Ætla að byggja 525 hagkvæmar íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk

Alls búa 45 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára í foreldrahúsum. Reykjavíkurborg hefur kynnt verkefni sem í felst að byggja yfir 500 íbúðir sérstaklega fyrir ungt fólk, og á hagkvæman hátt. Borgarstjóri vill fá ríkið með.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg kynnti í morgun nýtt verk­efni um hag­kvæmar íbúðir fyrir ungt fólk. Til stend­ur, í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins, að byggja að minnsta kosti 525 íbúðir á sjö mis­mun­andi reit­um.

Sam­kvæmt verk­efn­inu verður lóðum úthlutað á föstu verði, sem er kr. 45.000 á hvern fer­metra ofanjarðar auk gatna­gerð­ar­gjalda, nema ann­ars sé sér­stak­lega get­ið. Það á að skila því að íbúð­irnar verði mun ódýr­ari en nýjar íbúðir á mark­aði í dag eru.

Reit­irnir sem um ræðir eru í Úlf­arsár­dal (40 íbúð­ir), á Kjal­ar­nesi (tíu íbúð­ir), í Gufu­nesi (164 íbúð­ir), í Bryggju­hverfi við Elliða­ár­vog (163 íbúð­ir), við Sjó­manna­skól­ann (40 íbúð­ir), á Veð­ur­stofu­reit (50 íbúð­ir) og í Skerja­firði (72 íbúð­ir).

Auglýsing

Verk­efnið er afrakstur þess að borgin aug­lýsti fyrr á þessu ári eftir hug­myndum að sam­starfs­að­ilum til að þróa og hanna hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur á ákveðnum lóðum í borg­inni. Til stendur að vinna upp­bygg­ing­una á grunni þeirra hug­mynda sem skilað var inn. Á fund­inum í morgun fóru þeir sam­starfs­að­ilar sem borgin hefur valið yfir frum­hug­myndir sínar um hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk á reit­un­um. Reykja­vík­ur­borg leggur ríka áherslu á að fram­kvæmdir hefj­ist eins fljótt og auðið er og að þær gangi hratt fyrir sig.

Ungu fólki í for­eldra­húsum fjölgar

Staða ungs fólks á hús­næð­is­mark­aði hefur versnað til muna á síð­ustu árum. Í nýrri skýrslu sem Íbúða­lána­sjóður og vel­ferð­ar­ráðu­neytið kynntu á Hús­næð­is­þingi í vik­unni kom meðal ann­ars fram að sðstoð við að kaupa fyrstu íbúð hefur auk­ist gríð­ar­lega. Á árunum 1990-2009 var það hlut­fall rúm­lega 40 pró­sent en frá 2010 hefur það verið tæp­lega 60 pró­sent.

Í könnun MMR sem birt var í vik­unni kom einnig fram að 45 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-29 ára búa í for­eldra­hús­um. Í fyrra var það hlut­fall 37 pró­sent og árið 2016 var það 29 pró­sent.

Vill fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, ræddi verk­efnið í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag. Þar sagði hann að huga þyrfti sér­stak­lega að ungu fólki og fyrstu kaup­endum á hús­næð­is­mark­aði. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Dagur sagði að verk­efn­ið, sem borgin kynnti í morg­un, byggi á því að kallað hefði verið eftir nýjum hug­myndum og nýrri hugsun fyrir fyrstu kaup­end­ur. „Við erum að leggja undir þetta lóðir á einum sjö stöðum í borg­inni. Það voru fjöldi aðila sem sendu inn hug­mynd­ir. Þeim hefur nú verið gefið ein­kunn og við erum nú að hefja við­ræður við þá um lóða­út­hlut­an­ir. Í þessum fyrsta áfanga verða þetta yfir 500 íbúð­ir. 525 íbúðir alla­vega. Hugs­an­lega er hægt að fjölga þeim eitt­hvað í skipu­lags­vinn­unni. Þannig að þarna er líka að koma inn nýtt spenn­andi verk­efni með nýsköp­un, með þarfir þessa hóps sem hefur verið dálítið útundan í mínum huga og við myndum gjarnan vilja fá rík­is­valdið og fjár­mögn­un­ar­að­ila með í næstu skref í þessu þannig að þetta nýt­ist eins vel og við vilj­u­m.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent