Marel skoðar skráningu í Kaupmannahöfn, Amsterdam eða London

Rekstur Marel heldur áfram að ganga vel en félagið langsamlega verðmætasta skráða félag landsins.

árni oddur þórðarson forstjóri marel
Auglýsing

Hagn­aður Marel á þriðja árs­fjórð­ungi nam 26,7 millj­ónum evra, eða sem nemur 3,7 millj­örðum króna. Þetta er umtals­verð bæt­ing milli ára, en tekju­aukn­ing var um 14 pró­sent.

Marel hefur nú þrengt skoðun sína við erlenda skrán­ingu á markað við kaup­hall­irnar í Kaup­manna­höfn, Amster­dam og London, en félagið verður síðan einnig skráð á Íslandi eins og hingað til.

Þá hyggst félagið fara í hluta­fjár­aukn­ingu með­fram skrán­ingu, og hefur hluta­hafa­fundur verið boð­aður í félag­inu 22. nóv­em­ber þar sem lagðar verða fram til­lögur til sam­þykkt­ar.

Auglýsing

For­stjór­inn, Árni Oddur Þórð­ar­son, segir um þetta í til­kynn­ing­u: 

„Við erum ánægð með rekstr­ar­nið­ur­stöðu þriðja árs­fjórð­ungs sem og fyrstu níu mán­uði árs­ins. Á fjórð­ungnum nam tekju­aukn­ing á milli ára 14% og EBIT fram­legð var 14,2%. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var tekju­vöxtur 17% og EBIT fram­legð 14,6%. Hagn­aður á hlut hefur auk­ist jafnt og þétt und­an­farin fimm ár.

Á þriðja árs­fjórð­ungi gengum við form­lega frá kaup­unum á MAJA að heild­ar­virði 35 millj­ónum evra og keyptum eigin bréf fyrir 30 millj­ónir evra. Fjár­hags­staða okkar er sterk og nettó skuldir nema um það bil tvisvar sinnum EBITDA.

Það eru áhuga­verðir tímar á alþjóða­mörk­uðum í kjúklinga-, kjöt-, og fisk­iðn­aði. Við­skipta­hindr­anir og umrót í alþjóða­kerf­inu mynda ósam­ræmi í fram­boði og eft­ir­spurn mat­væla innan heims­hluta en á sama tíma er eft­ir­spurn neyt­enda á heims­vísu að aukast. Þetta kann að hafa í för með sér minni nýfjár­fest­ingar við­skipta­vina okkar á næstu tveimur til þremur árs­fjórð­ungum eftir kröft­ugan vöxt pant­ana í byrjun árs­ins. Neyt­endur leita í auknum mæli eftir öruggum og hag­kvæmum mat­vælum og sam­hliða því eykst spurnin eftir hátækni­lausnum til mat­væla­vinnslu. Við störfum á ört vax­andi mark­aði og með sterkri mark­aðs­sókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan mark­aðs­vöxt.

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­legri kaup­höll ganga sam­kvæmt áætl­un. Við höfum þrengt val­kosti okkar niður í þrjár mögu­legar kaup­hall­ir; Amster­dam, Kaup­manna­höfn og Lund­ún­ir. Nú er stefnt að tví­hliða skrán­ingu þar sem hluta­bréf Marel yrðu skráð í eina af ofan­greindum kaup­höllum til við­bótar við núver­andi skrán­ingu í íslensku kaup­höll­inni. Það er trú okkar að með því sé hags­munum núver­andi og verð­andi hlut­hafa Marel best borg­ið.“ 

Hlut­hafa­fundur þann 22. nóv­em­ber 2018

Sam­hliða áætl­unum félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, gerir stjórn félags­ins ráð fyrir að óska eftir heim­ild hlut­hafa á aðal­fundi félags­ins árið 2019 til að hækka heild­ar­hlutafé félags­ins um allt að 15%, í þeim til­gangi að styðja við árang­urs­ríka skrán­ingu á erlendum mark­aði, virka verð­myndun og selj­an­leika bréf­anna.

Til að sam­ræma hags­muni núver­andi hlut­hafa og fram­tíð­ar­hlut­hafa í tengslum við fram­an­­greinda áform­aða hluta­fjár­hækk­un, í tengslum við áætlun félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, leggur stjórn Marel nú fram til­lögur til umfjöll­unar á hlut­hafa­fundi þann 22. nóv­em­ber nk., ann­ars vegar um lækkun hluta­fjár félags­ins og hins vegar um heim­ild til stjórnar félags­ins til þess að setja upp form­lega end­ur­kaupa­á­ætlun á eigin bréf­um. Til­lagan er í sam­ræmi við lög um verð­bréfa­við­skipti nr. 108/2007, reglu­gerð um inn­herj­a­­upp­lýs­ingar og mark­aðs­svik nr. 630/2005 og lög um hluta­fé­lög nr. 2/1995.

Marel sækir fjár­magn á þýska Schuldschein mark­að­inn

Marel sækir á nýja fjár­magns­mark­aði til að auka fjöl­breyti­leika í fjár­mögnun félags­ins og hyggst gefa út óveð­tryggt Schuldschein bréf. Núver­andi lág­vaxtaum­hverfi gefur félag­inu tæki­færi til að nálg­ast lang­tíma fjár­mögnun á hag­stæðum kjör­um. Heild­ar­upp­hæð fjár­mögn­un­ar­innar verður að minnsta kosti 100 millj­ónir evra og verður fjár­festum boðið upp á bæði breyti­lega og fasta vexti til 5, 7 og 10 ára. Láns­kjör ráð­ast ekki fyrr en söfnun áskrifta er lok­ið. Stefnt er að lokun útboðs­ins fyrir árs­lok og vænt­ingar standa til að láns­kjör hafi jákvæð áhrif á heild­ar­fjár­magns­kostnað félags­ins. Stjórn­endur hafa falið ABN AMRO N.V, Bayer­ische Land­es­bank og Unicredit Bank AG að sjá um útboð­ið.“

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 289 millj­arðar króna, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans þá verð­metur grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á umtals­vert meira, eða sem nemur um 433 millj­örð­um, sé horft til næstu tólf mán­aða í rekstr­in­um. 

Stærsti eig­andi félags­ins er Eyrir Invest með 25,8 pró­sent hlut. Þórður Magn­ús­son á 19 pró­sent hlut í félag­inu og Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, um 16 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent