aðs­setn­ingu hefur störfum hjá fyr­ir­tæk­inu fjölgað hratt og þar starfa núna yfir 50 manns við þró­un, fram­leiðslu og sölu. Það er mat dóm­nefndar að Ker­ecis hafi þróað fram­úr­skar­andi afurð sem hafi alla burði til að ná árangri á mark­aði á næstu árum og sé vel að verð­laun­unum kom­ið,“ segir í til­kynn­ing­u. 

Nýsköpunarverðlaunin afhent Kerecis.

Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi og náð hefur árangri á mark­aði. „Til­gangur verð­laun­anna er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­unar og auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu. Verð­launa­grip­ur­inn er stytta af frjó­sem­is­goð­inu Frey eftir Hall­stein Sig­urðs­son mynd­höggv­ara.

„Við val á verð­launa­hafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprota­fyr­ir­tæki, hvort það sé byggt á nýskap­andi tækni og hug­mynd og sé kröfu­hart á þekk­ingu. Þá er lagt mat á virð­is­auka afurða og hvort fyr­ir­tækið hafi náð árangri á mark­aði. Metið er hvort líkur séu á að fyr­ir­tækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköp­unar sé til eft­ir­breytni. Að lokum er metið hvort fyr­ir­tækið sé hvatn­ing fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í til­kynn­ingu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent