Heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi og getur sértæk nálgun bætt heilbrigði.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) tel­ur að heilsu­far­s­vanda­mál karla og kvenna séu að hluta mis­mun­andi og að sér­tæk nálgun geti bætt heil­brigð­i. Þetta kemur fram í pistli Ölmu D. Möller land­læknis sem birt­ist á vef­síðu emb­ætt­is­ins í októ­ber síð­ast­liðnum en þar segir að heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi vakið athygli á mis­mun á heilsu og þörfum kynj­anna.

Ástæð­urnar eru flókn­ar, sam­kvæmt WHO, og geta skýrst af gen­um, mis­mun­andi hlut­verk­um, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rann­saka og þróa þekk­ing­una frekar þannig að heil­brigð­is­þjón­ustan geti brugð­ist við með sér­tæk­ari hætti en nú er. 

Nýverið til­kynnti vel­ferð­ar­ráðu­neytið að það hefði falið Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að útfæra til­rauna­verk­efni um sér­staka heilsu­m­ót­töku fyrir kon­ur. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu verður sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum kvenna sinnt þar auk ráð­gjaf­ar, þar á meðal til kvenna sem eru í við­kvæmri stöðu. Land­læknir segir að skilja megi þetta á þann veg að ljós­mæður verði lyk­il­að­ilar í þess­ari mót­töku en vitað sé að slík starf­semi hafi gef­ist vel víða erlend­is.

Auglýsing

Alma segir að fjöl­margar áskor­anir séu framundan í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og að bregð­ast þurfi við með víð­tækum og fjöl­breyttum aðgerð­um. Ein þeirra sé að leita sífellt nýrra leiða í veit­ingu þjón­ustu og önnur sé svokölluð til­færsla eða útvíkkun starfa þar sem kraftar og þekk­ing hverrar starfs­stéttar er nýtt á sem bestan hátt. Hún segir að henni virð­ist þetta til­tekna verk­efni snú­ast um þetta tvennt og sé ekk­ert nema gott um það að segja. „Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir hún. 

„Lík­legt er að sókn­ar­færi séu í til­færslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skil­virkni þjón­ustu. Þar þurfa allar starfs­stéttir að hafa opinn hug. Hins vegar er mik­il­vægt að víð­tæk umræða fari fram við þær starfs­stéttir er mál varða hverju sinni. Ein­ungis þannig næst sú sátt sem nauð­syn­leg er til að verk­efni þró­ist á sem far­sælastan hátt, skjól­stæð­ingum sem og starfs­fólki til hags­bóta. Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar er vel treystandi til að útfæra þetta verk­efni sem aug­ljós­lega þarf að verða í sátt, sam­starfi og teym­is­vinnu ljós­mæðra, heilsu­gæslu­lækna og kven­sjúk­dóma­lækna,“ segir Alma. 

Heilsa karla ekki síður mik­il­væg

Alma bendir á að ekki sé síður mik­il­vægt að huga sér­stak­lega að heilsu karla. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi nýverið vakið athygli á sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum karla með birt­ingu skýrslu sem tekur til Evr­ópu­landa. Þekkt sé að karlar lifa skemur en konur og sé mun­ur­inn umtals­verður víða um álf­una. Hér á landi er mun­ur­inn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynj­un­um.

Hún segir að margir mæli­kvarðar sem lagðir eru á heilsu séu verri hjá körlum en konum og tíðni margra sjúk­dóma sé hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsak­ir. Almennt séð reyki karlar meira, neyti meira áfeng­is, borði óholl­ari mat, sýni meiri ofbeld­is­hegð­un, séu lík­legri til að fremja sjálfs­víg og verði oftar fyrir slys­um. Þá búi þeir við meiri til­finn­inga­lega ein­angrun og geð­ræn vanda­mál þeirra grein­ist síð­ur. Auk þess hafi þeir sér­stök vanda­mál sem tengj­ast kyn- og þvag­færum sem oft séu flók­in.

„Einnig er þekkt að karlar leita síður eftir heil­brigð­is­þjón­ustu en konur og á það einnig við um sál­fé­lags­legan stuðn­ing. Okkur skortir meiri þekk­ingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig sam­tímis því sem hugað er að sér­staka mót­töku fyrir konur hvort til­efni er til að þróa mótsvar­andi þjón­ustu fyrir karla. Það gæti sömu­leiðis verið verð­ugt verk­efni fyrir Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að huga að því og er þessi pist­ill birtur til umhugs­un­ar,“ segir hún. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent