Heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er heilsufarsvandamál karla og kvenna mismunandi og getur sértæk nálgun bætt heilbrigði.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) tel­ur að heilsu­far­s­vanda­mál karla og kvenna séu að hluta mis­mun­andi og að sér­tæk nálgun geti bætt heil­brigð­i. Þetta kemur fram í pistli Ölmu D. Möller land­læknis sem birt­ist á vef­síðu emb­ætt­is­ins í októ­ber síð­ast­liðnum en þar segir að heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi vakið athygli á mis­mun á heilsu og þörfum kynj­anna.

Ástæð­urnar eru flókn­ar, sam­kvæmt WHO, og geta skýrst af gen­um, mis­mun­andi hlut­verk­um, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rann­saka og þróa þekk­ing­una frekar þannig að heil­brigð­is­þjón­ustan geti brugð­ist við með sér­tæk­ari hætti en nú er. 

Nýverið til­kynnti vel­ferð­ar­ráðu­neytið að það hefði falið Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að útfæra til­rauna­verk­efni um sér­staka heilsu­m­ót­töku fyrir kon­ur. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu verður sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum kvenna sinnt þar auk ráð­gjaf­ar, þar á meðal til kvenna sem eru í við­kvæmri stöðu. Land­læknir segir að skilja megi þetta á þann veg að ljós­mæður verði lyk­il­að­ilar í þess­ari mót­töku en vitað sé að slík starf­semi hafi gef­ist vel víða erlend­is.

Auglýsing

Alma segir að fjöl­margar áskor­anir séu framundan í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og að bregð­ast þurfi við með víð­tækum og fjöl­breyttum aðgerð­um. Ein þeirra sé að leita sífellt nýrra leiða í veit­ingu þjón­ustu og önnur sé svokölluð til­færsla eða útvíkkun starfa þar sem kraftar og þekk­ing hverrar starfs­stéttar er nýtt á sem bestan hátt. Hún segir að henni virð­ist þetta til­tekna verk­efni snú­ast um þetta tvennt og sé ekk­ert nema gott um það að segja. „Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir hún. 

„Lík­legt er að sókn­ar­færi séu í til­færslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skil­virkni þjón­ustu. Þar þurfa allar starfs­stéttir að hafa opinn hug. Hins vegar er mik­il­vægt að víð­tæk umræða fari fram við þær starfs­stéttir er mál varða hverju sinni. Ein­ungis þannig næst sú sátt sem nauð­syn­leg er til að verk­efni þró­ist á sem far­sælastan hátt, skjól­stæð­ingum sem og starfs­fólki til hags­bóta. Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar er vel treystandi til að útfæra þetta verk­efni sem aug­ljós­lega þarf að verða í sátt, sam­starfi og teym­is­vinnu ljós­mæðra, heilsu­gæslu­lækna og kven­sjúk­dóma­lækna,“ segir Alma. 

Heilsa karla ekki síður mik­il­væg

Alma bendir á að ekki sé síður mik­il­vægt að huga sér­stak­lega að heilsu karla. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi nýverið vakið athygli á sér­tækum heil­brigð­is­vanda­málum karla með birt­ingu skýrslu sem tekur til Evr­ópu­landa. Þekkt sé að karlar lifa skemur en konur og sé mun­ur­inn umtals­verður víða um álf­una. Hér á landi er mun­ur­inn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynj­un­um.

Hún segir að margir mæli­kvarðar sem lagðir eru á heilsu séu verri hjá körlum en konum og tíðni margra sjúk­dóma sé hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsak­ir. Almennt séð reyki karlar meira, neyti meira áfeng­is, borði óholl­ari mat, sýni meiri ofbeld­is­hegð­un, séu lík­legri til að fremja sjálfs­víg og verði oftar fyrir slys­um. Þá búi þeir við meiri til­finn­inga­lega ein­angrun og geð­ræn vanda­mál þeirra grein­ist síð­ur. Auk þess hafi þeir sér­stök vanda­mál sem tengj­ast kyn- og þvag­færum sem oft séu flók­in.

„Einnig er þekkt að karlar leita síður eftir heil­brigð­is­þjón­ustu en konur og á það einnig við um sál­fé­lags­legan stuðn­ing. Okkur skortir meiri þekk­ingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig sam­tímis því sem hugað er að sér­staka mót­töku fyrir konur hvort til­efni er til að þróa mótsvar­andi þjón­ustu fyrir karla. Það gæti sömu­leiðis verið verð­ugt verk­efni fyrir Þró­un­ar­mið­stöð heilsu­gæsl­unnar að huga að því og er þessi pist­ill birtur til umhugs­un­ar,“ segir hún. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent