Marel skoðar skráningu í Kaupmannahöfn, Amsterdam eða London

Rekstur Marel heldur áfram að ganga vel en félagið langsamlega verðmætasta skráða félag landsins.

árni oddur þórðarson forstjóri marel
Auglýsing

Hagn­aður Marel á þriðja árs­fjórð­ungi nam 26,7 millj­ónum evra, eða sem nemur 3,7 millj­örðum króna. Þetta er umtals­verð bæt­ing milli ára, en tekju­aukn­ing var um 14 pró­sent.

Marel hefur nú þrengt skoðun sína við erlenda skrán­ingu á markað við kaup­hall­irnar í Kaup­manna­höfn, Amster­dam og London, en félagið verður síðan einnig skráð á Íslandi eins og hingað til.

Þá hyggst félagið fara í hluta­fjár­aukn­ingu með­fram skrán­ingu, og hefur hluta­hafa­fundur verið boð­aður í félag­inu 22. nóv­em­ber þar sem lagðar verða fram til­lögur til sam­þykkt­ar.

Auglýsing

For­stjór­inn, Árni Oddur Þórð­ar­son, segir um þetta í til­kynn­ing­u: 

„Við erum ánægð með rekstr­ar­nið­ur­stöðu þriðja árs­fjórð­ungs sem og fyrstu níu mán­uði árs­ins. Á fjórð­ungnum nam tekju­aukn­ing á milli ára 14% og EBIT fram­legð var 14,2%. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var tekju­vöxtur 17% og EBIT fram­legð 14,6%. Hagn­aður á hlut hefur auk­ist jafnt og þétt und­an­farin fimm ár.

Á þriðja árs­fjórð­ungi gengum við form­lega frá kaup­unum á MAJA að heild­ar­virði 35 millj­ónum evra og keyptum eigin bréf fyrir 30 millj­ónir evra. Fjár­hags­staða okkar er sterk og nettó skuldir nema um það bil tvisvar sinnum EBITDA.

Það eru áhuga­verðir tímar á alþjóða­mörk­uðum í kjúklinga-, kjöt-, og fisk­iðn­aði. Við­skipta­hindr­anir og umrót í alþjóða­kerf­inu mynda ósam­ræmi í fram­boði og eft­ir­spurn mat­væla innan heims­hluta en á sama tíma er eft­ir­spurn neyt­enda á heims­vísu að aukast. Þetta kann að hafa í för með sér minni nýfjár­fest­ingar við­skipta­vina okkar á næstu tveimur til þremur árs­fjórð­ungum eftir kröft­ugan vöxt pant­ana í byrjun árs­ins. Neyt­endur leita í auknum mæli eftir öruggum og hag­kvæmum mat­vælum og sam­hliða því eykst spurnin eftir hátækni­lausnum til mat­væla­vinnslu. Við störfum á ört vax­andi mark­aði og með sterkri mark­aðs­sókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan mark­aðs­vöxt.

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­legri kaup­höll ganga sam­kvæmt áætl­un. Við höfum þrengt val­kosti okkar niður í þrjár mögu­legar kaup­hall­ir; Amster­dam, Kaup­manna­höfn og Lund­ún­ir. Nú er stefnt að tví­hliða skrán­ingu þar sem hluta­bréf Marel yrðu skráð í eina af ofan­greindum kaup­höllum til við­bótar við núver­andi skrán­ingu í íslensku kaup­höll­inni. Það er trú okkar að með því sé hags­munum núver­andi og verð­andi hlut­hafa Marel best borg­ið.“ 

Hlut­hafa­fundur þann 22. nóv­em­ber 2018

Sam­hliða áætl­unum félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, gerir stjórn félags­ins ráð fyrir að óska eftir heim­ild hlut­hafa á aðal­fundi félags­ins árið 2019 til að hækka heild­ar­hlutafé félags­ins um allt að 15%, í þeim til­gangi að styðja við árang­urs­ríka skrán­ingu á erlendum mark­aði, virka verð­myndun og selj­an­leika bréf­anna.

Til að sam­ræma hags­muni núver­andi hlut­hafa og fram­tíð­ar­hlut­hafa í tengslum við fram­an­­greinda áform­aða hluta­fjár­hækk­un, í tengslum við áætlun félags­ins um tví­hliða skrán­ingu, leggur stjórn Marel nú fram til­lögur til umfjöll­unar á hlut­hafa­fundi þann 22. nóv­em­ber nk., ann­ars vegar um lækkun hluta­fjár félags­ins og hins vegar um heim­ild til stjórnar félags­ins til þess að setja upp form­lega end­ur­kaupa­á­ætlun á eigin bréf­um. Til­lagan er í sam­ræmi við lög um verð­bréfa­við­skipti nr. 108/2007, reglu­gerð um inn­herj­a­­upp­lýs­ingar og mark­aðs­svik nr. 630/2005 og lög um hluta­fé­lög nr. 2/1995.

Marel sækir fjár­magn á þýska Schuldschein mark­að­inn

Marel sækir á nýja fjár­magns­mark­aði til að auka fjöl­breyti­leika í fjár­mögnun félags­ins og hyggst gefa út óveð­tryggt Schuldschein bréf. Núver­andi lág­vaxtaum­hverfi gefur félag­inu tæki­færi til að nálg­ast lang­tíma fjár­mögnun á hag­stæðum kjör­um. Heild­ar­upp­hæð fjár­mögn­un­ar­innar verður að minnsta kosti 100 millj­ónir evra og verður fjár­festum boðið upp á bæði breyti­lega og fasta vexti til 5, 7 og 10 ára. Láns­kjör ráð­ast ekki fyrr en söfnun áskrifta er lok­ið. Stefnt er að lokun útboðs­ins fyrir árs­lok og vænt­ingar standa til að láns­kjör hafi jákvæð áhrif á heild­ar­fjár­magns­kostnað félags­ins. Stjórn­endur hafa falið ABN AMRO N.V, Bayer­ische Land­es­bank og Unicredit Bank AG að sjá um útboð­ið.“

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 289 millj­arðar króna, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans þá verð­metur grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á umtals­vert meira, eða sem nemur um 433 millj­örð­um, sé horft til næstu tólf mán­aða í rekstr­in­um. 

Stærsti eig­andi félags­ins er Eyrir Invest með 25,8 pró­sent hlut. Þórður Magn­ús­son á 19 pró­sent hlut í félag­inu og Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, um 16 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent