Ætla að byggja 525 hagkvæmar íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk

Alls búa 45 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára í foreldrahúsum. Reykjavíkurborg hefur kynnt verkefni sem í felst að byggja yfir 500 íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk, og á hagkvæman hátt. Borgarstjóri vill fá ríkið með.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg kynnti í morgun nýtt verk­efni um hag­kvæmar íbúðir fyrir ungt fólk. Til stend­ur, í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins, að byggja að minnsta kosti 525 íbúðir á sjö mis­mun­andi reit­um.

Sam­kvæmt verk­efn­inu verður lóðum úthlutað á föstu verði, sem er kr. 45.000 á hvern fer­metra ofanjarðar auk gatna­gerð­ar­gjalda, nema ann­ars sé sér­stak­lega get­ið. Það á að skila því að íbúð­irnar verði mun ódýr­ari en nýjar íbúðir á mark­aði í dag eru.

Reit­irnir sem um ræðir eru í Úlf­arsár­dal (40 íbúð­ir), á Kjal­ar­nesi (tíu íbúð­ir), í Gufu­nesi (164 íbúð­ir), í Bryggju­hverfi við Elliða­ár­vog (163 íbúð­ir), við Sjó­manna­skól­ann (40 íbúð­ir), á Veð­ur­stofu­reit (50 íbúð­ir) og í Skerja­firði (72 íbúð­ir).

Auglýsing

Verk­efnið er afrakstur þess að borgin aug­lýsti fyrr á þessu ári eftir hug­myndum að sam­starfs­að­ilum til að þróa og hanna hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur á ákveðnum lóðum í borg­inni. Til stendur að vinna upp­bygg­ing­una á grunni þeirra hug­mynda sem skilað var inn. Á fund­inum í morgun fóru þeir sam­starfs­að­ilar sem borgin hefur valið yfir frum­hug­myndir sínar um hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk á reit­un­um. Reykja­vík­ur­borg leggur ríka áherslu á að fram­kvæmdir hefj­ist eins fljótt og auðið er og að þær gangi hratt fyrir sig.

Ungu fólki í for­eldra­húsum fjölgar

Staða ungs fólks á hús­næð­is­mark­aði hefur versnað til muna á síð­ustu árum. Í nýrri skýrslu sem Íbúða­lána­sjóður og vel­ferð­ar­ráðu­neytið kynntu á Hús­næð­is­þingi í vik­unni kom meðal ann­ars fram að sðstoð við að kaupa fyrstu íbúð hefur auk­ist gríð­ar­lega. Á árunum 1990-2009 var það hlut­fall rúm­lega 40 pró­sent en frá 2010 hefur það verið tæp­lega 60 pró­sent.

Í könnun MMR sem birt var í vik­unni kom einnig fram að 45 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-29 ára búa í for­eldra­hús­um. Í fyrra var það hlut­fall 37 pró­sent og árið 2016 var það 29 pró­sent.

Vill fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, ræddi verk­efnið í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag. Þar sagði hann að huga þyrfti sér­stak­lega að ungu fólki og fyrstu kaup­endum á hús­næð­is­mark­aði. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Dagur sagði að verk­efn­ið, sem borgin kynnti í morg­un, byggi á því að kallað hefði verið eftir nýjum hug­myndum og nýrri hugsun fyrir fyrstu kaup­end­ur. „Við erum að leggja undir þetta lóðir á einum sjö stöðum í borg­inni. Það voru fjöldi aðila sem sendu inn hug­mynd­ir. Þeim hefur nú verið gefið ein­kunn og við erum nú að hefja við­ræður við þá um lóða­út­hlut­an­ir. Í þessum fyrsta áfanga verða þetta yfir 500 íbúð­ir. 525 íbúðir alla­vega. Hugs­an­lega er hægt að fjölga þeim eitt­hvað í skipu­lags­vinn­unni. Þannig að þarna er líka að koma inn nýtt spenn­andi verk­efni með nýsköp­un, með þarfir þessa hóps sem hefur verið dálítið útundan í mínum huga og við myndum gjarnan vilja fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með í næstu skref í þessu þannig að þetta nýt­ist eins vel og við vilj­u­m.“

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent