Marel skoðar skráningu í Kaupmannahöfn, Amsterdam eða London

Rekstur Marel heldur áfram að ganga vel en félagið langsamlega verðmætasta skráða félag landsins.

árni oddur þórðarson forstjóri marel
Auglýsing

Hagn­aður Marel á þriðja árs­fjórð­ungi nam 26,7 millj­ónum evra, eða sem nemur 3,7 millj­örðum króna. Þetta er umtals­verð bæt­ing milli ára, en tekju­aukn­ing var um 14 pró­sent.

Marel hefur nú þrengt skoðun sína við erlenda skrán­ingu á markað við kaup­hall­irnar í Kaup­manna­höfn, Amster­dam og London, en félagið verður síðan einnig skráð á Íslandi eins og hingað til.

Þá hyggst félagið fara í hluta­fjár­aukn­ingu með­fram skrán­ingu, og hefur hluta­hafa­fundur verið boð­aður í félag­inu 22. nóv­em­ber þar sem lagðar verða fram til­lögur til sam­þykkt­ar.

Auglýsing

For­stjór­inn, Árni Oddur Þórð­ar­son, segir um þetta í til­kynn­ing­u: 

„Við erum ánægð með rekstr­ar­nið­ur­stöðu þriðja árs­fjórð­ungs sem og fyrstu níu mán­uði árs­ins. Á fjórð­ungnum nam tekju­aukn­ing á milli ára 14% og EBIT fram­legð var 14,2%. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var tekju­vöxtur 17% og EBIT fram­legð 14,6%. Hagn­aður á hlut hefur auk­ist jafnt og þétt und­an­farin fimm ár.

Á þriðja árs­fjórð­ungi gengum við form­lega frá kaup­unum á MAJA að heild­ar­virði 35 millj­ónum evra og keyptum eigin bréf fyrir 30 millj­ónir evra. Fjár­hags­staða okkar er sterk og nettó skuldir nema um það bil tvisvar sinnum EBITDA.

Það eru áhuga­verðir tímar á alþjóða­mörk­uðum í kjúklinga-, kjöt-, og fisk­iðn­aði. Við­skipta­hindr­anir og umrót í alþjóða­kerf­inu mynda ósam­ræmi í fram­boði og eft­ir­spurn mat­væla innan heims­hluta en á sama tíma er eft­ir­spurn neyt­enda á heims­vísu að aukast. Þetta kann að hafa í för með sér minni nýfjár­fest­ingar við­skipta­vina okkar á næstu tveimur til þremur árs­fjórð­ungum eftir kröft­ugan vöxt pant­ana í byrjun árs­ins. Neyt­endur leita í auknum mæli eftir öruggum og hag­kvæmum mat­vælum og sam­hliða því eykst spurnin eftir hátækni­lausnum til mat­væla­vinnslu. Við störfum á ört vax­andi mark­aði og með sterkri mark­aðs­sókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan mark­aðs­vöxt.

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­legri kaup­höll ganga sam­kvæmt áætl­un. Við höfum þrengt val­kosti okkar niður í þrjár mögu­legar kaup­hall­ir; Amster­dam, Kaup­manna­höfn og Lund­ún­ir. Nú er stefnt að tví­hliða skrán­ingu þar sem hluta­bréf Marel yrðu skráð í eina af ofan­greindum kaup­höllum til við­bótar við núver­andi skrán­ingu í íslensku kaup­höll­inni. Það er trú okkar að með því sé hags­munum núver­andi og verð­andi hlut­hafa Marel best borg­ið.“ 

Hlut­hafa­fundur þann 22. nóv­em­ber 2018

Sam­hliða áætl­unum félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, gerir stjórn félags­ins ráð fyrir að óska eftir heim­ild hlut­hafa á aðal­fundi félags­ins árið 2019 til að hækka heild­ar­hlutafé félags­ins um allt að 15%, í þeim til­gangi að styðja við árang­urs­ríka skrán­ingu á erlendum mark­aði, virka verð­myndun og selj­an­leika bréf­anna.

Til að sam­ræma hags­muni núver­andi hlut­hafa og fram­tíð­ar­hlut­hafa í tengslum við fram­an­­greinda áform­aða hluta­fjár­hækk­un, í tengslum við áætlun félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, leggur stjórn Marel nú fram til­lögur til umfjöll­unar á hlut­hafa­fundi þann 22. nóv­em­ber nk., ann­ars vegar um lækkun hluta­fjár félags­ins og hins vegar um heim­ild til stjórnar félags­ins til þess að setja upp form­lega end­ur­kaupa­á­ætlun á eigin bréf­um. Til­lagan er í sam­ræmi við lög um verð­bréfa­við­skipti nr. 108/2007, reglu­gerð um inn­herj­a­­upp­lýs­ingar og mark­aðs­svik nr. 630/2005 og lög um hluta­fé­lög nr. 2/1995.

Marel sækir fjár­magn á þýska Schuldschein mark­að­inn

Marel sækir á nýja fjár­magns­mark­aði til að auka fjöl­breyti­leika í fjár­mögnun félags­ins og hyggst gefa út óveð­tryggt Schuldschein bréf. Núver­andi lág­vaxtaum­hverfi gefur félag­inu tæki­færi til að nálg­ast lang­tíma fjár­mögnun á hag­stæðum kjör­um. Heild­ar­upp­hæð fjár­mögn­un­ar­innar verður að minnsta kosti 100 millj­ónir evra og verður fjár­festum boðið upp á bæði breyti­lega og fasta vexti til 5, 7 og 10 ára. Láns­kjör ráð­ast ekki fyrr en söfnun áskrifta er lok­ið. Stefnt er að lokun útboðs­ins fyrir árs­lok og vænt­ingar standa til að láns­kjör hafi jákvæð áhrif á heild­ar­fjár­magns­kostnað félags­ins. Stjórn­endur hafa falið ABN AMRO N.V, Bayer­ische Land­es­bank og Unicredit Bank AG að sjá um útboð­ið.“

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 289 millj­arðar króna, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans þá verð­metur grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á umtals­vert meira, eða sem nemur um 433 millj­örð­um, sé horft til næstu tólf mán­aða í rekstr­in­um. 

Stærsti eig­andi félags­ins er Eyrir Invest með 25,8 pró­sent hlut. Þórður Magn­ús­son á 19 pró­sent hlut í félag­inu og Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, um 16 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent