Ætla að byggja 525 hagkvæmar íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk

Alls búa 45 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára í foreldrahúsum. Reykjavíkurborg hefur kynnt verkefni sem í felst að byggja yfir 500 íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk, og á hagkvæman hátt. Borgarstjóri vill fá ríkið með.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg kynnti í morgun nýtt verk­efni um hag­kvæmar íbúðir fyrir ungt fólk. Til stend­ur, í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins, að byggja að minnsta kosti 525 íbúðir á sjö mis­mun­andi reit­um.

Sam­kvæmt verk­efn­inu verður lóðum úthlutað á föstu verði, sem er kr. 45.000 á hvern fer­metra ofanjarðar auk gatna­gerð­ar­gjalda, nema ann­ars sé sér­stak­lega get­ið. Það á að skila því að íbúð­irnar verði mun ódýr­ari en nýjar íbúðir á mark­aði í dag eru.

Reit­irnir sem um ræðir eru í Úlf­arsár­dal (40 íbúð­ir), á Kjal­ar­nesi (tíu íbúð­ir), í Gufu­nesi (164 íbúð­ir), í Bryggju­hverfi við Elliða­ár­vog (163 íbúð­ir), við Sjó­manna­skól­ann (40 íbúð­ir), á Veð­ur­stofu­reit (50 íbúð­ir) og í Skerja­firði (72 íbúð­ir).

Auglýsing

Verk­efnið er afrakstur þess að borgin aug­lýsti fyrr á þessu ári eftir hug­myndum að sam­starfs­að­ilum til að þróa og hanna hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur á ákveðnum lóðum í borg­inni. Til stendur að vinna upp­bygg­ing­una á grunni þeirra hug­mynda sem skilað var inn. Á fund­inum í morgun fóru þeir sam­starfs­að­ilar sem borgin hefur valið yfir frum­hug­myndir sínar um hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk á reit­un­um. Reykja­vík­ur­borg leggur ríka áherslu á að fram­kvæmdir hefj­ist eins fljótt og auðið er og að þær gangi hratt fyrir sig.

Ungu fólki í for­eldra­húsum fjölgar

Staða ungs fólks á hús­næð­is­mark­aði hefur versnað til muna á síð­ustu árum. Í nýrri skýrslu sem Íbúða­lána­sjóður og vel­ferð­ar­ráðu­neytið kynntu á Hús­næð­is­þingi í vik­unni kom meðal ann­ars fram að sðstoð við að kaupa fyrstu íbúð hefur auk­ist gríð­ar­lega. Á árunum 1990-2009 var það hlut­fall rúm­lega 40 pró­sent en frá 2010 hefur það verið tæp­lega 60 pró­sent.

Í könnun MMR sem birt var í vik­unni kom einnig fram að 45 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-29 ára búa í for­eldra­hús­um. Í fyrra var það hlut­fall 37 pró­sent og árið 2016 var það 29 pró­sent.

Vill fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, ræddi verk­efnið í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag. Þar sagði hann að huga þyrfti sér­stak­lega að ungu fólki og fyrstu kaup­endum á hús­næð­is­mark­aði. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Dagur sagði að verk­efn­ið, sem borgin kynnti í morg­un, byggi á því að kallað hefði verið eftir nýjum hug­myndum og nýrri hugsun fyrir fyrstu kaup­end­ur. „Við erum að leggja undir þetta lóðir á einum sjö stöðum í borg­inni. Það voru fjöldi aðila sem sendu inn hug­mynd­ir. Þeim hefur nú verið gefið ein­kunn og við erum nú að hefja við­ræður við þá um lóða­út­hlut­an­ir. Í þessum fyrsta áfanga verða þetta yfir 500 íbúð­ir. 525 íbúðir alla­vega. Hugs­an­lega er hægt að fjölga þeim eitt­hvað í skipu­lags­vinn­unni. Þannig að þarna er líka að koma inn nýtt spenn­andi verk­efni með nýsköp­un, með þarfir þessa hóps sem hefur verið dálítið útundan í mínum huga og við myndum gjarnan vilja fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með í næstu skref í þessu þannig að þetta nýt­ist eins vel og við vilj­u­m.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent