Hægir á hagvexti og verðbólga eykst

Landsbankinn kynnti í morgun þjóðhags- og verðbólguspá bankans til á næstu fjögurra ára. Spáð er að stýrivextir hækki, verðbólga aukist og hægja muni á hagvexti en efnahagshorfur þykja þó engu síður jákvæðar vegna viðvarandi hagvaxtar.

uppbygging_14932775807_o.jpg
Auglýsing

Í nýrri hag­spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans fyrir árin 2018 til 2021 er gert ráð fyrir að hægja muni veru­lega á hag­vexti næstu árin eftir kröft­ugan vöxt und­an­far­inna ára en á sama tíma mun verð­bólga aukast. Sam­kvæmt spá bank­ans eru efna­hags­horfur engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóf­legum en við­var­andi hag­vexti næstu ár. Hag­vöxtur verður sam­kvæmt spá bank­ans 3,9 pró­sent á þessu ári, 2,4 pró­sent á næsta ári, og rúm­lega 2 pró­sent árin 2020 og 2021. Nýja þjóð­hags- og verð­bólgu­spá bank­ans var kynnt á morg­un­fundi í Hörpu í dag.

Verð­bólga eykst

Verð­bólgu­horfur eru tals­vert lak­ari en síð­ustu ár og er gert ráð fyrir að verð­bólgan verði komin í um 3,5 pró­sent í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að verð­bólga eigi eftir að aukast nokkuð á næsta ári og verði mest 3,75 pró­sent um mitt næsta ár. En verði að með­al­tali um 3,3 pró­sent á tíma­bil­inu 2019-2021. ­Sam­kvæmt hag­spánni er helst­u drif­kraft­arn­ir á bak við lak­ari verð­bólgu­horfur skörp veik­ing krón­unnar og hækk­andi inn­flutn­ings­verð en elds­neyt­is­verð skiptir þar veru­legu máli.

„Óvissan varð­andi verð­bólgu­spána er tölu­vert meiri að þessu sinni en oft áður. Þar vegur þungt að nán­ast ómögu­legt er að spá rétti­lega fyrir um þróun gengis krón­unnar og olíu­verðs. Aukið flökt á bæði krón­unni og olíu­verði gerir það verk­efni ekki við­ráð­an­legra. Eins er mikil óvissa um nið­ur­stöður kom­andi kjara­við­ræðna aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Verði almennt samið um hækkun launa langt umfram fram­leiðni­vöxt í þjóð­ar­bú­inu mun það, að öðru óbreyttu, leiða til tölu­vert verri verð­bólgu­horfa en hér er gert ráð fyr­ir.“ segir í hag­spánni.

Mynd: Hagspá Landsbankans

Hag­fræði­deild telur lík­legt að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans ákveði að hækka vexti um 0,25 pró­sentu­stig seinna á þessu ári og að meg­in­vextir bank­ans verði þar með 4,5 pró­sent. Búast megi við frek­ari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0 pró­sent.

Auglýsing

Ákveðin þátta­skil í hag­sveifl­unni

Eftir að efna­hags­að­stæður hér á landi hafa að miklu leyti verið hag­felldar síð­ustu ár telur spáin að nú virð­ist vera komið að ákveðnum þátta­skilum í hag­sveifl­unni. Verð­bólga hefur ver­ið nær við­var­andi undir 2,5 pró­sent, verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá febr­úar 2014 allt fram á mitt þetta ár og sam­felldur hag­vöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaup­máttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnu­leysi er lágt og skuldir heim­ila og fyr­ir­tækja lágar í sögu­legu sam­hengi. Staða rík­is­sjóðs er sterk og hrein erlend skulda­staða þjóð­ar­bús­ins hefur aldrei verið hag­stæðar segir í skýrsl­unni. Nú hins vegar er spáð að verð­bólga auk­ist og það muni hægja á hag­vexti. Sam­kvæmt spánni eru efna­hags­horf­urnar engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóf­legum en við­var­andi hag­vexti á spá­tím­an­um.

Samanburður á milli hagspáa Mynd: Hagspá Landsbankans

Lík­legt þykir að gengi krón­unnar veik­ist á spá­tím­anum frekar en að það styrk­ist. Sam­kvæmt spánni eru þó engar for­sendur til að álykta að sú breyt­ing verði veru­leg miðað við núver­andi gildi krón­unnar Gert ráð fyrir að gengi krónu gagn­vart evru verði nálægt 140 í lok spá­tím­ans. Með­al­gengi krónu gagn­vart evru það sem af er árinu er nú um 125. Veik­ing á gengi krón­unnar síð­ustu vikur muni því að öllum lík­indum koma fram í auk­inni verð­bólgu á næstu mán­uð­um. Ef spá hag­fræði­deildar gengur eftir um lít­ils háttar geng­is­veik­ingu næstu ára þá mun það einnig vega þungt í verð­bólgu­þró­un­inni á spá­tíma­bil­inu.

Rólegra á fast­eigna­mark­aði og hægir á ferða­mönnum

Veru­lega hefur hægt á hækkun fast­eigna­verðs á síð­ustu mán­uðum en ákveðin ró hefur færst á mark­að­inn eftir mik­inn hama­gang fram á mitt ár 2017. Heild­ar­hækkun hús­næð­is­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 3,9 pró­sent á einu ári fram til sept­em­ber 2018 og hækk­unin ekki verið lægri síðan vorið 2011.

Eftir að óvissan í kringum vænt­an­lega kjara­samn­inga róast þá telur spáin að fast­eigna­mark­að­ur­inn leiti smá saman í svipað horf og hefur verið til lengri tíma. En spáð er að fast­eigna­verð hækki um 4,3 pró­sent á þessu ári, 4 pró­sent á næsta ári, 6 pró­sent árið 2020 og 8 pró­sent árið 2021.

Hag­spáin gerir ráð fyrir að hægi muni á fjölgun ferða­mönnum á næstu árum og verði aðeins um 2 pró­sent á árunum 2019 til 2021. Fjölg­unin hefur verið í kringum 6 pró­sent á þessu ári. Mest hefur fjölgun ferða­manna hér á landi verið tæp­lega 10 pró­sent.

Sam­neysla mun halda áfram að aukast

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi 2019 aukast heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs um 6,9 pró­sent frá fjár­lögum síð­asta árs og heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs aukast um 6,1 pró­sent. Þetta veldur því að heild­ar­jöfn­uður verður ein­ungis um 1 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu sem er lægra en þau 1,2 pró­sent sem stefnt hefur verið að til þessa. Útgjalda­vöxt­ur­inn er því við efri mörk hins mögu­lega eins og fjár­mála­ráð hefur ítrekað bent á segir í skýrsl­unni.

Mynd: Hagspá Landsbankans

Sam­neysla jókst um 3,1 pró­sent árið 2017 og hlutur hennar af VLF hækk­aði þá í fyrsta skipti frá 2009. Á und­an­förnum árs­fjórð­ungum hefur sam­neysla auk­ist stöðugt hjá ríki, sveit­ar­fé­lögum og almanna­trygg­ingum og hefur aukn­ingin verið nokkuð stöðug hjá sveit­ar­fé­lög­un­um.

Hag­fræði­deildin telur ólík­legt að takast muni að hemja sam­neyslu­út­gjöld eins mikið og stefnt er að. Eins og áður segir er áætlað að sam­neyslan hafi auk­ist um 3,1 pró­sent á síð­asta ári, þrátt fyrir mark­mið um minni aukn­ingu. Reiknað er því með því að sam­neysla auk­ist um 2,7 pró­sent á yfir­stand­andi ári og vegi aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála og félags-, trygg­inga- og hús­næð­is­mála þar þungt. Spáð er að sam­neysla muni aukast um 2,6 pró­sent árið 2019, 2,3 pró­sent árið 2010 og 2 pró­sent árið 2021.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent