Heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi og getur sértæk nálgun bætt heilbrigði.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) tel­ur að heilsu­far­s­vanda­mál karla og kvenna séu að hluta mis­mun­andi og að sér­tæk nálgun geti bætt heil­brigð­i. Þetta kemur fram í pistli Ölmu D. Möller land­læknis sem birt­ist á vef­síðu emb­ætt­is­ins í októ­ber síð­ast­liðnum en þar segir að heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi vakið athygli á mis­mun á heilsu og þörfum kynj­anna.

Ástæð­urnar eru flókn­ar, sam­kvæmt WHO, og geta skýrst af gen­um, mis­mun­andi hlut­verk­um, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rann­saka og þróa þekk­ing­una frekar þannig að heil­brigð­is­þjón­ustan geti brugð­ist við með sér­tæk­ari hætti en nú er. 

Nýverið til­kynnti vel­ferð­ar­ráðu­neytið að það hefði falið Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að útfæra til­rauna­verk­efni um sér­staka heilsu­m­ót­töku fyrir kon­ur. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu verður sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum kvenna sinnt þar auk ráð­gjaf­ar, þar á meðal til kvenna sem eru í við­kvæmri stöðu. Land­læknir segir að skilja megi þetta á þann veg að ljós­mæður verði lyk­il­að­ilar í þess­ari mót­töku en vitað sé að slík starf­semi hafi gef­ist vel víða erlend­is.

Auglýsing

Alma segir að fjöl­margar áskor­anir séu framundan í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og að bregð­ast þurfi við með víð­tækum og fjöl­breyttum aðgerð­um. Ein þeirra sé að leita sífellt nýrra leiða í veit­ingu þjón­ustu og önnur sé svokölluð til­færsla eða útvíkkun starfa þar sem kraftar og þekk­ing hverrar starfs­stéttar er nýtt á sem bestan hátt. Hún segir að henni virð­ist þetta til­tekna verk­efni snú­ast um þetta tvennt og sé ekk­ert nema gott um það að segja. „Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir hún. 

„Lík­legt er að sókn­ar­færi séu í til­færslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skil­virkni þjón­ustu. Þar þurfa allar starfs­stéttir að hafa opinn hug. Hins vegar er mik­il­vægt að víð­tæk umræða fari fram við þær starfs­stéttir er mál varða hverju sinni. Ein­ungis þannig næst sú sátt sem nauð­syn­leg er til að verk­efni þró­ist á sem far­sælastan hátt, skjól­stæð­ingum sem og starfs­fólki til hags­bóta. Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar er vel treystandi til að útfæra þetta verk­efni sem aug­ljós­lega þarf að verða í sátt, sam­starfi og teym­is­vinnu ljós­mæðra, heilsu­gæslu­lækna og kven­sjúk­dóma­lækna,“ segir Alma. 

Heilsa karla ekki síður mik­il­væg

Alma bendir á að ekki sé síður mik­il­vægt að huga sér­stak­lega að heilsu karla. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi nýverið vakið athygli á sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum karla með birt­ingu skýrslu sem tekur til Evr­ópu­landa. Þekkt sé að karlar lifa skemur en konur og sé mun­ur­inn umtals­verður víða um álf­una. Hér á landi er mun­ur­inn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynj­un­um.

Hún segir að margir mæli­kvarðar sem lagðir eru á heilsu séu verri hjá körlum en konum og tíðni margra sjúk­dóma sé hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsak­ir. Almennt séð reyki karlar meira, neyti meira áfeng­is, borði óholl­ari mat, sýni meiri ofbeld­is­hegð­un, séu lík­legri til að fremja sjálfs­víg og verði oftar fyrir slys­um. Þá búi þeir við meiri til­finn­inga­lega ein­angrun og geð­ræn vanda­mál þeirra grein­ist síð­ur. Auk þess hafi þeir sér­stök vanda­mál sem tengj­ast kyn- og þvag­færum sem oft séu flók­in.

„Einnig er þekkt að karlar leita síður eftir heil­brigð­is­þjón­ustu en konur og á það einnig við um sál­fé­lags­legan stuðn­ing. Okkur skortir meiri þekk­ingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig sam­tímis því sem hugað er að sér­staka mót­töku fyrir konur hvort til­efni er til að þróa mótsvar­andi þjón­ustu fyrir karla. Það gæti sömu­leiðis verið verð­ugt verk­efni fyrir Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að huga að því og er þessi pist­ill birtur til umhugs­un­ar,“ segir hún. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent